Vikan - 16.08.1973, Qupperneq 13
meö einbýlishúsum, en aftur á
móti stórt flæmi meö verkstæöum
og pakkhúsum.
— Hér þá? sagöi Marianne.
Skrýtiö, hér ætlum viö af, en viö
vitum ekki hvers konar bær þetta
er.
— Þaö veröur sjálfsagt erfitt
aö komast hjá aö sjá skiltin á
stööinni, þegar viö komum
þangaö. En viö reynum, ha?
Lestin stanzaöi. Þau stigu niöur
á brautarpallinn. Peter tók báöar
feröatöskurnar og Marianne tók
litlu töskurnar tvær. Þau
neyddust til aö fara niöur i göng
undir teinana. Þar var ekkert fólk
og fjöldamörg skilti og áletranir á
veggjum. Peter og Marianne
horföu hvort á annaö og flissuðu,
litu niður á skóna sina, horfðu
fram fyrir sig mót mynni gang-
anna, og siöan hvort á annaö.
Þau lásu yfir feröaáætlunina
inni i biösalnum. Þau skildu tösk-
urnar eftir i geymslu. • Siðan
gengu þau út og önduöu aö sér
tæru morgunloftinu og hlógu og
þau svengdi og gengu yfir litla
torgiö til kaffihúss. Þaö var
lokað.
Þau stóðu góöa stund á torginu.
Þegar vöruflutningabill kom
akandi með tilheyrandi hávaöa
eftir stóru verzlunargötunni til
vinstri, hlupu þau til og vinkuðu
og spuröu, hvar hægt væri að fá
keyptan morgunverö svo
snemma. Bilstjórinn lét þau
klifra upp í og keyröi I gegnum
iönöaöarhverfin, sem þau höföu
rétt áöur séö úr lestinni og hleypti
þeim af fyrir framan veitingahús,
þar sem fjöldamörgum vöru-
flutningabilum var lagt fyrir
framan, en sjálfur ætlaði hann aö
halda áfram. Þau flissuöu af létti
yfir að hafa tekizt aö beina tali
þeirra frá umræöum um bæinn og
nafn hans.
Litill magur karl með fituga
svuntu bar þeim kaffi og tvö
spæld egg á mann. Peter spuröi
Marianne, hvort hún áliti ekki, aö
þjónninn væri dæmigeröur
litill og grár leiöindaseggur.
Marianne áleit aö brúni skallinn
og svartar sorgarrendurnar væru
meir en nóg til aö foröa veitinga-
manninum frá slikum örlögum.
Peter benti á, aö hann væri
liklega ekki eigandi staöarins.
Marianne sagöi, að ef svo væri,
þá væri hann auðvitaö ekki hæfur
til undanúrslita i áhugamálum
hennar þann morguninn.
Þegar þau gengu út úr veitinga-
húsinu héldust.þau i hendur.
Þau gengu eftir löngum,
beinum götum án umferöar.
Sumstaöar haföi fólk hafið vinnu
og hávaöi barst frá pakkhúsunum
og fólk sást vinnuklætt og nokkrir
hjólreiöamenn á ferð.
Þau voru sammála um, aö
þetta var fallegur bær og stór-
kostlegt loft aö anda aö sér.
— Hér ætti maöur aö eyða
hveitibrauösdögunum, sagöi
Peter allt i einu. Marianne gaut
skyndilega auga til hans. En
samkomulagið var algert, þaö
var enginn hætta á misskilningi.
Hún sagði:
— Ef ég á einhvern tima eftir
að gifta mig, tek ég lestina og
leita að þessum bæ.
— Hver veit, viö hittumst
kannske hér, sagði Peter.
— Heldur þú, aö þú giftir þig
einhvern tima?
— Tja, þaö er nú svo með okkur
karlmenn, að viö verðum aö gifta
okkur, ef við viljum eignast börn.
Marianne flissaöi: — Þaö eru
bara gamlir fordómar.
Og þau hlógu og hlupu smá
spotta, þar til þau komu inn i
miöbæ, þar sem þau fundu litinn
garö. Þar var mikiö af furu-
trjám og vel hirtum grasflötum.
Þeim fannst báöum, aö þetta væri
kjörinn staöur fyrir hjón i brúö-
kaupsferð til aö labba og kyssast.
Þau slepptu höndum hvers
annars til öryggis. En þau voru
oröin dálitiö þreytt og settust á
bekk og Marianne greiddi hár sitt
og reyndi meö vasaklút og eau-
de-cologne aö má út merki um
málningu gærdagsins. Hún tók
vásabók úr veskinu og erfiöaöi
viö aö þykjast lesa i henni.
Klukkan var oröin átta og þaö
var kominn timi fyrir lestina
hennar. Þau fundu stööina án
erfiöleika. Marianne haföi
næstum séö skilti meö nafni
bæjarins, en á siöustu sekúndu
beindi hún hlæjandi höföi sinu I
hálsakot Peters.
Þegar hún leit upp aftur, sagöi
PeteT:
— Þaö bezta viö kveöjustund
okkar er, aö hún er ánægjuleg.
Engir örvæntingafullir kossar,
engin tár. Látlaus útúrdúr.
Marianne var aö velta þvi fyrir
sér, hvort hann væri ekki allt of
sannfærandi, en ákvaö siöan, að
þaö væri bara óskhyggja. „Ég
óska einskis annars en að þessi
litli útúrdúr fái listrænan endi”,
sagöi hún sannfærandi viö sjálfa
sig.
Framhald á næstu siöu
33. TBL. VIKAN 13