Vikan - 16.08.1973, Qupperneq 39
krónur á mánuði. Þá voru
peningarnir ekki eins verð-
litlir og þeir eru nú og hún
þurfti , ekki að borga
foreldrum sínum neitt fyrir
að búa heima.
Fyrir sjö árum byrjaði
hún að vinna hjá US-
Agency for international
development og þar starfar
hún enn. Vinna hennar er
einkum tölfræðilegs eðlis
og hún hefur í kringum
10.000 krónur í mánaðar-
laun og það telst mjög gott.
Hún hefur líka ágæta að-
stöðu á vinnustað, sérher-
bergi sem bæði er svalt og
vistlegt. Sólin nær ekki að
skína inn til hennar og í
Saigon er það kostur að
geta útilokað sólina.
Fyrir sömu vinnu hjá
ríkinu eða félagssamtökum
fengi Anh minni laun, en
einkafyrirtæki greiða hærri
laun og einkum þau
erle'ndu. Anh vinnur
fjörutiu stundirá viku og á
frí tvo daga vikunnar. Hún
á rétt á tveimur veikinda-
stundum á viku, þ.e.a.s.
rúmum 100 stundum á ári.
Sjúkrasamlag er ekki til
staðar svo að fólk verður
sjálft að kosta læknishjálp,
ef þáð veikist.
Allar ógiftar vinkonur
Anh vinna úti, líka þær sem
eiga efnaða foreldra.
Stúlkur og piltar hafa
nokkurn veginn sömu tæki-
færi til þess að fá atvinnu
og fá yfirleitt sömu
byrjunarlaun. En piltareru
fljótari að vinna sig upp.
Sjaldgæft er að konur séu í
hálaunaflokkum.
— Ef ég gifti mig, er ég
ákveðin í að halda áfram
að vinna. Lika þó að ég
giftist ríkum manni, segir
Anh. — Það er ekkert sem
mælirá móti því, að mæður
stundi aðra vinnu. Ég vil
taka þátt i því að afla fjár
til heimilisins. Ég kæri mig
ekki um að vera háð nein-
um f járhagslega. Peningar
eru ekki hamingja í sjálf-
um sér, en þeir eru nauð-
synlegir til þess að lifa.
Ef ég eignast barn,
borga ég barnfóstru
4000 - 6000 piasta á mánuði
(680 - 1020 krónur) auk
fæðis og húsnæðis.
Anh er ákveðin í að vera
vel stæð efnalega og laun
hennar myndu auðveldlega
nægja henni til þess að
standa á eigin fótum.
Skattarnir eru ekki nema
rúmar500 krónur á mánuði
svo að hún þarf ekki að
hafa áhyggjur af þeim.
Anh leggur 3000 krónur á
mánuði inn í banka, því að
hún ætlar að safna sér fyrir
bíl. Hún borgar ekki bein-
línis til heimilishaldsins en
gefur móður sinni og
systrum ríkulegar gjafir.
Hún hefur líka dálæti á því
að ganga vel til fara.
Allan tímann, sem
Ngienf jölskyldan hefur
búið í Saigon, hefur hún
búið í sama húsinu í Gia
Dinhhverfinu. Húsiðerein-
lyft og i kringum það er
lítill garður. Húsið er lítið
en smekklega búið hús-
gögnum.
Heimiliðer mjög vistlegt.
En Gia Dinh varð illa fyrir
barðinu á styrjöldinni. Var-
hugavert gat verið að fara
þarum veginn. Anh ferðast
á Hondu eins og svo margir
aðrir í Saigon og hún reynir
alltaf að vera komin heim
fyrir myrkur.
Anh býr með fjölskyldu
sinni, móðurinni sem er
ekkja, og tveimur yngri
systrum. Ein systirin er gift
og býr út af fyrir sig. Það er
þóekki algengt að ung hjón
búi ein í Víetnam. Anh
segist ætla að gera það líka,
ef hún gifti sig.
Samheldnin er mikil hjá
ættingjunum sem búa í
Saigon. Auk f jölskyldu Anh
eru þar tvær aðrar Ngien-
fjölskyldur, sem til samans
eiga níu börn. Ollum
helgum eyða þau saman.
Þau rífastaldrei eða þræta.
Samheldnin er algjör. Þau
borða hvert hjá öðru og á
sunnudögum fara þau
saman á ströndina. Saigon-
búar hafa aðgang að
frábærri baðströnd í aðeins
tíu mílna fjarlægð.
Anh gefur sér lika tíma til
þess að umgangast vini
sína og sinna hugðarefnum
sínum. Hún fer oft að synda
í sundlaug, sem er nærri
heimili hennar. Á laugar-
dagsmorgnum fer hún
gjarnan í bíó milli klukkan
9 og 11. Hún vill helzt sjá
kvikmyndir frá Vestur-
löndum eða þá kínverskar
myndir. Þær eru mjög
vinsælar í Víetnam, þó að
fæstir Víetnamar skilji kin-
versku. Það bjargast með
því að setja annamitiskan
texta inn á myndirnar. Anh
dáir Elizabeth Taylor og
Hitchcock framar öðrum.
Hún hefur líka séð myndir
Ingmars Bergman og þykir
þær merkilegar. Enn sem
komið er, er ekki um
auðugan garð að gresja í
víetnamskri kvikmynda-
gerð.
i frístundum safnar Anh
líka frímerkjum og horfir á
sjónvarp. Á meðan The
American forces TV
starfaði, horfði hún
gjarnan á það, en nú hefur
það hætt útsendingum. Anh
les líka mikið og gjarnan á
ensku til þess að halda við
málinu. Hún hefur gaman
af tónlist og hlustar
gjarnan á Chopin,
Beethoven og Tjajkovski,
en metur nútíma danstón-
list lítils. Hún hefur að
undanförnu verið að læra
að spila á 16 strengja gitar,
sem er mjög vinsælt hljóð-
færi í Víetnam.
Anh saumar mest af föt-
um sínum sjálf. Á skrif-
stofunni er hún alltaf í ao
dai, því að henni þykir það
þægilegast. Hún og systur
hennar ganga í galla-
buxum og peysum heima,
en móðir þeirra er í þunn-
um „náttfötum". Hún
velur sér nær eingöngu
svartan og hvítan klæðnað,
því að þeir litir hæfa bezt
aldri hennar.
Ætli Anh fari á dansleiki?
Aldrei. í fyrsta lagi þykir
henni ekki ggman að
nútíma dansi og í öðru lagi
þykir henni tímarnir að
undanförnu ekki hafa hæft
dansi. Hún hefur einstaka
sinnum farið á nætur-
klúbba, en ekki þótt það
nein sérstök skemmtun.
Anh á þá ósk heitasta, að
varanlegur friður komist á
í landinu. Þá getur fjöl-
skyldan farið til Hanoi og
hittættingja sína þar. Eins
og á stendur er ekkert sam-
band mögulegt. Allt sem
Anh veit er að ættingjar
hennar í Hanoi lifa.
Anh gerir sér líka vonir
um að fá nýja, betri og um-
fram allt, öruggari at-
vinnu. Ekki vegna þess að
hún vilji ekki halda nú-
verandi starfi sínu áfram,
heldur af því að hún
reiknarekki með, að fyrir-
tækið fái þrifizt í fram-
tíðinni. Líklega verður það
lagt niður um leið og
Bandaríkjamenn fara burt
úr landinu.
Vissulega langar hana
líka til að giftast. Þó heldur
hún að hamingjan felist
ekki í hjónabandinu.
'Hamingjuna ber maður
sjálfur í hjartanu. Hún
vonar að hún eignist mann,
sem hún getur borið
virðingu fyrir og hún kann
þeirri hugsun ekki iila, að
móðir hennar velji hann
handa sér, rétt eins og
tíðkast hefur í aldaraðir í
ættinni. Hún hefur ekki
beina trú á stjörnuspám, en
hefur gaman af að fylgjast
með þeim. Hún vill þó ekki,
að móðir hennar fái
stjörnuspámann í lið með
sérvið að velja henni eigin-
mann.
— En ég verð að fá tíma
til þessað kynnast verðandi
manninum mínum, hitta
hann og komast að raun um
hvaða tilfinningar ég beri
til hans. Svo ákveð ég sjálf
hvort ég vil giftast honum.
Allirá heimilinu ráðfæra
sig við móðurina og hlýða
henni. En Anh hlýðir ekki
hugsunarlaust. Hún ræðir
málin við móður sína og
tekst oft að sannfæra hana
um að sitthvað megi betur
fara.
Virðingin fyrir foreldrun-
um, fyrir eldri kynslóðinni,
blasir hvarvetna við í
Víetnam. Þó hefur losnað
um yfirTáð foreldranna á
seinni árum og unga fólkið
er orðið sjálfstæðara en
áður gerðist.
Anh naut mikils ástríkis í
bernsku en henni var jafn-
framt kennt að bera
ótvíræða virðingu fyrir
foreldrum sínum og þá
einkum föðurnum. Hann
var höfuð fjölskyldunnar,
við hann talaði enginn sem
jafningja sinn. Allir litu
upp til hans.
Anh hefur meira sam-
band við móður sína, þó að
hún trúi henni ekki fyrir
öllu. Einu sinni varð Anh
alvarlega ástfangin og
móðirin fékk ekki að vita
neitt um það, enda varð
engin trúlofun úr því sam-
bandi.
— Kannskevarég ekkert
yfir mig hrifin af honum.
33. TBL. VIKAN 39