Vikan

Tölublað

Vikan - 29.11.1973, Blaðsíða 5

Vikan - 29.11.1973, Blaðsíða 5
1 ALVEG I STEIK Kæri póstur! Þakka þér fyrir allt gamalt og gott. Ég ætla aö bíöja þig aö leysa eitt vandamál fyrir mig. Ég er fjórtán ára og hef aldrei verið með strák. Svo loksins hitti ég einn i Tónabæ, sem er 16 ára. Það varð ást við fyrstu sýn. Hann á heima uppi i Breiðholti, en ég á Asvallagötunni. Svo kemur það upp úr kafinu, þegar skólinn byrjar, aö ég má vera svo stutt úti. Og mamma er svo hliöholl öllum reglum, að hún neitar aö leyfa mér að fara út nema þriðja hvert kvöld. En ég get ekki séö af honum, og ég skriö niður sval- irnar hjá mér til að komast út, eða lýg, að ég sé að fara að passa meö vinkonu minni, x að nafni. Svo eitt kvöld, þegar ég var farin út, þá hringir x og spyr eftir mér. Þá var ég búin að segja mömmu, að ég væri að fara til x. mamma varö æf og lét pabba fara að leita að mér, hann sá mig fara upp i leið 12 og sagði mömmu það. Hún varð alveg geggjuð og fór á blindfylleri. A ég að halda áfram að koma heim á kvöldin i brjálaö pleis og hætta með stráknum? Eða halda áfram með stráknum og ekki hlusta á mömmu? Kæri Póstur, ég er alveg i steik, ég vona, að þú birtir bréfið og látir það ekki lenda i rusla- körfunni. Hvernig finnst þér skriftin og stafsetningin? Hvað lestu 'úr skriftinni? Hvar á Alice Cooper heima? Þú mátt breyta orðunum steik, geggjuð o.s.frv. Bless, ei'n i vanda Auðvitað áttu að hlusta á mömmu þina, þú ert nú bara fjórtán ára, Ijúfan. En mamma þin á lfka að hlusta á þig, og þið eigið að geta komizt að sam- komulagi. Ef strákurinn þinn hefur raunverulega áhuga á sam- bandi við þig, þá ætti hann að geta virt þær reglur, sem þú og for- eldrar þinir verða sammála um. Hvernig væri, að þið hittust stundum heima hjá þér? En forðastu að Ijúga og stelast út, það veldur þér bara samvizkubiti og spillir góðu hugarfari. Skriftin er ærið flaustursleg, en staf- setningin er I góðu lagi, nema þú ert of örlát á stóra stafi, sbr. blindfylleri, sem’þú skreytir með stóru b, og fleira I þeim dúr. Skriftin gefur til kynna ákefð og óþolinmæði. Ég veit ekki einu sinni, hver Alice Cooper er, hvað þá hvar hann á heima. SJOKRAÞJALFUN Kæri Póstur! Ég ætla að byrja á þvi afi þakka ,þér sérstaklega fyrir allar sögur i blaðinu, sérstaklega „1 jeit aö sparigris” og „Irskt blóð”. Ég vona að þú, kæri Póstúr, getir hjálpaö mér. Mig langar mikið til að læra nudd og sjúkraþjálfun, og þvi langar mig að biðja þig, kæri Póstur, að svara nokkrum spurningum, ef þú getur. 1. Hvað verður maður að vera gamall? 2. Hvað er þetta langt nám? 3. Er það sama nám, nudd og sjúkraþjálfun, eða þarf maður að taka t.d. nudd fyrst og svo sjúkra- þjálfun eða öfugt? 4. Hvar er hægt að læra þetta, og hvar er hægt að fá upplýs- ingar? 5. Hvenær er hægt að sækja um námið, og hvað kostar það? Þá er þetta búiö, ég vona, aö þú getir leyst úr þessu fyrir mig, þ.e.a.s. ef þetta lendir ekki i ruslakörfunni. Hvernig er skriftin, og hvað lestu úr henni? Hvernig eiga krabbinn (stelpa) og tvibura- merkið (strákur) saman, en krabbi og krabbi? Meö fyrirfram þökk, ein með mikinn áhuga Það væri nú óverjandi að eftir- láta'ruslakörfunni svona bréf, þar sem maður er ávarpaður kæri Póstur þrisvar sinnum I örfáum linum. Varðandi nám i sjúkra- þjálfun og nuddi skaltu snúa þér beint til Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra, sem getur veitt þér allar upplýsingar og hefur m.a. styrkt fólk til þessa náms gegn þvi að það starfi á vegum félagsins vissan tima að námi loknu. Nudd er ein grein sjúkra- þjálfunar. Nám i sjúkraþjálfun tekur annars þrjú ár, og það er ekki hægt að stunda hérlendis. Nauðsynleg undirbún in gs - menntun er stúdentspróf, og flestir. íslenzkir sjúkraþjálfarar hafa numið a einhvefju Norður- landanna. Skriftin er greinileg og gefur til kynna hæglæti og gætni. Sam- band krabba og tvibura getur orðið spennandi, og tveimur kröbbum er spáð ennþá betur. BRENNANDI ÁSTARÞRÁ er eftir BODIL FORSBERG höfund bókanna Ég elska að- eins þig, Vald óstarinnar, Hróp hjartans, Ást og ótti. Hrífandi og spennandi bók um óstir og örlagabaróttu. Francis Clifford Æðisoenginn ÆÐISGENGINN FLÓTTI er enn ein snilld- arbókin eftir FRANCIS CLIFFORD, höf- und metsölubókanna Njósnari á yztu nöf, Njósnari í neyð, í eldlínunni. Franc- is Clifford hlaut 1. verðlaun Crime Wrít- ers’ Association 1969. HÖRPUÚTGÁFAN 48. TBL. VIKAN 5

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.