Vikan

Issue

Vikan - 16.08.1973, Page 11

Vikan - 16.08.1973, Page 11
Þaö byrjaði vetrarkvöld eitt áriö 1773 á óperudansleik i Paris, þegar glaðvær og lifsglöð prin- sessa fékk áhuga á ungum og lag- legum útlendingi. Ctlendingurinn var sænski greifinn Axel von Fersen og prinsessan unga var Marie Antoinette, verðandi drottning Frakklands. Axel von Fersen var sonur sænska rikisráðsins, Axel von Fersen marskálks. 15 ára að aldri var hann sendur i fylgd kennara sins til þess að fara i Grand tour um Evröpu. Hann læröi hernað i Prússlandi, listir og sögu á Italiu. Fersen var orðinn átján ára, þegar hann kom til Parisar i nóvember 1773. Hann var þá þegar þekktur fyrir óvenjulegan glæsileik og seinna festist viður- nefnið „fallegi Fersen” við hann. Hann dvaldist á Hotel d’York viö rue Coiombier og heimsótti sænska ambassadorinn, Creutz greifa. Skylda ambassadorsins var að kynna landa sinn fyrir konungsfjölskyldunni. Nokkrum mánuðum seinna skrifaði Creutz Gústav 3, að honum hefði virzt Fersen vera óvenjulega aölað- andi ungur maöur. „Enginn kann að koma betur fram. Gott útlit hans og töfrar verða til þess að hann kemst ekki hjá þvi að verða áberandi i samkvæmislifinu hér.” i heimsókn í Versölum Stuttu eftir komu Fersens til Parisar fór Creutz með hann til Versala. Þar var hann kynntur fyrir Lúðvik fimmtánda konungi, rikisarfanum Lúðvik og konu hans Marie Antoinette. Þá var Marie Antoinette átján ára og hafði verið krónprinsessa Frakka siöan i mai 1770. Hún haföi skapaö þann vana, að tekið væri á móti gestum i ibúð hennar á hverju mánudagskvöldi allan veturinn, fram að föstu. Creutz kom þvi i kring ásamt hertog- anum af d’Aiguillon að Fersen var boðið á slikan mánudags- kvölddansleik i ibúð krónprins- essunnar. Prinsessan veitti honum brátt sérstaka athygli innan um alla ambassadorana, hirðmennina og prinsana, sem þyrptust að henni til þess að vekja athygli hennar á sér. Fersen hélt dagbók, sem hefur varðveitzt fram á þennan dag. 1 hana 'vantar þó árin frá 1779 til 1791. Dagbókin er skrifuð mestan part á frönsku, en þó eru i henni sænsk innskot. Bókin er mjög athyglisverð heimild, ekki einungis vegna þess að i henni koma i ljós áður óþekktir þættir i persónuleika greifans, heldur einnig af þvi að hún bregður óvæntu ljósi yfir það lif, sem gleðiþyrstir gestir i höfuðborg Frakklands liföu. Milli þess, sem sótt voru hádegisverðarboð i Versölum og setið að spilum eða kvöldverði i Paris, sóttu gestirnir óperuna eða leikhúsið. Ein frægasta lysti- semdin i Paris voru óperudans- leikirnir. Þeir voru haldnir á hverjum laugardegi og voru opnir öllum, sem ráð höfðu á þvi aö greiða aðgangseyrinn. A þessum dansleikjum báru margir gest- anna, þó einkum konurnar, grimur. Á þann hátt uröu sam- skipti kynjanna frjálsari, þvi að menn gátu hitt þar konur, sem þeir hefðu aldrei hitt annars. Þessi vitneskja um „ævintýrið, sem beið á næsta leyti” gaf óperudansleikjunum sérstakan svið eftirvæntingarinnar. Aðalpersónan á óperudansleiknum Fersen lenti i litlu skemmtilegu ævintýri á einu sliku óperuballi. Litlu ævintýri, sem hann grunaði ekki að ætti eftir að verða stórt, og breyta öllu lifi hans. Fersen hafði staðið i mann- þrönginni i um allt að hálfa klukkustund, þegar grimuklædd ung kona kom til hans og gaf sig á tal við hann. 1 dagbókina skrifar hann einfaldlega að „hún talaði drjúga stund”. t hæfilegri fjar- lægö stóðu þrjár eða fjórar aðrar grimuklæddar konur, en Fersen hélt áfram aö ræða við konuna án þess að veita þeim athygli. Allt i einu uppgötvaði hann að þau voru umkringd fjölda fólks sem i senn var forvitið og fullt virðingar. Grimuklædda konan virtist skyndilega verða óróleg og dró sig i hlé. En áður en hún hvarf á braut lyfti hún grimunni andar- tak fra andlitinu. Og Fersen varð þess áskynja að þessi kona var Marie Antoinette. Sviinn ungi varð aðalumræðuefni gestanna á óperudansleiknum þetta kvöld. Það var ekki eöli Fersens aö trúa dagbókinni fyrir tilfinn- ingum sinum, en þaö er þó hægt að ráða af henni, að hann var i ágætu skapi, þegar hann fór af dansleiknum klukkan þrjú um nóttina. Svar hans við áhuganum, sem prinsessan hafði sýnt honum, kemur fram annars staðar i bókinni, þvi að þar segir hann, aö eftir þetta hafi hann sótt mánu- dagsleikina -hjá krónprins- essunni. Hins vegar segir hann ekki frá þvi oftar, að hún hafi veitt sér sérstaka athygli. Og stuttu seinna gerðist atburður, sem varð til þess að Marie Antoinette hlaut að fjarlægjast unga sænska greifann. Fersen skrifar i dagbóksina: „Kon- ungurinn Lúðvik 15. dó i dag, hinn 10 . mai 1774, klukkan tiu að kvöldi”. Kunningjakona greifans frá óperudansleiknum var orðin drottning Frakklands. Fáar persónur mannkynssög- unnar hafa orðið fyrir eins miklum misskilningi og Marie Framhald á bls. 31 Maria Theresia móðir Marie Aintoinette, og þjóðhöfðingi Austurrikis hafði áhyggjur...... Þvi að Lúðvik krónprins Frakka og tengdasonur hennar var ekki færuin að fullkomnahjónabandið Fyrsta grein i nýj- um greinaflokki um samband þeirra Marie Antoinette og Axel von Fersen. Inn I greinamar spinn- ast frásagnir af at- burður úr einu blóðugasta timabili franskrar sögu. 1. GREIN 33. TBL. VIKAN 11

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.