Vikan - 29.11.1973, Blaðsíða 11
*
1
3. Sviösmynd úr finnska leikritinu
„Bræöurnir sjö”, sem hefur veriö
sýnt ineöal annars 1 Central-
leikhúsinu i Osló og i Finnlandi.
4. Nemandi Elisabeth Gording
leggur alla sál sina i hlutverk
franska málarans Toulouse-
Lautrec.
1. Elisabeth Gording, fyrrverandi
leikkona og eldsálin í starfsemi
Barna- og unglingaleikhússins i
Osló, undanfarin 16 ár.
Bælið látbragðs-
gleðina ekki niðri.
— Hvert einasta barn ætti,
hvað sem öllum aöstæðum liður,
að fá að þroska með sér litla eða
mikla hæfileika sina til látbragðs-
leiks. Það verður að gerast, áður
en búið er að kæfa þennan visi,
segir Elisabeth Gording. Yngstu
börnin hjá henni eru fimm. ára.
Hún vinnur sleitulaust að þvi að
þau fái útrás fyrir imyndunarafl
sitt og ánægjuna af þvi aö hreyfa
likama sinn. Um helgar annast
hún þolinmóð Elisabeth litlu, sem
dansar eftir plötum ömmu sinnar
heima i stofunni hjá henni.
— Leikistarkennsla er ótrúlega
vitt hugtak. Hún er ekki bara
námsgrein, eins og flestir vilja
flokka hana. Minnstu börnin
byrja á takthreyfingum, frjálsum
dansi og einföldum verkefnum,
sem örva imyndunarafliö, eins og
til dæmis að vera fólk i góðu eða
slæmu skapi. Smám saman eftir
þvi, sem nemendurnir eldast, fá
þeir þjálfun i látbragðsleik,
hreyfingum spuna (improvisat-
ion), talæfingum og öðru þvi, sem
á þarf að halda til þess að geta
leikið hlutverk eða lesið kvæði.
Likamleg þjálfun er ekkert tak--
mark i sjálfu sér. En leikhús-
æfingar krefjast þess, að sá sem
við þær fæst, ráöi yfir líkama
sinum. Dans er mikilvægur hluti
æfinganna. Um leið og likaminn
er þjálfaður, fær nemandinn eyra
fyrir hljóöfalli. Það er stór-
skemmtilegt að sjá minnstu nem-
endurna hreyfa sig eftir danstón-
list. Dansinn ætti að gera að
skyldunámsgrein i skólum og þá
sem grundvöll leikfimikennslu.
Fleira þarf að athuga i Barna-
leikhúsinu. Þar er ekkert, sem er
„rétt’ og ekkert, sem er „rangt”,.
Orðið ,, snjall” er heldur ekki
notað um nemendur, þó að þeir
standi sig vel. Mikilvægast er, að
hver einstaklingur leysi verk-
efnin á sinn persónulega hátt og
segi það sem honum kemur i hug i
spunanum.
Sígildar bókmenntir eru
notaðar.
Eldri nemendur fá meiri háttar
verkefni að fást viö. Elisabeth
Gording leggur ftiikla vinnu i aö
útvega efni. Hún veigrar sér ekki
við þvi aö leita i sigildar enskar,
þýzkar og franskar bókmenntir,
þýða þær og vinna úr þeim.
Siðastliðiö vor fór til dæmis elzti
hópurinn úr Barnaleikhúsinu I
leikferð til Finnlands með
„Bræöurna sjö", sem er eitt
frægasta verk finnskra bók-
mennta.
— Ég vildi óska, að norskir rit-
höfundar skrifuðu meira fyrir
_börn, segir Elisabeth. Þeim yrði
án efa vel tekiö. Börn kunna að
meta gott efni.
— Við höfum lika reynt aö
tengja saman leikhúsið og
málaralistina. Eftir heimsókn i
Munchsafnið sömdu börnin sjálf
leikrit, sem þau kölluðu „Veiku
stúlkuna”.
Barna- og unglingaleikhúsið i
Osló er vin fagurrar sameiningar
leiks og alvöru og það skortir ekki
verkefni.
— Þetta er ekki eins og skólinn,
segir einn nemendanna. Skólinn
byggist allur á kennisetningum,
sem drepa algerlega niður alla
skapandi hæfileika. Það er ekki
hægt að ætlast til þess að viö, sem
sitjum allan daginn og glápum á
svarta skólatöflu, getum tjáö
okkur frjálst og hömlulaust eftir
nokkrar kennslustundir. Jafnvel,
þó að skipulagöir séu leiklistar-
timar utan skólatima, skin alltaf i
„kennarann” i gegnum þá og viö
erum hrædd um að við heimskum
okkur i nærveru hans.
— Af fjárhagslegum orsökum
eru allt of fá áhugaleikhús starf-
andi, segir frú Gording. Við
viljum gjarnan ná til skólanna.
Hins vegar er ég ekki viss um að
rétt sé að leiklistarkennsla eigi að
hefjast i skólunum sjálfum.
Margir nemendur myndu lita á
það sem eina kvöð til viðbótar.
Barnaleikhús þarfnast
hæfra stjórnenda.
— Undir öllum kringum-
stæðum, i eða utan skólans, verða
að vera hæfir stjórnendur. Við
leikarar fyllumst efasemdum,
þegar við heyrum um kennara-
námskeið i leiklist, þar sem
kennararnir eru ekki einu sinnt
leikarar. Það er ekki nóg aö hafa
áhuga á vinnunni. Leikurinn
hefur sinar leikreglur og þær
verður stjórnandinn að kunna.
Leikhús eru ekki einföld i sniöum.
Auk góðs skilnings og mikillar
þjálfunar, krefjast þau hæfileika
og imynaunarafls. Það er
óskiljanlegt, að valdhafar skuli
ekki gera sér ljóst, að barnaleik-
hús þurfa á kunnáttufólki að
halda. Tungumálakennarar i
unglingaskólum hafa margra ára
menntun aö baki. Undirstöðu-
menntunar er ekki siður þörf til
leiklistar eða látbragösleik-
kennslu.
Góöir leikhúsáhorfendur.
Það er kvartað undan þvi að
fólk sæki leikhúsin ekki nægi-
lega mikið og leikhúsgestir
fylgist ekki nægilega vel meö þvi,
sem er að gerast i leikhúsinu. Við
þurfum lifandi áhorfendur, sem
tengt gætu svið og sal. Leikar-
arnir tala óskiljanlegt mál.
Hvaöan á áhuginn að koma, ef
enginn veröur til þess aö vekja
hann"?
Leikhússkilningur og hæfi-
leikar til aö skilja og njóta þess,
sem fram fer á sviöinu, verður aö
rækta meö fólki frá blautu barns-
beini. Allt of margt yngra fólk
hefur ranga hugmynd um
leikarastéttina og hvað þaö hljóti
að vera dásamlegt að standa á
leiksviði og njóta aðdáunar f jölda
fólks.
Langflestir gera sér þess enga
grein hve mikil vinna liggur að
baki hverrar leiksýningar. Nokk-
urra ára nám hjá Elisabeth Gord-
ing skapar viröingu fyrir leikhús-
inu og kennir að meta góða leik-
list.
48. TBL. VIKAN 11