Vikan

Tölublað

Vikan - 29.11.1973, Blaðsíða 39

Vikan - 29.11.1973, Blaðsíða 39
Hver er Laurel? Framhald af bls. 36 var ljóst, aö honum létti ekki við þetta frétt. — Ég má koma heim til þin Michael. Má ég það ekki. Hún hafði verið svo glöð, allt frá þvi læknirinn sagði henni þetta siödegis. Nú varð hún efa- blandin. Hún settist á gólfið við fætur hans. — Góði Michael, leyfðu mér að koma heim til þin. Dökkbláu augun litu rannsak- andi á hana. Svo hallaði hann sér fram og sagði: — Er það rétt, að þú þekkir mig ekki? — Ég þekki heldur ekki neinn annan. Góði Michael? Hann tók sigarettupakka upp úr vasa sinum og kveikti i sigarettu. Þetta var i fyrsta sinn, sem hún hafði séð hann reykja. — Viltu þá fara með Jimmy nl Tucson? spurði hann. — Nei! — Þér liður betur þar. Og verð undir eftirliti! — Ég vil fara heim 1 litla húsið við flugstöðina. Ég skal reyna að láta fara litið fyrir mér, ég skal ekki trufla þig... þvi lofa ég. — Vissulega, vissulega vil ég að þú komir heim. Stattu upp, svo skulum við tala um það, sem læknirinn sagði. Hún sagði honum, eins greini- lega og hún gat, frá samtali sínu við lækninn. — Hann sagðist þurfa aö tala við þig, sagði hún að lokum. — Það er þá bezt, að ég leiti að honum, svo við getum komið okkur saman um það, hvenir ég á að sækja þig. Hann stóð upp og tók einkennishúfuna. — Biddu, farðu ekki strax. — Hvað er nú að? Mig langar til að þakka þér fyrir allar heimsóknirnar. Þú varst ekkert skyldugur til þess. Michael yppti öxlum og beið. — Og svo langar mig til að þú segir mér hvernig það var, ..... hvernig við hittumst og.... — Það er svo langt siðan. — Þú ert sá eini, sem getur sagt mér það, Michael! Hann fleygði húfunni frá sér, óþolinmóðlega, og settist við hlið hennar. Stór og þrekinn maður, einn i þröngu herbergi með konu, sem hann vildi ekki eiga, og gat losnað löglega við. En hafði sið- ferðilega skyldu til að sjá um hana, þar sem hún var ekki alveg með sjálfri sér. Var það þetta, sem hann hugsaði. Þaö var ekki i fyrsta sinn, sem Laurel fann til meöaumkunar meö honum. — Við hittumst i litlum ferða- mannabæ i Colorado. Estes Park heitir hann vist. Ég var þar a göngu með nokkrum vinum minum og þú varst þar með nokkrum kennslukonum. Við stóöum við sölugat, þar sem selt var poppkorn. Michael nuddaði á sér ennið og hallaði sér upp að veggnum. — Þú varst svo elskuleg, þarna sem þú stóðst, með svolítið smjör á hökunni. Vinkonur þinar voru ósköp leiöinlegar aö sjá, þú veizt, ODYRUSTU FERDIRNAR TIL GLASGOW OGLONDON í samvinnu við Flugfélag íslands og LoftleiSir getum við nú boðið óvenju hagstæðar ferðir til Glasgow og London. Ferðir til London verða hvern laugardag frá og með 10. nóvembertil 30 marz Verð kr 15.900 (Regent Palace) og kr 19.900 (Cumber- land). Innifalið I verði: flugferðir og gisting í 7 nætur ásamt morgunverði Ferðir til Glasgow verða annan hvern föstudag frá 16. nóvember Verð kr. 13.500 og innifalið er: flugferðir, gisting i 3 nætur á Ingram Hotel í hjarta borgarinnar (öll herbergi með baði og sjónvarpi) morgunverður og kvöld- verður, skoðunarferð um Glasgow og nágrenni og aðgöngumiði að knattspyrnuleik. Hér er um einstakt tækifæri að ræða til að heimsækja Bretland í vetur með óvenju hagstæðum kjörum. FERÐAMIÐSTÖÐIN H.F. Aðalstræti 9, símar 1 1 255 og 1 2940 nuddtækið með mis- munahraða og 5 mis- munandi munnstykkjum quicklime enn ein nýjung frá Sviss. Quicklime er rafmagns- naglaþjöl (rafhlöður) aro-lady brjóstanuddtækið nýjung frá Sviss. Tækið má einnig nota sem venjulegt nuddtæki. GJAFIR, SEM GLEÐJA OG GAGNA VIBROSAN NUDDPÚÐINN FRÁ SVISS með hita og 3 mis- munandi styrkleika á nuddinu VIBROSAN BORGARFELL HF Skólavörðustíg 23. sími 11372 48. TBL. VIKAN 39

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.