Vikan

Tölublað

Vikan - 29.11.1973, Blaðsíða 28

Vikan - 29.11.1973, Blaðsíða 28
Iinetukökur 1 egg 100 gr. sykur 100 gr. saxaðar hnetur 1 msk. bráðið smjör Heilir hnetukjarnar sem skreyt- ing. Þeytið létt i nokkrum handtök- um eggin og sykurinn. Bætið hnetunum saman við ásamt smjörinu. Setjið siðan á vel smurða plötu ca. 2 tsk. i hverja köku og þrýstið hnetukjarna nið- ur i hverja köku. Bakið við 200 gráður þar til kökurnar hafa fengið á sig lit (6-7 minútur) Ef þær eru of lengi i ofninum verða þær þurrar. Losið þær gætilega. Ca. 20 stk. Kúrennukaka með anis 200 gr. smjörliki eða smjör 2 dl. sykur 3 egg 3 dl. hveiti 1 dl. kartöflumjöl 1 tsk. lyftiduft 1 dl. kúrennur 1 tsk. steyttur anis Sykur og smjörlfkið hrært ljóst. Eggin sett úti eitt i senn. Siðan er þvi sem eftir er blandað saman við. Sett i form sem tekur ca. 1 1/2 ltr. og bakið við 175 gráður i 50-60 minútur. Hunangslaus hunangskaka 1 Hollandi og Englandi er þessi kaka gjarnan borin fram á morg- unverðarborði, og er notuð til þess að vera sem fylling milli máltiða, þar sem hún er eiginlega hvorki kaka né brauð. Nafnið á henni er komið frá þvi að áður fyrr var notað i hana hunang. •2 dl. sykur (gjarnan dökkur púð- ursykur) 2 dl. sýróp 3/4 ltr. hveiti 1/2 ltr. rúgmjöl 1 1/2 tsk. matarsódi 1 tsk. engifer 1 tsk. negull 1 tsk. kanell 1/2 ltr. mjólk eða undanrenna 4 msk appelsinumarmelaði Blandið saman sykri og sýrópi. Blandið saman við mjölið krydd- inu, og matarsódanum og hrærið til skiptis saman við ásamt mjólkinni. Blandið að siðustu appelsinumarmelaðinu i og hellið i 2 aflöng smurð form sem gott er að strá að innan með brauð- mylsnu. Bakið við 200 gráður i ca. 35 minútur. Þegar kökurnar eru bakaðar er þeim pakkað inn i diskaþurrkur og látnar biða til næsta dags. Þær geta siðan geymst mánuðum saman i brauð- kassa (eða kökukassa) Sitrónukrans með kókosmjöli 3 egg 3 dl. sykur 100 gr. bráðið smjör eða smjör- liki 4 dl. hveiti 2 tsk. lyftiduft Pressaður safi úr 1 appelsinu, 1/2 grapealdini, og l/2sitrónu alls 2 dl. Kókosmjöl sett innan i formið. Þeytið egg og sykur ljóst og létt. Bráðnu smjörlfkinu bætt i á- samt hveitinu, sem i er blandað lyftiduftinu og að siðustu er saf- anum bætt i. Bakið i hringformi, vel smurðu og það er stráð að inn- am með kókosmjöli. Bakið við 175 gráður i ca. 1 klst. Rósettur 300 gr. smjör eða smjörliki 200 gr. sykur (ca 2 1/2 dl) 2 egg 425 gr. hveiti (6-7 dl) Penslun og skreyting: Eggjahvita perlusykur saxaðar möndlur ''* ' * Hrærið smjörið mjúkt og bætið sykri saman við og egg, eitt i senn. Hveitið sett saman við og haldið aðeins eftir af hveitinu. Hnoðið saman og látið biða um stund á köldum stað. Fletjið út og skerið út kökur með óliku lagi. Penslið með eggjahvitu og dýfið i perlusykur, sem blandaður er með möndlum. Bakið við 175 gráður i ca. 10 minútur VaniIIukubbar 425 gr. smjör 650 gr. hveiti (10-12 dl.) 2 tsk. vanillusykur 1 tsk. lyftiduft 2 eggjarauður Sáldrið saman hveiti, lyftidufti og vanillusykri á borðið, en haldið eftir af hveitinu. Smjörið mulið saman við og hnoðið saman með eggjarauðunum. Rúllið út i lengj- ur, af þeirri þykkt sem þér viljið hafa kubbana. Skerið i bita og veltið uppúr sykri og bakið á vel smurðri plötu við ca. 200 gráður. Deigið má gjarnan biða nokkra tima áður en það er bakað. Hamborgarbrauð 450 gr. hveiti 250 gr. sykur 1/2 tsk. hjartarsalt 300 gr. smjör eða smjörliki 75 gr. kúrennur J75 gr. möndlur Penslun og skreyting Egg og saxaðar möndiur Setjið öll þurrefnin á borðið. Smjörlikið mulið saman við og hnoðið saman deig sem siðan er skipt i 6hluta. Rúllið hvern hluta i fingurþykkar lengjur, sem settar eru á smurða plötu. Fletjið siðan lengjurnar létt út með fingrunum og penslið með eggi og stráið möndlunum yfir. Bakið við 200 gráður. Skerið siðan niður i bita meðan þær enn eru heitar. 28 VIKAN 48. TBL.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.