Vikan

Eksemplar

Vikan - 16.08.1973, Side 24

Vikan - 16.08.1973, Side 24
Bærinn er skrítinn. Hann er fullur af húsum. Hús meðfram öllum götum í röðum liggja. Aldraðir byggja og ungir menn kaupa lóðir og ætla sér líklega að byggja. Og samt sem áður er alltaf verið að deyja, og undarlegt, að það hendir jaínt snauða sem ríka. Menn kváðu jafnvel deyja frá hálfbyggðum húsum. Og hinir? Þeir deyja víst líka. Já. mönnum finnst það skrítið, sem þeir ekki skilja. Hver skilur öll þessi hús, sem í röðum liggja? Hver skilur lífið og allar þess óbyggðu lóðir? Og af hverju er verið að byggja? Þvi verður ekki varizt að þessum alkunnu ljóð- linum Tómasar Guð- mundssonar skjóti ærið oft upp i hugann, þegar farið er um borgina. Það er annars merkilegt, að skáldinu skuli hafa dottið i hug að yrkja um hús- byggingar, eins sjálfsagt og það er i augum margra Reykvikinga að byggja hús. Sumir vilja halda þvi fram, að þessi byggingar- árátta stafi fyrst og fremst af þvi að fólk vilji sýna það og sanna, að það sé þess megnugt að koma upp fallegu húsi. Vist kann að vera, aðþessarar tilhneigingar gæti, en ætli ástæðan sé ekki of tast hin, að fólk kýs að una ævi sinnar daga út af fyrir sig og hafa svolitla garðholu fyrir sumarblómin og kannski kartöflur i einu horninu, þar sem litið ber á. Undanfarin ár hefur orðið svolitil breyting á hugsunarhætti þeirra, sem verið hafa að festa kaup á þaki yfir höfuðið. Ungt fólk hefur sótzt meira eftir þvi að búa i gömlum húsum en áður var. Til skamms tima TEXTI • TRAUSTI ÓLAFSSON MYNDIR: SIGURGEIR SIGURJÓNSSON OG BRAGI GUÐMUNDSSON ^UNGT^ | FOLK I I | GÖMLUM 1 h HÚSUM Æ Æ/:'- í f á| Morguninn sem áhugafólk uin verndun gamalla bygginga tók sig til og málaöi Benihöftslorf- una var einnig veriö aö mála fleiri hús — nefnilega sjálft stjórnarráöshúsiö. forðaðist fólk meira að segja gömul hús. En nú er öldin önnur. Bernhöfts- torfan er máluð og enginn þorir að halda þvi fram lengur, að hún sé ekki bæjarprýði. Fólk gerir sér jafnvel ferð niður i Lækjargötu til þess að lita á torfuna, áður en það byrjar að mála húsið sitt að utan, þvi að nú er búið að viðurkenna að torfan sé falleg á litinn. Það hvarflar þvi að veikgeðja sálum, að nú sé 24 VIKAN 33. TBL.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.