Vikan

Tölublað

Vikan - 29.11.1973, Blaðsíða 41

Vikan - 29.11.1973, Blaðsíða 41
— Elskabi ég þig? — Það leit þannig út. Hann horfði upp i loftið. Var hann lika að telja götin i loftplötunum, til að missa ekki þolinmæðina? Hún fann,aðhann óskhðiþess innilega að sleppa út úr herberginu, sleppa við að grafa upp eitt- hvað,sem hún vildi heyra og hann óskaði helzt að gleyma. — Var ég ...mjög tauga- veikluð... um þær mundir? — Þú varst liklega óvenju- lega viökvæm. Þegar ég þurfti að fara til Vietnam, varstu bæði leið og æst, en það var ósköp eölilegt. Þaö var lika erfitt að fara frá þér. Laurel. Voru einhver ný svipbrígði i augum hans? Eitthvað sem jaðraði við viðkvæmni? Það kom liklega vegna þess, að hann hugsaði til þeirrar Laurel, sem hann kvæntist... — Ég var rétt kominn þangað, þegar þú skrifaðir mér og sagðir að þú værir barnshafandi, hélt hann áfram. — Þaö var enga gleði að finna i bréfunum þinum, þú varst aðeins einmana og óróleg. fcar sem sambandiö milli þin og foreldra þinna var ekki upp á það bezta, eftir aö viö giftum okkur, þá skrifaöi ég Janet, og baö hana að hafa hönd i bagga með þér. Ég veit ekki, hvort hún gerði það. Bréfin þin hættu að koma, — póst- samgöngurnar voru heldur ekki upp á að bezta. Ég var miður min af áhyggjum þin vegna., Laurel. Svo kom bréf frá Rauða kross- inum, þar sem spurt var hvað ætti að gera við Jimmy. Ég lét þá hafa heimilsfang foreldra þinna, og svo skrifaði ég til sjúkrahússins. Eg fékk svar og þar var mér sagt, að ein hjúkrunarkonan hefði séð' þig yfkrgefa sjúkrahúsið. Enginn vissi hvert þú heföir fariö. Þegar ég kom heim, var mér sagt, að þú heföir orðiö ástfangin af öðrum manni. Aö þú heföir yfirgefið okkur Jimmy þess vegna. Rödd hans var bitur, en I augum hans var spurning. Með sjálfri sér vissi hún, að hún hefði aldrei hagaö sér þannig. Hún hefði aldrei getað yfirgefið nýfætt barnið sitt, vegna annars manns. Hún óskpði þess svo innilega,áð hún gæti sannfært hann um það. En hún gat ekki fært rök fyrir máli sinu. — Ég skil vel, að þú hafir hatað mig. En Michael, heldurðu að þetta geti verið satt? Hver... — Og eftir tvö ár, þá hringir þú til mín, frá gistihúsi i Phoenix. Já, það var hin horfna eiginkona min, sem hringdi! Þú getur kannski Imyndað þér, hvernig mér varö við. En nú verð ég að fara Laurel. Hann fór áður en hún gat áttað sig á þessu. Hún haföi varla heyrt siðustu orðin. Michael, þetta var ekki mér að kenna, þaö var enginn annar.... Öllu var lokið fyrir mér, þú varst.... Þú varst dáinn, hafði hún hugsað sér aö segja. Hún hrökk við. Hvað var það sem kom henni til að hugsa þetta, vilja segja honum þetta? Hvernig haföi þessi fjarstæöa hugsun komið upp i huga hennar? En örstutta stund hafði henni fundizt þetta vera sannleikurinn. Þetta var undar- legt, hvaðan kom henni þessi hugsun? Var þá einhver skyring, eitthvaö sem gerði þetta fram- ferði hennar sennilegt? Hún sat grafkyrr, þar sem hann haföi skilið við hana, langa hrið. En óljóst fannst henni, að þetta væri merki þess, að eitthvað væri fariö að rofa til í huga hennar. Þegar hjúkrunarkonan kom og sagöi að kominn væri háttatími, háttaði hún, tók inn svefn- töflurnar og ákvað aö horfa um stund á sjónvarpið, það gæti kannski skýrt hugsun hennar. Hún haföi alltof lengi verið inni- lokuö og ekki fylgzt með fréttum eöa neinu, sem fram fór utan sjúkrahússins. Stúdentar voru meö uppsteyt fyrir utan háskólann I Tempe. Mikið magn eiturlyfja hafði veriö gert upptækt á landamærum Mexiko. Ferðamenn og hippar £íírij);»»r*rjr*.r!?iíi,írir»7í.7inJ*v--e.*—'ÍAi"?:!")*; Verötryggö LÍFTRVGGING er hagkvæm og ódýr Til þess aö heimilisfeður geti talizt vel tryggðir, er nauðsynlegt, aö þeir séu liftryggóir fyrir upphæö, sem nemur tveim til þrem árslaunum þeirra. Með þvi móti geta nánustu vandamenn hins tryggða m.a. staöið vió ýmsar fjárhagslegar skuldbindingar sinar. Nú er flestum kleift að liftryggja sig, þarsem Liftryggingafélagið Andvaka hefur nýlega lækkað iðgjöld á hinni hagkvæmu "Verðtryggðu liftryggingu". i Jpnnt ;< ;imí\ii:i .v< jio ANDVAKA Ármúla 3, sími 38500 Leitið upplýsinga hjá Aöalskrifstofu eða næsta umboðsmanni. Vatnsbera- merkiö Vogar- merkið 24. sept. — 22. okt. Maöur þér ókunnugur mun hafa bein áhrif á happasælan árangur einhvers, sem þú tekst á hendur. Þessi maöur gæti oröið náinn vinur þinn og ómetanlegur, svo framarlega sem þú lætur vera að öfunda hann vegna velgengni hans og skyndilegs frama. Dreka- merkið 24. okt. — 22. nóv. Þú átt við nokkra örðugleika aö etja. Persóna, sem er þér kær, krefst þess, að þú leggir mikiö á þig. Það þýða víst engin undan- brögö. Bogmanns- merkið 22. nóv. — 21. des. Samband tveggja persóna veldur þér áhyggjum, en vegna umhverfis þins skaltu hafast sem minnst að. Geitar- merkið 22. des. — 20. jan. Þú mátt teljast nokkuð iánssamur vegna tryggra vina þinna og ánægjulegs heimilislifs. Þú getur orðið fyrir augnabliks freistingu. Þú skalt vera sem minnst úti við næstu dagana, svo að ekkert komi fyrir. Þú ert ekki mjög sterkur á svellinu, éins og þú veizt. 21. jan. — 19. febr. Framtið þin er nokkuö óljós. Kona, sem þú hefur haft náin kynni af, kemur til með aö valda þér óþægindum. Afbrýðissemi mun einnig vera með i spilinu og þarftu^ aö vera sérstaklega vel á varöbergi gegn öllu, sem gæti leitt til slikra tilfinninga. Fiska- mcrkið 20. febr. — 20. marz Þú átt hættulegan keppinaut I starfs- grein þinni. Maður, sem læzt vera vinur þinn, reynist þér allt annað á bak. Ef þú opnar augun dálitið betur og svipast vel um, kemurðu auö- veldlega auga á hann. Farðu gætilega. Hann vill hnekkja fyrirætlunum þinum. Stjörnuspá 48. TBL. VIKAN 41

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.