Vikan - 16.08.1973, Síða 27
VERÐIÐ HÆKKAR
STÖÐUGT—
I SÖGUM
Á Laufásvegi tuttugu og tvö búa
hjónin Brynja Benediktsdóttir og
Erlingur Gislason. Þau eru fyrir
stuttu flutt i húsið, sem byggt var
1907. Okkur tókst ekki að grafa upp,
hverjir áttu húsið fyrir 1921, en
skráður eigandi þess þá var Guðrún
M. Tulinius. Árið 1942 var húsið lag-
fært mikið og það stækkað. Þáver-
andi eigandi þess var Carl Olsen, sem
margir Reykvikingar muna.
Erlingur og Brynja sögðu aðal-
ástæðuna fyrir þvi að þau hefðu keypt
gamalt hús hafa verið þá, að þau
hefðu ekki talið sig hafa tima til þess
að úthugsa húsnæði fyrir sig og
byggja hús. Þess vegna hefðu þau
tekið þvi fegins hendi að færa sér i nyt
snilli og reynslu forvera sinna i
húsinu, sem hefðu skipulagt allt
innanstokks einkar vel. Þeim hefði
komið það mjög á óvart, þegar þau
Guðmundur Finnbogasen bygg-
ingameistari byggði húsið að
Stýrimannastig fimmtán árið 1899.
Kona hans bjó siðan i þvi um tima en
næstur eigandi þess var bankastjóri,
sem Solle hét. Lengst af var húsið i
eigu L. H. Múellers og er kennt við
hann og kallað Muellershús.
Ellert Schram alþingismaður og
kona hans keyptu húsið árið 1971 af
Þorsteini Jónssyni, sem þá hafði búið
i þvi i rúman áratug. Kaupverðið var
rúmar þrjár milljónir, en húsið var i
mjög góðu ásigkomulagi og þurfti lit-
illa lagfæringa við. Þau sögðust þó
hafa þurft að dytta að þvi að utan og
mála það. Ég spurði þau, hvers
vegna þau hefðu valið gamalt hús.
— Það er ekki bara húsið, sem
máli skiptir i okkar augum, heldur
lika staðurinn. Við erum bæði Vestur-
bæingar, fædd og uppalin i Vestur-
bænum. Hann metum við ekki til fjár.
Við vorum ekki i neinum sérstökum
kauphugleiðingum, þegar við fréttum
að þetta hús væri til sölu. Við fengum
að skoða það og eigandinn gaf okkur
vilyrði um að selja okkur húsið og þá
hugsuðum við okkur ekki tvisvar um.
Þetta er vinalegt hús hefur karakter,
ef svo má segja. Okkur þykir
skemmtilegra að búa hér i gömlu
húsi, heldur en i nýju húsi i úthverfi.
fóru að skoða gömul hús, hve vel þau
væru úr garði gerð, með tilliti til þess
að þar þrifist mannlif.
Þau hjónin vildu ekkert láta uppi
um kaupverð hússins, þvi að það
hækkaði stöðugt i verði i sögum, sem
gengju milli manna.
33. TBL. VIKAN 27