Vikan


Vikan - 01.08.1974, Side 10

Vikan - 01.08.1974, Side 10
Ertu að byggja? Þarftu að bæta? GRENSÁSVEG118,22,24 SÍMAR: 32266-30280-30480 Dostunnn Vizka allra frétta Ég undirritaöur áskrifandi Vik- unnar hef fengið blaðið undanfar- in ár og óska að fá blaðið sent áfram. Ef að Vikan varla ber vizku allra frétta, ég vona, að Kristin komi hér’ sem kona allra stétta. Vikuna ef viltu mér veita, kæra Stina, Timagreinarnar frá þér þær falla I vitund mina. Viltu senda, vina mln, Vikuna þina nýju. Heimfang mitt er þá til þin að bórólfsgötu tiu. Sveinn M. Eiðsson Borgarnesi ViO gátum ekki stillt okkur um að birta þessa skemmtilegu áksriftarbeiðni, þótt ekki sé kveð- skapurinn alfullkominn. Það skiptir liklega minnstu máli. bakka þér fyrir, Sveinn. Of mikið vald? Kæri vikuvirki Póstur! Mig langar aö spyrja þig nokk- urra spurninga.og þær ættu að vera nokkuö auöveldar fyrir þig, en sú fyrsta hljóöar svona: a) Hvers vegna hefur forsætis- ráðherra svona mikiö vald I hönd- um sér? b) Hefur herra forseti Islands jafn mikið vald og forseti Banda- rikjanna? c) Hvað fær vinsæll rithöfundur I uppbótarstyrk á mánuði? d) Er Alistair MacLean á lifi, og semur hann bara glæpasögur? e) Hvers vegna neyta menn ró- andi lyfja I knattspyrnu? Hvað lestu úr skriftinni? Meö fyrirfram þökk. J.S.J. a) Finnst þér forsætisráðherra eitthvað Iskyggilega valdamikill? Hann þarf þó að ráðfæra sig við samráðherra og alþingi, m.k. svona oftast. Og einhver verður liklega að ráða mestu ■ b) Nei, forseti tsiands hcfur ekki framkvæmdavald. c) Ég veit ekki til þess, að is- lenzkir rithöfunda fái neina mánaðarlega uppbótarstyrki. Sennilega áttu við nýtilkomna styrkveitingu til rithöfunda, sem er raunar endurgreiðsla sölu- skatts af islenzkum bókum, en þar er ekki um mánaöargreiðslur eða neina stórkostlega upphæð að ræða i hvers hlut. d) Ég vcit ekki betur en að báðum spurningunum sé óhætt að svara játandi. e) Llklega til að róa taugarnar. Annars er það bannaö að neyta yfirleitt nokkurra lyfja f íþrótta- keppni, og hefur margur orðið að hætta keppni, ef hann varð uppvis að lyfjanotkun. Skriftin bendir til fróöleiksfýsn- ar og nákvæmni. Þeir eiginleikar ættu að koma þér til góða, þegar þú tekur þig til og lærir stafsetn- ingu, en það máttu til með að gera, ef þú vilt veröa sendibréfs- fær. Vill verða módel Kæri Póstur! Mig langar að spyrja þig nokk- urra spurninga um módel. Hvað þarf maöur að vera gamall til þess aö komast I módelsamtök? Þarf maður að vera einhver snill- ingur? Hvað kostar á ári? Er ein- hver módelkennsla? Hvað kostar i hana? G.M.S. Þú getur leitað þér upplýsinga hjá þremur aðilum, sem hafa sýningarfólk á slnum snærum, Karon, Módelsamtökunum og Pálinu Jönmundsdóttur. Eflaust gengur reksturinn eitthvað mis- munandi fyrir sig hjá þessum samtökum, en yfirleitt er fólk ekki tekiö yngra en 16 ára inn I sýningarsamtök. Þjálfun á nám- skeiði tekur u.þ.b. 7 vikur, og kostnaður var um 5.000 kr. á s.I. vetri. Svo fóru þau í sveit Sæll Póstur minn! Ég þakka þér allt gamalt og gott. Ég kaupi oft Vikuna, en hef samt ekki alltaf efni á því. Ég var meö strák, sem var alltaf aö segja viö mig, aö hann myndi ekki vilja vera með neinni ann- arri stelpu en mér, þvl hann elsk- aði enga aöra en mig. En svo fór ég I sveit, og hann fór lika I sveit, en svo hringdi hann I mig og sagði, að hann væri kominn i bæ- inn og ætlaöi að vera I bænum 17. júnl. En svo kom ég i bæinn og hitti hann með annarri stelpu, og þegar hann sá mig, hljóp hann i burtu og faldi sig. Hvað helduröu, að hann hafi meint með þessu? Og svo er þaö annað, sem ég ætl- aði að biöja þig að segja mér, hvaö ég á að gera við. Ég er núna hrifin af strák, ég veit bæöi sima- númeriö og heimilisfangið hjá honum, en ég þori hvorki aö hringja né fara heim til hans. Hvað á ég að gera til þéss að ná I hann? Ég verð helzt að fá svar hjá þér, elsku Póstur minn, þvi ég er svo hrifin af stráknum. Viltu vera svo vænn að láta þetta bréf 10 VIKAN 31. TBL.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.