Vikan

Tölublað

Vikan - 07.06.1973, Blaðsíða 49

Vikan - 07.06.1973, Blaðsíða 49
— lig tek þennan hérna, hann er svo vinalegur! — É'g skil ekki hvernig þú get- ur slitið svona göt á sokkana! — Talaðu ekki við mig í þess- ’ um tón, ég er ekki maðurinn þinn! — Þessi bíll væri ágætur í kappakstur, hann liggur svo vel í beygjunum! er til valda, fengu bráðlega ástæðu til þess að iðrast þess. Flokkarnir voru bannaðir og einstakar stofnanir innan þeirra voru sameinaðar nasistahreyf- ingum. Á meðan þessu fór fram var jafnframt unnið að réttarhöld- unum, sem áttu að sanna, að kommúnistar væru ábyrgir fyr- ir þinghúsbrunanum. Réttarhöldin yfir Marinus van der Lubbe og „öðrum brotlegum" áttu að verða mik- ill áróðurssigur nasista en urðu mikið siðferðislegt áfall. „Aðrir brotlegir“ voru for- maður þingflokks kommúnista, Ernst Torgler, og þrír landflótta búlgarskir kommúnistar, Dimi- trov, Popov og Tanev. Torgler gaf sig fram við lögregluna af sjálfsdáðum, þegar honum barst til eyrna sá orðrómur, að hann hefði átt að hafa skipulagt þinghúsbrunann. Búlgararnir þrír voru hand- teknir af þeirri ástæðu einni, að sagt var að þeir hefðu hegð- að sér á „vafasaman hátt“. Það gerðist eftir að þjónn, sem af- greiddi þá á kaffihúsi í Berlín, sagði að þeir litu út eins og samsærismenn. Dimitrov var staddur í Mún- chen, þegar þinghúsið brann — fjarvistarsönnun hans varð ekki haggað, þó að nasistar gerðu allt sem þeir gátu til þess. Þess vegna var allt kapp lagt á að sanna á hann undir- búning glæpsins. Þessum mönnum var haldið í varðhaldi í fimm mánuði áð- ur en sjálf réttarhöldin hófust, Nasistar höfðu þegar hreinsað til í lögreglunni, en réttarkerf- ið var enn tiltölulega óspillt enda hafði meirihluti dómara verið skipaður í embætti fyrir fyrri heimsstyrjöld. Hálfblindi geðsjúklingurinn, Marinus van der Lubbe, hélt fast við þann framburð sinn, að þetta hefði verið „hans“ íkveikja. Hann var stoltur af brunanum og reiddist, ef nokk- ur leyfði sér að efast um að hann hefði staðið einn að hon- um. Það var þó ekki hægt að ganga fram hjá þeirri stað- reynd, að van der Lubbe var haldinn íkveikjuæði og skórti auk þess á að geta talizt hafa eðlilega greind og því ótrúlegt að hann hefði getað komið af stað slíkum stórbruna á eigin spýtur. Búlgarinn Dimitrov varð að- alpersóna réttarhaldanna. Hann var stórgáfaður og snillingur í kappræðum enda tókst honum hvað eftir annað að láta ákær- MIDAPRENTUN Látið prenta ails konar aðgöngumiða, kontrol- númer, afgreiðslumiða og fleira á rúllupappír. Eina prentsmiðjan á landinu, sem prentar slíka miða. Höfum einnig fyrirliggjandi og útvegum með stuttum fyrirvara ýmiss konar afgreiðslubox. LEITIÐ UPPLÝSINGA HILMIR HF Síðumúla 12 - Sími 35320 23.TBL. VIKAN 49

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.