Vikan

Tölublað

Vikan - 29.11.1973, Blaðsíða 25

Vikan - 29.11.1973, Blaðsíða 25
eldhús vikunnar UMSJÓN: DRÖFN H. FARESTVEIT HÚSMÆÐRAKENNARI Skornar piparkökur 2 dl. sykur 1 1/2 dl. sýróp 200 gr. smjör eða smjörliki 1/2 tsk. pipar negull á hnífsoddi 1/2 msk. kanell 1/2 dl. saxaðar hnetur (eða möndlur) 3/4 msk. matarsódi 6-7 dl. hveiti Blandið saman sykri og sýrópi og hellið bráðnu smjörlikinu yfir ásamt kryddi og möndlum. Og að siðustu er hveitið sett saman við en haldið aðeins eftir af hveitinu. Hnoðið deigið vel og rúllið út lengjur 4-5 cm þykkar. Setjið á kaldan stað yfir nóttina. Skerið siðan i þunnar sneiðar. Bakið við 175-200 "gráður og látið kólna á plötunni. Þetta verða ca. 125 stk. Ávaxtakaka 200 gr. smjörliki eða smjör 2 dl. dökkur púðursykur 4 egg 2 dl. kúrennur 1 dl. rúsinur 1 dl. sultað appelsinuhýði (1 pakki) 10 rauð kirsuber (skorin) 1 dl. saxaðar möndlur negull á hnifsoddi múskat á hnifspddi 1 tsk. engifer rifið hýði af 1 sitrónu 2 tnsk. konjak eða portvin 31/2 dl. hveiti 1 tsk. lyftiduft Hrærið smjörliki og sykur vel. Eggjunum bætt i einu i senn, og hrærið vel áfram. Ávöxtunum bætt saman við, kryddinu, vininu og að siðustu hveitinu og lyfti- duftinu. Sett i smurt form og brauðmylsnu stráð i það. Breiðið álpappir yfir það og látið bakast við 150 gráður i ca. 1 1/2 klst. en takið álpappirinn af eftir ca. 1 klst. Mjúk piparkaka 125 gr. smjörliki eða smjör 3 dl. dökkur púðursykur 2 egg 1 tsk. kardemommur 1 tsk. kanell 1 tsk. engifer 4 dl. hveiti 2 tsk. lyftiduft 1 1/2 dl. rjómabland Hrærið smjörlikið og sykurinn vel. Eggjunum bætt i einu i senn. Þvi næst mjölinu og kryddinu og að siðustu rjómablandinu. Bakið við ca. 175 gráður i ca. 50 minútur i brauðmylsnu stráðu formi, vel smurðu ARRID Arrid extra dry svitaspray sér fyrir óskum allra: Þurrt spray meö ilmi (rautt lok), þurrt spray án ilmefna (blátt lok), fyrir við- kvæma húð (grátt lok). Kaupið Arrit svitaspray strax í dag. IV\ I) VRRID ATRA Dfí' DÖilNSCEN® anu- inii-pt'rspir éwxiorant íiiili-perspiram siirav æ Umboðsmenn Kristjánsson h/f símar 14878 — 12800

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.