Vikan

Tölublað

Vikan - 29.11.1973, Blaðsíða 7

Vikan - 29.11.1973, Blaðsíða 7
Snowdon er óspar á aðstoð og góðar ráðlcgginar, þegar börnin i brezku konungs- fjölskyldunni spreyta sig á myndatöku. Hann nýtur mikilla vinsælda þeirra á meðal, ekki aðcins hjá eigin börnum, heldur er hann uppáhaldsfrændinn i fjölskyldunni. Snowdon er sjálfur vinsælt myndaefni, og hér er ein, sem féll i kramið hjá mörgum. Margrét getur ekki beinlinis talizt glæsileg i þessum búningi, og orðið Loneliness, cin- manaleiki, á skyrtu eiginmannsins, gaf tilcfni til mikilla bollalegginga ritstjóra nokkurs. „Hérna skrifaðu niður þetta simanúmer fyrir mig,” og rétti honum penna, „Flýttu þér, mér liggur á.” Þegar rit- stjórinn beitti pennanum, fékk hann stuð úr honum. Snowdon tekur öll sin verkefni mjög alvarlega og undirbýr sig af kostgæfni. — Ég vil vera inni i þvi, sem ég tek að mér, segir hann. Það koma raunar góðir dagar, þegar upp i hendurnar koma verkefni, sem maður gjörþekkir. Og svo koma slæmu dagarnir, þegar maður verður bara að treysta á tækn- ina. Og einhvern veginn finnst mér ég aldrei vera á réttum stað á réttum tima. Snowdon vill helzt koma einhverjum boð- skap til skila i myndum sinum. — Það er mjög auðvelt að taka fallegar myndir og fá lof fyrir, segir hann. En það er ekki mergur- irtn málsins. Ég vil gjarna geta bent á ýmis- legt, sem aflaga fer i þjóðfélaginu og vekja fólk til umhugsunar um það. En ég mundi aldrei gera slikar myndir utan mins eigin lands. Það lýsir aðeins ruddaskap og hroka leita að göllum i öðrum þjóðfélögum.Sem skattborgari hef ég hins vegar fyllsta rétt til þess að benda á gallana i minu eigin þjóð- félagi. Meðal verkefna af þessu tagi, sem hann hefur tekið fyrir, eru myndaseriur um grimmd gagnvart börnum, um geðveiki, um ellina og fleira. öðru hverju tekur Snowdon sér algjört fri frá ljósmyndun til þess að sinna öðrum verk- efnum. Siðasta verkefni hans var hönnun hjólastóls fyrir vin sinn. — Mér finnst ég verða að breyta til stöku sinnum, vinna að einhverju gjöróliku. Það er nauðsynlegt að hvila sig öðru hverju á svona erfiðu starfi, þó svo maður hafi mikinn áhuga á þvi. Hann veltir mikið fyrir sér þeirri siðferðis- '.iegu ábyrgð, sem blaðamennskunni fylgir. Hann fyrirlitur þá lygi og blekkingar, sem henni eru svo oft samfara. Og honum er sér- staklega illa við óábyrga gagnrýni. Hans skoðun er, að fólki eigi ekki að leyfast að gagnrýna eitt eða annað, án þess að færa vel grundvallaðar ástæður fyrir þvi. Sjálfsgagn- rýni hans er lika afar hörð. — Það er alltaf eitthvað að hjá mér. Ef ég tæki einhvern tima ljósmynd, sem ég yrði ánægður með, þá mundi ég hætta. En.það er alltaf eitthvað að, augnablikið, uppstillingin, liturinn, alltaf eitthvað að. Fyrir mér er ljósmýndin dauð, aður en ég sé hana. Eina skiptið, sem ég get notið ljósmyndar, er áður en ég tek hana. Þegar ég er buinn að smella af, er ánægjan búin. Það er hægt að blekkja aðra, en ekki sjálfan sig. Undanfarin ár hefur Snowdon snúið áhuga sinum töluvert að kvikmyndun fyrir sjón- varp. Sú fyrsta, sem hann gerði, hét Don’t Counl The Candles og var upphaflega gerð fyrir ameriskt sjónvarp. Hún fjallaði um ellina vakti athygli og jafnvel deilur, þegar hún var sýnd hjá BBC. En myndin fékk St. George verðlaunin á kvikmyndahátið i Feneyjum og siðar einnig i Prag. önnur kvikmynd hans hét Love Of A Kind og f jallaði um einmanaleik og vináttu við dýr i þvi sambandi. Og enn eina mynd hefur hann gert, Born To Be Small, sem fjallar, eins og nafnið bendir til, um fólk af takmarkaðri stærð, eins og hann orðar það sjálfur. Og þó Amerikanar virðist miklir aðdáendur Snow- dons, hafa þeir enn ekki treystsér til að sýna þessa mynd, telja hana of neikvæða. Þó áskotnaðist lávarðinum verðlaun fyrir þessa kvikmynd i Chicago, og allt i allt hefur hann hlotið átta verðlaun fyrir myndir sinar. Það er erfitt að segja ákveðið til um það, hvers Snowdon nýtur mest i lifinu. — Maður verður að lifa eftir sannfæringu sinni, segir hann. Maður verður að gera það, sem maður getur og hafa ánægju af þvi. Það gerist margt skelfilegt i henni veröld, en e.t.v. er hryggilegast af öllu, hve margir starfa allt sitt lif að einhverju, sem þeir hafa beinlinis andúð á. Þegar þeir hætta störfum i ellinni, fá þeir gullúr, þeir eiga kannski garðholu að dunda i, og ef þeir eiga einhverja peninga, fara þeir i ferðalag með konunni sinni, sem eru orðin of gömul til þess að njóta. — Ég nýt hvers andartaks, sem ég lifi. Ég er oft kviðinn, en ég nýt alltaf þess, sem ég geri, hvort sem það er eitthvert erfitt verk- efni eða langdregin veizla. Það er nauð- synlegt að hafa rétta afstöðu til lifsins. — Ég er ekki hrifinn af löngum frium. Ég vil gjarna eyða tiu daga sumarfrii með börnunum, en endilega ekki liggjandi á ströndinni . Ég kenni þeim á sjóskiðum, og við stundum sjóskiði af kappi i tiu daga, og svo sný ég aftur til vinnu minnar. — Ég býst við, að ég sé hálfgerður ævin- týramaður, og það er ekki hægt aö steypa manneskjyna i annað mót en henni var upphaflega ætlað. Færi ég að hegða mér öðru visi en mér er eiginlegt, þá væri það óheiðar- legt gagnvart öllu og öllum. Og lokaorð hans um ljósmyndun: — Ljósmyndir hafa ekkert gildi. Þær eiga heima i dagblöðum og timaritum, og ef fólk vill endiléga geyma þær, á það að festa þær upp á vegg og ekkert að burðast með viröingu gagnvart þeim. Það særir mig ekki hót að sjá myndir minar i umbúðum utan um fisk. í _ 48. TBL. VIKAN 7

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.