Vikan


Vikan - 06.06.1974, Side 9

Vikan - 06.06.1974, Side 9
BYSSURNAR LITILS NÝTAR „Þeir. komu hlaupandi sem fætur toguöu, vopnaöir byssum slnum, sem þó reyndust heldur léleg árásar- vopn, þegar til kom: strigatuska stóö föst I hlaupinu á byssu Nansens, um byssu stýrimanns var sama aö segja, byssa Mogstad var aö visu I bezta lagi, en hann vantaöi skothylki, og vann hann þaö eitt afreka.aö hann æpti hátt, aö skjóta yröi björninn.” Um þessa viöureign og fleira má lesa i siöari grein Lofts Guö- mundssonar um Friöjóf Nansen og Framleiöangur- inn á bls. 24. OG FALLEGA HÚSIÐ BREYTIST „Þótt arkitektinum takist nú eftir langa mæöu, fjárútlát kaupenda og armæöu vegfarenda að ná valdi á steyp- únni, er ekki öll sagan sögö. Eftir situr húsiö i hönd- um misánægðra viöskiptavina, sem eiga þá eftir aö fara úm þaö fjálgum höndum. Hafi hönnuöinum tek- izt aö ráöa fyrstu áferö á málningu, sem er þó ekki al- gengast, er nú húsiö ofurs'elt valdi og smekk eigand- ans, og fallega húsiö breytist I furöulega litasamsetn- ingu og ber ekki sitt barr eftir þaö.” Sjá grein Sigurö- ar Ingólfssonar á bls. 2. DROTTNINGIN I VALDATAFLINU „Hún” var litla mademoiselle Polsson, sem seinna varð Pompadour markgreifafrú. Sem hjákona Lúö- vlks 15. var hún ekki einungis hin fegursta meöal hinna fögru, heldur haföi hún frá þvi fyrsta mikil áhrif i valdataflinu kringum konunginn. Þaö er ótrú- legt, hve langt vald hennar náöi, þegar hún réöi mestu.” Sjá grein um madame Pompadour á bls. 12. KÆRI LESANDI: „Mönnunum kom alls ekki saman um, á hvern hátt skip- inu og þeim sjálfum yrði bezt bjargað, onei. Einn vildi,að þeir hjálpuðust að við að gera við skipið þarna á staðnum. Annar vildi reyna að sigla skipinu áfram i þvi ástandi sem það var. Sá þriðji taldi það fásinnu, hugði bezt, að hver og einn reyndi að bjarga sjálfum sér, en léti skipið eiga sig. Sá fjórði tók i sama streng, en vildi helzt, að þeir hjálpuðust að við björgunina. Enginn féllst á það... siðan héldu þeir áfram að deila. ,,0-sei, sei, nei, ekki vita þeir, hvað þeim er fyrir beztu”, tautaði sú gamla, um leið og hún tók þá til bragðs að leita aðstoðar á eigin spýtur og yfirgaf þennan óhuganan- lega stað að sinni.” Þessa er örlitið sýnishorn af smásögunni ,,Gleraugun” eft- ir Guðbjörgu ólafsdóttur, sem birtist á bls. 28. Þar segir frá gamalli konu, sem sér fram á það að þurfa að fara að nota gleraugu i ellinni og er litið hrifin af. Svo dreymir hana draum um ýmislegt, sem nýju gleraugun sýna henni. Smásögur hafa jafnan verið vinsælt efni i Vikunni, og að þessu sinni erum við með tvær smásögur i blaðinu. VIKAN Útgefandi: Hilmir hf. Ritstjóri: Kristín Halldórsdóttir. Blaða- rrienn: Matthildur Edwald, Trausti Ölafsson. útlitsteikning: Þorbergur Kristinsson. Auglýsingastjóri: Sigríður ólafsdóttir. Ritstjórn, auglýsing- ar, afgreiðsla og dreif ing í Síðumúla 12. Símar 35320 — 35323. Pósthólf 533. Verð í lausasölu kr. 150.00. Áskriftarverð kr. 1.500.00 fyrir 13 tölublöð árs- f jórðungslega eða 2.925.00 kr. fyrir 26 tölublöð hálfsárslega. Áskriftarverð greiðist fyrirfram. Gjalddagar: nóvember, febrúar, maí, ágúst. Vikan 23. tbl. 36. árg. BLS. GREINAR 2 Áður en steinsteypan harðnar, grein eftir Sigurð Ingólfsson. 12 AAadame Pompadour — Hún stjórnaði konunginum og ríkinu 24órrustavið myrkur, kulda og rek- is, síðari hluti greinar um Frið- þjóf Nansen og Framleiðangur- inn. Loftur Guðmundsson tók saman. VIÐToL: 4 Gestirnir horfa meira á stúlkurn- ar en fötin, rætt við Helgu AAöller, sýningastúlku og I jósmyndaf yrir- sætu. SOGUR: 14 Áfram einstæðingur, smásaga eftir V. Francis. 20 Gata i London, framhaldssaga, sjötti hluti 28 Gleraugun, smásaga eftir Guð- björgu Ölafsdóttur 32 Sumri hallar, framhaldssaga, átt- undi hluti Y MISLEGT: 16 Franska vortízkan, þáttur í umsjá Evu Vilhelmsdóttur 42 Eldhús Vikunnar í umsjá Drafnar H. Farestveit 44 3M— músík með meiru, í umsjá Edvards Sverrissonar. FORSlDAN Forsíðuna prýðir að þessu sinni ein af okkar eftirsóttustu sýningastúlk- um og Ijósmyndafyrirsætum, Helga Möller. Viðtal og fleiri myndir af henni er að finna á bls. 4-7. 23. TBL. VIKAN 9

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.