Vikan

Tölublað

Vikan - 29.11.1973, Blaðsíða 52

Vikan - 29.11.1973, Blaðsíða 52
laHNWQlSVSNISPSnv Gömul saga Einu sinni var maður, sem gaf konunni sinni hrærivél. Það var venjuleg hrærivél. Alla tíð síðan hrærði konan skyr þrisvar í viku og kökudeig fyrir jólin og páskana. Það var það eina, sem hraérivélin kunni. Eða var það kannski konan, sem kunni ekki á hrærivélina? Enginn hefur nokkru sinni fundið svar við þeirri spurningu. N/saga Hjón nokkur keyptu sér hrærivél í fyrra, það var Kenwood Chef. Vélin hrærði skyr og deig, þeytti rjóma við hátíðleg tækifæri og hnoðaði deig í brauð, þegar vel lá á konunni. Hjónin höfðu heyrt að svona vél . gæti gert allt mögulegt og fóru að athuga málið. Það reyndist rétt. Smám saman fengu hjónin sér ýmis hjálpartæki með vélinni sinni. Og nú er svo komið að þau láta hana skræla kartöflur og rófur, rífa og sneiða gulrætur, rófur, agúrkur, lauka, hvítkál og epli, hakka kjöt og fisk, pressa ávaxtasafa úr appelsínum, greipaldinum og sitrónum og mala kaffibaunir. Seinna ætla þau að fá sér myljara og dósahníf og kannski fleira. Maturinn á heimilinu er orðinn bæði betri og fjölbreyttari en áður var. Hann er líka ódýrari því hráefnið nýtist til hlitar, krakkarnir borða meira en áður af grænmeti og ávöxtum. Þeim finnst svo sniðugt að sjá hvað þessi undravél getur gert. En það ótrúlegasta er samt, að svona vél með stálskál, þeytara, hnoðara og hrærara kostar ekki nema kr. 14.775,00. Þetta er sagan um Kenwood Chef. -i Kenwood Chef HEKLA hf. Laugavegi 170-172. Sími 21240 og 11687.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.