Vikan


Vikan - 01.08.1974, Síða 28

Vikan - 01.08.1974, Síða 28
Yfirfangavörðurinn var góður og skilningsrikur maður, og fang- arnir á vinnuhælinu töluðu um hann sem „bezta karl”. Hann var lltill og feitur og sköllóttari en hvitvoðungur. betta kvöld var hann heima i rólegheitum, tottaði pipuna og naut sólsetursins. bað var bankað á dyrnar. Einn af fangavörðunum stóð úti fyrir. — baö er komin ný sending úr bænum. beir blða á skrifstofunni þinni. Yfirfangavörðurinn andvarp- aði og tautaði eitthvað. Hann sló úr pipunni og stóð upp. bað var von á fimm nýjum föngum og hann var vanur að halda smá ræður yfir þeim, áður en þeir byrjuðu að afplána dóm sinn. Hann gekk inn i skrifstofuna og settist við borðið. Fyrir framan 'hann stóðu fimm menn. beir voru allir með hendurnar fyrir aftan bak. — betta er þin fyrsta fangelsis- vist, Ricco, og þú átt að vera hér i tvö ár. Sýndu að þú getir staöiö þig vel. Vertu iðinn og geröu ekki ráð fyrir neinum frlðindum. Hlustaðu ekki á meðfanga þlna. beir munu kenna þér alls konar brögð, sem þeir nota sjálfir, til dæmis að vera „veikur” til að sleppa við að vinna, smygla pen- ingum inn i fangelsið og annaö i þeim dúr. Og þeir munu kenna þér að fyrirlita þau lög og þá þjóðfélagsskipan, sem á sök á þvi að þú stendur hér i dag. En þú skalt ekki hlusta á þá, Ricco, þvi það er ekki til neins. bvi betur sem þú hegðar þér, þeim mun betra fyrir þig. Og þegar að þvi kemur að þú kemst út, sýndu þá að þú getir haldið þig úti! — Já, muldraöi Ricco. — Og þú, Martin, hélt yfir- fangavörðurinnáfram, —þú ættir alls ekki að vera hér. bú ættir að vera á drykkjuhæli, þvi þú ert al- veg kolvitlaus, mannfjandi. Allt, sem þú gerir af þér, gerir þú I öl- æöi. Siðast þegar þú varst hér ráðlagði ég þér að fara I bindindi. En nú mun ég ekki reyna að tala um fyrir þér. Ég veit, að þótt þú komist héðan muntu koma aftur, þorskurinn þinn. — Peters, sagöi yfirfangavörð- urinn, og nú var annar tónn i röddinni. — Eg tala viö þig á eftir. — Brown, við þig get ég sagt það sama og viö Ricco, þvi þú ert hér I fyrsta skipti og vonandi það siöasta. Haltu þig frá þeim slæma félagsskap, sem hér er — forðastu þá eins og sjálfa pestina. beir munu auövitaö gera gys að þér, en láttu það ekki á þig fá. bað kemur að þvi að þú kemst út og þá geturðu hlegið að þeim. Yfirfangavöröurinn sneri sér að þeim fimmta. Hann var mjög ungur, eiginlega barn ennþá, hár en grannur. — bað er gaman, Tommy, sagði hann og það var kaldhæðni i röddinni, — sannarlega gaman að fá þig hingað sem gest. Ef það er eitthvað hér, sem þér ekki likar, þá skaltu bara láta mig vita. Ég skal sjá um að þú fáir heiðursher- bergið! Hann þagði stundarkorn, og höndin, sem lá á boröinu, kreppt- 28 VIKAN 31.TBL-.

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.