Vikan - 07.06.1973, Blaðsíða 31
HLÁTUR
Framhald af bls, 13,
hafði Eygló sérstöðu i skólanum.
Hún bar það með sér, hvar sem
hún fór, og hVernig sem á stóð, að
hún var af fyrirfólki komin. öll
-framkoma hennar var þannig, og
auk þess var hún alltaf klædd eins
og nýkeyptbrúða. Hún var i raun-
inni ekki stolt, en persónuleiki
hennar var mótaðri en hinna
barnanna. Þegar hún lék sér með
okkur, sem stundum kom fyrir,
lék hún sér alltaf af settleik, án
þess að ró hennar raskaðist eða
föt hennar yrðu fyrir of miklu
hnjaski. Ef i odda skarst, þótti
sjálfsagt að hlita úrskurði henn-
ar. Við strákarnir vorum þar eng-
in undantekning, nema siður
væri, og þó vorum við engu minni
vösólfar en strákar almennt ger-
ast og létum ógjarnan okkar hlut
fyrr en i f.ulla hnefana. — Engum
blandaðist heldur hugur um, að
Eygló var falleg stúlka, óvenju-
lega falleg. Mér er nær að halda,
aö hrafnsvart hárið og hin drif-
hvita, fingerða húð hennar hafi
skilið hana .mest frá öðrum lag-
legum telpum. Hún var einnig
bráðþroska, og samfara ná-
kvæmni hennar i framgöngu og
klæðaburði gerði það sitt til, að
hún skar sig úr.
Þannig var Eygló. Og þriðja
sunnudaginn, sem ég var hesta-
sveinn i útreiðartúrum betri
borgaranna, bættist Eygló i
hópinn. Þegar ég komst að raun
um, skömmu áður en lagt var af
stað, að hún yrði með, fann ég
greinilega til annarlegrar til-
finningar. Ég haföi ekki séð
Eygló siðan á fermingardaginn,
en þá hafði mér fundizt, að ég
hefði aldrei séð nokkra mann-
veru, sem kæmist i samjöfnuð við
hana i fermingarskrúðanum. Ég
veit ekki til fullnustu, hvers
vegna hún hafði ekki verið með i
útreiðartúrunum áður, en eftir
þvi sem ég komst næst hafði hún
verið eitthvað litils háttar lasin.
Móöir hennar hafði ekki treyst
henni. Hún var einnig litt vön
hestum.
Þegar hér var komið sögu, var
staða min tryggð i flokknum.
Fólkið treysti mér til hlitar, og
þótt ég vissi vel min takmörk, var
mér ljóst, að ég naut talsverðrar
virðingar. Enginn efaðist lengur
um hestamennsku mina, skyldu-
rækni og dugnað við klárana. Og
þótt ég leyfði mér aldrei að láta
sem ég vissi betur en nokkur I
hópnum, gat ég þó núorðið komið
með örlitlar athugasemdir við-
vikjandi klárunum eða útbúnaði,
sem oft voru teknar til greina.
Fátt af fólkinu hafði farið með
hesta að nokkru ráði. Mér hraus
hugur við að sjá, hvernig sumt af
þvi sat gæðingana, og þá sér-
staklega frúrnar. En sumar
þeirra voru lika gjarnari á að
kasta fram við mig spurningu og
spurningu, og gætti ég min jafnan
að svara þeim af fyllstu háttvisi.
„Strákur”, sagði útgerðar-
maöurinn, áður en lagt var af
stað þennan umrædda sunnudag,
þegar Eygló bættist i hópinn,
„það er bezt þú litir eftir telpunni.
Hún er ekki vön þeysireið.”
Otgerðarmaðurinn ávarpaði
mig jafnan i þessum tón. Ég
kunni þvi ekki illa, þvi það var
ekki laust við viðurkenningu i
ávarpinu „strákur” hjá honum,
og þótt hann talaði i skipunarróm,
hafði hann lag á að blanda
skipunina glettnum undirtón.
Otgerðarmaðurinn var mikill
vexti og þungur og þurfti jafnan
tvo hesta til reiðar, ef hann fór
nokkra vegalengd að ráði. Hann
var gustmikill og spaugssamur
og lá hátt rómur. Eygló hafði
stillinguna frá móður sinni. Hann
var sjálfkjörinn foringi i útreiðar-
túrunum. Ég bar óskoraða
virðingu fyrir honum, enda hafði
hann gott vit á hestum og kunni
vel með gæðinga að fara
Ekki var frúin, móðir Eyglóar,
samþykk þvi i fyrstu aö skilja
dótturina eftir i minni umsjá.
Þegar við lögðum af stað og ég
var aftastur eins og venjulega,
þvi ég þurfti að teyma tösku-
hestinn upp úr bænum, riðu þær
Eygló og móðir hennar næst á
undan mér. Frúin ætlaði
sjáanlega að gæta dóttur sinnar.
Metnaður minn var allmikið
særður, og eins blönduðust aðrar
tilfinningar þar saman við. Eygló
var eins og fyrr klædd eftir fyllstu
kröfum. Dökkgræn reiðföt
hennar, spánný og tizkusniðin,
stungu fagurlega i stúf við nýjan,
ljósbrúnan hnakkinn og fann-
hvitan hestinn. t öðru var ég þvi
feginn, að ég var á eftir henni. Ég
hafði að visu vandlega þvegið
vinnugúmmistigvélin min
kvöldinu áður, en samt var ekki
laust við, að hvit saltrák kæmi i
ljós meðfram röndinni ofan við
sólann. Og þótt ég eyddi löngum
tima i að brjóta grófgerðar sið-
buxurnar sem listilegast ofan i
stigvélin um morguninn, vildi það
aflagast i hita starfsins við
klárana, og eins þegar ég var
kominn á bak Freyfaxa með
töskuhestinn fram með.
En þegar upp úr bænum kom,
gat ég sleppt töskuhestinum.
Hann var léttklyfjaður i þetta
sinn, þvi hópurinn var ekki ýkja
stór. Einnig var búið að venja
hann við að rekast á eftir
hópnum. Ýmsir tóku nú að
spretta úr spori, og var auðséð á
frúnni, að henni þótti illt að mega
ekki gefa hesti sinum ögn lausan
tauminn. Hún lét sjaldan sitt eftir
liggja, enda var reiðhestur
hennar mesti gæðingur, létt-
viljugur, ganggóður og snögg-
fljótur. Hann var óv'anur að vera
aftastur og kunni þvi sjáanlega
illa. Eygló tók þá að örva móður
sina að taka þátt i samreiðinni og
taldi sig örugga með mér. Hestur
hennar æstist og við skaphörkuna
i hinum og gerði það henni sizt
hægara fyrir svona i byrjun.
Frúin sá, hvað fara gerði, og lét
tilleiðast að sameinast hinu
fólkinu. Hún sneri sér að mér,
áður en hún greikkaði sporið, og
sagðist treysta mér til að sjá til
meö Eygló. Vegna Eyglóar þótti
mér viðeigandi að svara þvi fáu
og gera litið úr þörf á sliku.
Þá vorum við orðin tvö eftir. t
fyrstu varð ekki mikið um sam-
tal, en smátt og smátt tók ég að
dást að þeim hvita. Féll það óðar i
góðan jarðveg, þvi hún hafði
strax frá upphafi tekið hinu
mesta ástfóstri við hestinn. Hún
kallaði hann Vin. Og nú fyrst fékk
ég tækifæri til að útausa þekkingu
minni á hestum og reiðmennsku.
Brátt fann ég. að ég hafði hinn
áhugasamasta nemanda Lagði
ég mig allan Iram við að segja
henni til um rétl taumhald, setu i
hnakknum. höfuðburð hestsins og
fótatak Fann ég glöggt til
verndartilfinningar og aðdáunar i
senn á þessum skjólstæðingi
minum, og var ég næsta sæll i ná-
vist hennar. Eygló var jafn fá-
skiptin og áður, en þó fann ég
brátt, að ég stóð föstum fótum.
Fyrr en varði gleymdist mér
samanburður á útbúnaði okkar.
Allt slikt var aukaatriði. Meira að
segja hætti það að angra mig, er
viða, grófa gúmmistigvélið mitt
snerti hið brúna, gljáða leður-
stigvél hennar, sem auðsjáanlega
hafði verið saumaö handa henni,
og féll þétt að nettum fæti hennar,
legg og kálfa.
Allt, sem ég sagði og gerði
þennan dag, var framkvæmt i
eins konar upphafningu. Ég
þekkti mig alls ekki fyrir sama
mann. Frásagnir minar,
'snúningar kringum hestana,
framkoma min, limaburður og
fas, allt var miðað við hana, eins
og ég væri i leiðslu, sem
stjórnaðist af þvi einu að vinna
álit hennar og geðjast henni sem
bezt.
Mér tókst vonum framar.
Þegar liða tók á daginn, var
Eygló farin að venda Vini sinum,
fannhvitum, reistum og gang-
prúðum, upp að hinum seinláta,
skolrauða og þunglamalega
Freyfaxa minum, eftir að áð
hafði verið eða ég hafði þurft að
skilja við hana til þess að sinna
einhverju skyldustarfi. Og ég var
farinn að segja henni sögur. Hún
vissi, að ég las mikið, og hún hafði
lag á að láta mig leysa frá
skjóðunni. Hún lét mig þylja úr
Islendingasögunum og hvers
konar frásagnir aðrar, meðan við
riðum hægt á eftir hinu fólkinu,
sem gerðist æ hýrara, er á daginn
leið, og hleypti án afláts. Eygló
var ætið jafn fátöluð, en hún var
góbur hlustandi. Hún hélt
stillingu sinni og ró, svipur
hennar hýrnaði aðeins, og augun
ljómuðu, er hún fylgdist með af
áhuga. Og einstaka sinnum hló
hún. Hlátur hennar var klingjandi
bjartur og hjartanlegur, svo að
eyru Vins kipptust við. En á mig
hafði hlátur hennar einhvtr seið-
þrungin áhrif, og ég færðist rilur i
aukana.
Hámark sigursins kom undir
kvöldið. Það var Vini að þakka.
Hann gerðist sifellt viljugri, er á
daginn leið, og Eygló átti örðugra
með að hafa stjórn á honum. Ég
dáðist þvi meira að honum. Ég
vissi, að hestur, sem ekki örvast
og æsist undir kvöld á heimleið.
sifellt horfandi upp á þeysispretti
og honum alltaf haldið niðri, er
hreint enginn gæðingur. Vinur
var listavel taminn, en hann
stóðst ekki mátið til eilifðar.
Móðir Eyglóar bætti heldur ekki
úr skák. Hún var stöðugt eins og
skytta milli flokksins og okkar,
felldi sig ekki við annað en lita
eftir dóttur sinni, en gat þó ekki
sleppt ánægjunni af samreiðinni.
Spilandi hestur hennar æsti Vin til
muna, sérstaklega er hún þeysti á
eftir flokknum. Þetta leiddi til
þess. að i siðasta áningarstaðinn
komum við Eygló ekki einungis
samsiða, heldur hélt ég i tauminn
hjá henni útgerðarmannshjónin
tóku hana óðar tali og ráðlögðu
henni að hafa hestaskipti við eina
frúna. sem reið viðráðanlegri
hesti. — En Eygló hafði aðra
meiningu. Hún sagðist mundu
skipta við mig. Þetta kom
áreiðanlega mjög flatt upp á for-
eldra hennar, og sjálfur varð ég
ekki siður undrandi. Þau reyndu
fyrst eitthvað að malda i móinn,
en Eygló sat við seinn keip. Hún
ætlaði að skipta við mig. Hún
ræddi það ekki frekar. Af augna-
ráði foreldra hennar, er þau litu á
hana og siðan hvort á annað, varð
mér ljóst hver réði, ef þvi var að
skipta. En auðvitað lét ég sem ég
veitti þessu ekki minnstu athygli
og leit upp með undrunarsvip,
þegar útgerðarmaðurinn kom til
min og sagði miklu lágværari en
vant var, en þó ekki bliðlega:
„Strákur, þú hefur hestabýtti við
telpuna það, sem eftir er
leiðarinnar heim.”
Þannig kom ég riðandi i bæinn
eins og sigurvegari. Ég þurfti nú
, ekkert um töskuhestinn að hugsa.
Hann rann með öðrum lausúm
hestum i hópnum. Við Eygló
vorum enn siöust og vöktum þvi
meiri athygli hjá fólki, sem stóð i
smáhópum hér og þar i bænum,
eins og jafnan á sunnudags-
kvöldum. Vinur var fullkomlega i
essinu sinu, bar höfuðið með
miklum glæsibrag og tölti með
háu tignarlegu kringspori. Aldrei
hef ég lagt mig meira fram við að
láta hest bera sig glæsilega. Við
Framhald á bls. 34
23. TBL. VIKAN 31