Vikan


Vikan - 01.08.1974, Side 6

Vikan - 01.08.1974, Side 6
Ármann I verziuninni. Að loknu barnaskóla- og gagn- fræðaprófi i Singapore hélt Ar- mann til Englands, þar sem hann stundaði fyrst menntaskólanám og siðan hagfræðinám i Leeds. Þegar Armann hafði lokið hag- fræðiprófinu og var i framhalds- námi i endurskoðun, kynntist hann islenzkri stúlku, Þórunni Danielsdóttur, og sá kunnings- skapur varð brátt að hjónabandi. Ég spurði Ármann, hvort það hefði haft nokkur vandkvæði i för með sér fyrir Hindúa að kvænast kristinni konu. — Mér sjálfum fannst ekkért athugavert við það, en foreldrar minir voru ekkert sérlega hrifnir af þvi fyrst i stað. Or þvi að ég laut ekki þeirra vilja fannst þeim, að þau bæru enga ábyrgð á mér lengur og hættu að veita mér f jár- hagslegan stuðning til námsins, svo að ég varð að hætta þvi. En sambandið milli okkar hjónanna og foreldra minna er fyrir löngu orðið eðlilegt. í fyrra fórum við Þórunn og börnin til Singapore að heimsækja þau og við höfðum öll mikla ánægju af ferðinni. Armann kom fyrst til Islands i október árið 1963 og honum leizt ekki meira en svo á landið fyrst 1 stað. Það var kalt og dagurinn farinn að styttast. Gróðurinn var ósköp fátæklegur fannst honum, en aftur á móti var allt of mikið af grjóti. — Ég kunni heldur ekki málið og gat þess vegna ekki rabbað viö fólk og kynnzt þvi og hugsana- gangi þess. Ég var óvanur likam- legri vinnu, en mér fannst allt I lagi að vinna við fiskverkun, vera I steypuvinnu og súta skinn i sút- unarverksmiðju Sláturfélags Suöurlands_.^Þetta var mér allt ný reynsla, þvi að áður hafði ég ekki einu sinni þurft aö vinna I sumar- frium. En auövitað var þetta erf- itt fyrir mig og mér leiddist svolit iö, svo að viö fórum aftur til Eng- 6 VIKAN 31. TBL. Ármanni til aðstoðar i Jasmin er indverskur vinur hans, sem heitir Vigfús Amin.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.