Vikan


Vikan - 01.08.1974, Qupperneq 11

Vikan - 01.08.1974, Qupperneq 11
ekki lenda i ruslakörfunni þinni, Póstur minn. Og svo er það þetta vanalega hvernig er skriftin, og hvað heldurðu, að ég sé gömul? Þakka fyrir birtinguna. Sigga Mér þykir nú liklegast, aö þú sért löngu búin að missa áhugann á þessutn strákum, þegar þú lest þetta og orðin skotin I einhverjum enn einum. Þú ert varla meira en 14-15 ára, og á þessum aldri er allt hverfult og ástamálin mest af öllu. Strákurinn, sem i burtu hljóp, hcfur annað hvort veriö bú- inn að missa áhuga á þér eöa kannski skammast sln fyrir að láta þig sjá sig mcð annkrri. Nú til dags er sagt, að stúlkiu' megi alveg eins hafa frutnkvæðið eins og strákar, en ætli það sé\Jiki ennþá algengara, að þær verðiiífþ reyna að vekja áhuga þeirra með öðru móti. Skriftin er læsileg. Hvar er Einar? Elsku Póstur! Við lesum alltaf Vikuna, þegar við náum i hana, og þá lesum við fyrst og fremst Póstinn. Okkur langar til að biðja þig um heimilisfang Einars á Einarsstoð- um og simanúmerið hjá honum. Viðmeinum þennan fræga mann, sem á að geta læknað allt, sem telst ólæknandi. Við höfum skrif- að áður, en fengum ekkert svar. Svo langar okkur að leggja fyrir þig aðra spurningu. Fæst brjósta- stækkunartæki hér á íslandi? Hvar fæst það, og er það hættu- legt? Elsku Póstur, láttu ekki bréfiö lenda i ruslinu eins og síð- ast. Tvær, sem vonast eftir svari Einar Jónsson á heima á Einarsstööum, Reykjadal, Suöur- bingeyjarsýslu, og simstööin er Breiöamýri. Mcð brjósta- stækkunartæki eigið þið líklega við nuddtæki, sem hér hafa feng- izt, m.a. hjá verzlunni Borgarfelli i Reykjavík. Með þeim er hægt aö fá einhvern aukabúnað, ætlaöan til brjóstanudds, en þar mun einkum vera um að ræða tæki til að stinna slöpp brjóst. Smásjá Kæri Póstur! Mig minnir, aö ég hafi einhvern tima nýlega lesiö eitthvaö I Póst- inum um smásjár, hvar þær fáist og hvað þær kosta, en ég er búinn að leita i þeipi blöðum, sem ég á, og finn ekki neitt. Ég á heima úti á landi og langar mikið að eignast ■ smásjá, en veit ekki hvert ég á að snúa mér. Gétur þú ekki hjálpað mér i þessu máli? Eins langar mig að vita, hvað stjörnuspá ást- arinnar segir um samband fisks og krabba. Ég er svolitið spennt- ur fyrir stelpu, sem er fædd I fiskamerkinu, það væri gaman aö vita, hvort þaö væri einhver framtið i þvi. Með fyrirfrám þökkum. Sammi Pósturinn svaraði spurningum um smásjár i 46. tbl. Vikunnar, sem kom út 15. nóvember 1973. Þá fengum við þær upplýsingar hjá verzlun Hans Petersen hf. að þar fengjust fjórar gerðir af smá- sjám, sem kostuðu frá 900 kr. og upp i 2000 kr. Um fisk og krabba segir svo i stjörnuspá ástarinnar: Þið eruð nauöalik og skiljið hvort annað algerlega og fyrirhafnar- li'ið. Canon Ef þér kaupið Canon- vasavél/ þá er ekki tjaldaö til einnar nætur. Sendum i póstkröfu Einkaumboð/ varahlutir, ábyrgð og þjónusta. Skrifvélin Suðurlandsbraut 12, simi 85277. 31. TBL. VIKAN 11

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.