Vikan

Tölublað

Vikan - 29.11.1973, Blaðsíða 48

Vikan - 29.11.1973, Blaðsíða 48
frá þvf aö vera eins greinilgur hér og I öörum löndum. Likurnar benda til þess, að stéttaskipting sé ekki á eins háu stigi hér á landi til vill er þjóðfélagið ekki nógu stórt og ekki nógu fjölbreytilegt til þess. Ef til vill er það enn i svo nánum tengslum við „stéttlausa” sjómanna- og bændaþjóðfélagið i strjálbýlinu. Siðir manna og venjur eru einhæfari hér en i öðrum þróuð- um löndum. Annars staðar er algengt, að töluveröur munur sé á mállýzkum stétta, smekk þeirra og fegurðarskyni, mannasiðum, klæðaburði, orðavali og llfsstil. Hér er þessi munur ýmist ógreini- legur eöa enginn. Þessi munur á llfsvenjum stétta er jafnáberandi i Sovétrikj- unum og á Vesturlöndum, svo að jafnræðiö á tslandi á sér ekki margar hliðstæður. Hinu má svo ekki gleyma, aö menn eru hér, þrátt fyrir jafn- ræöið, ófeimnir við að raða mönnum upp f mannfélagsstiga og stunda mannjöfnuð. Það sýnir, að lika hér eru til einhverjir mælikvarðar, til að raða mönnum I stéttir. En i heild ætti þessi stigi aö vera styttri en i erlendum þjóöfélögum. HLUTVERK STÉTTASKIPTINGAR Hreyfapleikinn i stétta- skiptingunni og áhugi fólks á aö færa sig upp stigann veldur sál- rænum þrýstingi á borgarbúa. Samkeppnin milli manna er mikil. Og óttinn viö að biöa lægri hlut veldur mörgum angist. Þessi spenna er bæöi jákvæö og neikvæð. Hún stuölar að hinni öru hagþróun, sem einkennir nútfma þjóðfélög. Baráttan um aö halda stöðu sinni I mannfélags- stiganum og bæta hana veldur þvi, að menn sýna meiri dugnað en ella, bæði þeir, sem komast áfram, og hinir, sem reyna þaö, en tekst ekki. Menn sækjast eftir betri menntun og þjálfun til þess að bæta aðstöðu sina i þessari baráttu. Allt stuðlar þetta að örari hagþróun en ella væri^ Stéttaskiptingin getur varla talizt sanngjörn. En það er ekki heldur hægt að afnema hana, þvi að hún er innifalin i eðli manns- ins. Það er ekki hægt að banna mönnum að hafa mannjöfnuð i frammi gagnvart sjálfum sér og öðrum. Ekki má heldur gera of mikið úr mikilvægi þessa mann- jafnaðar. Menn geta lifaö hamingjuríku lifi, þótt þeir hafi ekki áhuga á stéttaskiptingunni og taki ekki þátt i þeirri baráttu, sem fylgir klifri manna i mann- félagsstiganum.Menn geta lika nú orðið komizt efnahagslega mjög vel af án hennar. Segja má, að stéttaskipting nútfmans gegni vissu hlutverki, þar sem hún leyfir mikla hreyfingu milli stétta. Hún verkar eins og hvati á menn. Þeir sjá aö vlsu, að aöstaöa manna er yfirleitt misjöfn, en þeir sjá líka, að kerfið gerir mönnum um leið kleift aö sigrast á erfiöleikum slæmrar aðstöðu. Steinhjartaö Framhald af bls. 9 Morguninn eftir hélt enn áfram aö snjóa og bæði Arne og Steinn þurftu að fara til bæjarins. — Má ég sitja I hjá þér? spuröi Steinn. — Þá get ég komið viö á stöðinni og sótt bókakassann minn. Hann er áreiöanlega kominn núna. Karlotta skenkti tei I bollana þeirra. — Aktu nú varlega i dag, Arne! Hann horfði undrandi á hana. — Ég ek alltaf varlega. Það veiztu Karlotta. — Já, en i dag er hált og þið eruð tveir i biinum. Hann kinkaði kolli. — Já, við erum tveir i bilnum, endurtók hann og horfði rannsakandi á hana, en hún foröaðist augnatillit hans. Skömmu seinna lögðu þeir af staö i bllnum. Og i þetta skipti stóð Karlotta ekki á tröppunum og veifaði til manns sins I kveöju- skyni. Þegar Arné og Steinn sátu hliö við hlið i bflnum og óku i átt til bæjarins, sagði Arne: — Kannski þú eigir ekki alltaf gott meö að VÖLUSKRÍN, Laugavegi 27, simi 15135. Þroskaleikföng, barnabækur. Sendum i póstkröfu um allt land. 48 VIKAN 48. TBL.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.