Vikan

Ataaseq assigiiaat ilaat

Vikan - 16.08.1973, Qupperneq 33

Vikan - 16.08.1973, Qupperneq 33
árum eyddi hann i hugleiöingar og „endurhæfingu”, eins og hann sjálfur kallaöi þaö. Lok þessa tveggja ára timabils bar furöu snöggt aö ogkomumjög óvænt. Þaö var áriö 1969, aö David Bowie brá sér i kvik- myndahús, sem i sjálfu sér var ekkert óvenjulegt. En myndin, sem hann sá, var i hæsta máta óvenjuleg og átti eftir aö gjör- breyta öllu hans lífi. „Ariö 2001 — A Space Oddity”, hét hún, eftir kvikmyndageröarmanninn Stan- ley Kubricks. Þar segir frá geim- fara, Majór Tom, sem á leiö út i geiminn lokar fyrir allt samband viö jöröu meö þvi að taka öll fjar- skipti úr sambandi. Hann vildi eiga sina siöustu daga einn á hringsóli út I geimnum. Þessi kvikmynd haföi djúp áhrif á David Bowie og aö henni lokinni hraðaöi hann sérheimleiöisog tók þegar til viö aö semja þaö lag, sem átti eftir aö gefa honum nokkra innsýn inn i heim hinna frægu pcppara. Lagiö, sem hann samdi, hlaut nafnið Space Oddity, eftir kvikmyndinni. Þaö var gefiö út á litilli plötu og hlaut þegar vinsældir. A mánaðartima varö David Bowie að „aöalstjörnunni á dansgólfi I Mekka”, eins og hann sjálfur sagði. Hann þoldi hins vegar ekki álagið, sem frægöinni fylgdi og dró sig fljótlega i hlé aftur. Hlé, sem átti eftir aö vara I tvö ár. A þessum tveimur árum, 1969—1970, samdi hann töluvert og „reyndi að skilja sjáfan mig”, eins og hann sagði sjálfur seinna. M.a. giftist hann dóttur amerisks verkfræðings og eignaöist dóttur, sem hlaut nafnið Zowie. Og svo jafn skyndilega og hann hafði oröiö frægur fyrir Space Oddity, kom hann fram á sjónarsviðið aftur meö nýja tónlist, meö nýtt andlit. L.P. platan The Man who sold the World kom á markaö og David Bowie var dáöur, ekki aðeins sem stjarna heldur lika sem lagasmiöur. Næsta plata Bowie setti svo kórónuna á veldi hans, The Rise and Fall of Ziggy Stardust and The Spiders from Marz. Platan er eitt verk og segir soguna af Ziggy Stardust og Það hefur greinilega komið i ljós á öllum þeim hljómleikum, sem Bowie hefur haldið s.l. tvö ár, aö hann vill höfða til beggja kynja á kynferðislegan máta, — hann hefur tileinkað sér þaö, sem á enska tungu er kallað „bisexual look”. Klæönaöur hann er allur hinn sérkennilegasti, I einu oröi sagt, stórfuröulegur. Hannhefur oft einn alklæönaö, sem gengur með hverju lagi, sem hann flytur á sviöi. Þaö nýjasta er, aö hann kemur fram klæddur eins og „Tarzan kvikmyndanna”. Spilling sú, sem Bowie taldi sig sjá i Bandarikjunum, á hug hans allan og hann gerir sér fyllilega grein fyrir þvi, að hann sjálfur er á sama báti, — sama báti og þeir, sem hann syngur um á Aladdin Sane. Bowie sér Bandarikin sem hiö mikla menningarriki, land allsnægta, sem á yfir höföi sér óumflýjanlega tortimingu. 1 textum lagsins, Drive In Satur- day, sem er aö finna á Aladdin Sane, gerir hann ráð fyrir, aö „hreinsunareldurinn” hafi tekið sinn toll, og „hreinsunar- eldurinn” I hans augum er kjarn- Framhald á bls. 38 DAVID BOWIE popphljómsveitinni The Spiders from Marz, hvernig og hvar leiðin til frama lá, hátindi frægðarinnar og siöan falli hennar og endan- lega tortimingu. Þaö hefur siðar komiö I ljós, að Ziggy Stardust er sjálfur David Bowie. David Bowie hefur i allt sent frá sér sex stórar plötur. Sú nýjasta þeirra heitir Aladdin Sane. Hefur hún veriö dæmd sú lakasta af þeim öllum af erlendum gagn- rýnendum. Þó er eitt, sem öllum verkum Bowie er sameiginlegt og þaö eru góöir textar, þ.e.a.s. textar, sem einhver hugsun liggur á bak viö. Aladdin Sane er unnin eftir aö Bowie hafði lokið viö mikið hljómleikaferöalag um gjörvöll Bandarikin. Textar á Aladdin Sane lýsa þvi, sem Bowie sá i Bandarikjunum. HRAÐFERÐ... Georg Harrison er staddur I Los Angeles þessa dagana og aö- stoöar Ravi Shankar viö upptöku á nýrri L.P. plötu. Led Zeppilin var einnig I Los Angeles fyrir stuttu á hljómleikaferö og eftir- farandi samtal átti sér staö milli Harrison og rótara Led Zeppilin. Georg spuröi: „Heyröu, hverjir fara á sviðið fyrst?”. „Enginn, viö förum fyrstir”. „Oh, heyröu, hvenær er hléið?”. „Það' er ekkert hlé”. „Helv... þegar The Beatles voru á hljómleikaferða- lagi, tókum viö 25 minútna hlé og spiluðum ekki nema 15 mínútur eftir hlé”. — Já það eru breyttir tlmar. Van Morrison hefur sent frá sér nýja plötu og heitir hún „Hard Nose Highway.” Eitt lag veröur tekiö af stóru plötunni og gefiö út á litilli plötu. 1 þvi lagi syngur m.a. Jackie DéShannon meö honum. Ronnie Lane bassaleikari Faces hætti fyrir nokkru. Viö af honum hefur tekiö fyrrum bassaleikari hljómsveitarinnar Free, Tetsu Yamauchi. Lane lék siðast meö Faces i byrjun júni I London. Marc Bolan hefur gefiö út yfir- lýsingu þess efnis, aö hann muni ekki framar leika opinberlega meö T. Rex. Hann ætlar aö hafa meö sér i staöinn 10-15 hljóðfæra- leikara. Stone the Crows mun aö öllum likindum hætta störfum á næstunni. Söngkona hljóm- sveita.mnar, Maggie Bell, hefur hætt og ætlar aö reyna fyrir sér sem sólósöngkona. Einnig hefur gitarleikari hljómsveitaririnar, Jimmy McCulloch, hætt og er byrjaöur aö leika meö hljómsveit aö nafnrBlue. Strawbs, eins og hljómsveitin var skipuö, þegar „Bursting at the Seams” kom út, hefur nú hætt störfum. Þ.e.a.s. meðlimir hljómsveitarinnar hafa dreifzt nokkuö, en Strawbs mun þó starfa áfram meö þeim Dave Cousins og Dave Lambert. Þeir munu fá aöra hljóöfæraleikara i liö meö sér. John Ford, Richard Hudson og Blue Weaver hafa sem sagt yfirgefiö hljómsveitina og munu þeir Ford og Weaver stofna nýja hljómsveit, sem enn hefur ekki hlotiö nafn. 33. TBL. VIKAN 33

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.