Vikan

Tölublað

Vikan - 29.11.1973, Blaðsíða 9

Vikan - 29.11.1973, Blaðsíða 9
 fullt vald á röddinni, þegar hún svaraöi: — Það er að verða ár sfðan. Úti var byrjað að snjóa. Léttir, svifandi snjóhnoðrar lögðust hljóðlega yfir garðinn og settust á grenigreinarnar i Pétursgöngum. Siðdegis þennan sama dag kom Steinn blistrandi ofan úr herberg- inu sinu og stakk höfðinu inn i stofuna til Karlottu og Arne. — Fyrirgefið, hvað ég er frakkur, en það stendur trana og léreft uppi i herberginu. Má ég fá það lánað? — Auðvitað! sagði Karlotta. — Hefurðu gaman af að mála? — Já, ég hef gaman af öllu i þeim dúr — mála, teikna, spila og syngja — það kemur fyrir að ég yrki ljóð! — Pétur hafði lika fjölmörg áhugamál. — Já, það sé ég á herberginu hans. Gitar, blokkflauta, segul- band og margt fleira skemmti- legt. Þegar dyrnar lokuðust að baki hans og þau heyrðu flautið i honum fjarlægjast, sagði Arne: — Liöur þér vel núna? Karlotta hallaði sér aftur á bak i sófanum með hálflokuð augun: — Já, Arne, það er meira en ár liðiö siðan mér hefur liðið eins vel.' — Og það er honum að þakka — Steini? Hún kinkaði kolli. Arne stóð á fætur, settist við hlið hennar i sófanum og tók höndum sinum um hennar. Hann hugsaði sig lengi um, áður en hann sagði: — Ég veit ekki almennilega, hvernig ég á að koma orðum að þvi, sem mig langar að segja þér. — Ég veit, hvað þú ert að hugsa um. Arne, Karlotta opnaði skúffuna undir sófaborðinu og tók mynd af Pétri upp úr henni. — Honum svipar ekki aðeins til Péturs, sagði hún og horfði á myndina. — Hann talar eins og hann, hann er eins og hann. Það er næstum þvi ómögulegt að trúa þvi, að þetta sé ekki Pétur kom- inn aftur. — En þvi er ekki þannig varið, sagði Arne og hélt þétt um hendur hennar. Hann ætlaði að segja meira, en þá opnaðist hurðin aftur. — Það er ég aftur, sagði Steinn, ég verð alltaf meira og meira uppáþrengjandi. Núna langar mig til að biðja ykkur um að lána mér vasann með greinunum, sem stendur á flyglinum, til þess að hafa módel að listaverkinu. Maður verður að byrja á einföldum hlutum. — Þvi ekki að nota mig sem módel? spurði Karlotta snöggt. Steinn varð ráðvilltur á svipinn. — Mundu að ég er alger byrjandi! En ég tek boðinu yfir mig hrifinn. Arne tók undir handlegg hennar. — Karlotta hvislaði hann aövarandi. En hún vék sér undan, án þess að Hta á hann. — Ég kem undir- eins, Steinn! Framhald á bls. 48 48. TBL. VIKAN 9

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.