Vikan


Vikan - 01.08.1974, Side 35

Vikan - 01.08.1974, Side 35
flýtti sér út að dyrum, en Elgur var kominn þangað á undan honum. — t guðsbænum, Lew. Láttu eins og þú sért með einhverju viti, — Ég kem aftur og gef henni aðra sprautu eftir klukkutima. Sorren gekk milli þeirra — Æ, vertu hérna kyrr i klukkutima, læknir. Það er allt svo miklu betra þegar þú ert nærri. Hún finnur það sjálf og henni liður miklu betur, ef einhver er á staðnum, sem veit, hvað þarf að gera. — Þú ferð ekki neitt, sagði Elgur. Við sitjum hérna alla nóttina. Þangað til þetta er orðið betra — eða öllu lokið. — Ég skal hita kaffi og útvega ykkur eitthvað að borða, sagði Sorren i bænarróm. Læknirinn setti frá sér töskuna. — Gott og vel. Gefðu mér kaffi. Hann settist. — Ég ætlaði nú ekki að verða lengi burtu. Ég er áhyggjufullur. Sorren fór fram I eldhús. Elgur færði sig að stól læknisins, og lagði höndina á öxlina á honum. — Vist vorkenni ég þér, fjandinn hafi það. En hún skilar sér. Það skilar sér allt, hvort sem það er gott eöa illt. Hitinn óx undir morgunsárið og frú Sorren fékk iskyggilegan hjartslátt. En læknirinn gerði það, sem hann gat við hana og eftir klukkustundar hræðslu hjá honum, lækkaði hitinn aftur jafnt og þétt. Og hún féll i væran svefn. — Ég held hún sé komin yfir þetta. Það getur þotið svona upp, öðru hvoru. En hún er skárri, sagði læknirinn við Sorren. — Þú þarft engar áhyggjur að hafa héðan af. Farðu nú að sofa. " Klukkan átta um morguninn, vaknaði Mildred Sorren. Litar- hátturinn hjá henni var betri, og augun skær, og hún sagði glaðlega, að hún væri bráðhress. Hún bað um að fá að sjá börnin. Þau læddust inn á tánum með ulpglent augu. Stóðu svo i röð við rúmið meðan móðir þeirra horfði á þau. — Læknir, sagði hún, — það er dásamlegt að vera komin aftur. Stundum fannst mér ég svo langt i burtu, að ég mundi aldrei finna þau aftur. Þegar þau voru farin út,enná tánum, en nú nógu djörf til að hvislast á, reis hún upp við olnboga. — Heldurðu ekki, að mig séfarið að langa i mat, sagði hún. Skömmu siðar fóru læknirinn og Elgur. Oti fyrir var himinninn heiður og blár og ekki ský á lofti. Hæg gola gaf til kynna, að nú yrði heitt i dag. Þegar þeir komu að bflnum, sagði læknirinn: — Þakka þér fyrir, Elgur. — O, það var ekkei-t að þakka. — Ég skal aldrei gleyma þvi. Ef þú hefðir ekki náð i mig — ég hef liklega verið viti minu fjær. — Sleppum þvi. Þú bjargaðir henni Mildred, og það er það eina, sem máli skiptir. En nú ætlarðu sjálfsagtað fara að leita? — Vitanlega. Og ég vildi, að þú vildir koma með mér. Það gerir mér léttara fyrir. Þessi Framhalds saga 6 hluti andskotans hræðsla gæti gripið mig aftur, svo að ég komist ekki hingað aftur. Ég þyrfti að gefa henni aðra sprautu eftir svo sem tvo tima. — Ég skal gera það, ef þú vilt koma við hja henni Mabel og fá þennan morgunmat, sem hún var aö bjóða okkur. — Segðu mér bara fyrir. Ég get hvort sem ekki hugsað hjálpar- laust. XI. Mabel skar þykkar sneiðar af svlnslærinu. — Ég er fegin, að þér skylduö koma með honum Elg, Moline læknir. Ég hef aldrei get- að gert yður neitt gott. — Þér borgið mér að minnsta kosti skilvislega, og það gera ekki aðrir hér i bænum. — Það er nú ekki nema sjálf- sögö skylda. Þér litið að minnsta kosti vel eftir þessum stúlkum minum. En vitanlega eru þær góðar stúlkur. Hafa flestar verið giftar. Vilja þéna sér aukaskild- ing um helgar. Ég treysti ekki þessum læknum I Ashwood. Hún renndi sneiðunum i stóra pönnu og braut nokkur egg I aðra. — Þegar maðurinn minn lifði, unnum við á bóndabæ, og þá át hann stundum tiu eða tólf egg, þegar mikið var að gera. Mabel var i stifuðum innikjól og kringluleitt andlitið og sterklegir handleggirnir minntu á yngri daga hennar. Hún brosti með augum og munni. Elgur og lækn- irinn settust viö eldhúsborðið. Sólin skein gegn um gluggatjöld- in. Mabel hélt áfram: — Nú skuluö þér engar áhyggjur hafa af henni Rósu. Karlmenn eru ekki einir um aö hoppa til heiðar. Konur eiga það til lika. Ég ætti nú ekki aö vera að baktala fólk, en hún Rósa hefur verið óþarflega stolt, miðaö við þennan bæ okkar. Fólk litur upp til hennar. Ekki veit ég, hversvegna. Og liklega litur hún niður á alla aðra. Og það er ekki fyrst og fremst vegna þess, að hún er læknisfrú, og gæti það þó verið nokkuð til að grobba af. En þegar hún var krakki og var að byrja I gagnfræðaskólanum, gekk hún og hagaði sér eins og hún væri eitthvað sérstakt. Hún sótt- ist ekkert eftir strákunum. En þeir sóttust eftir henni. Mér fannst hún alltaf eins og frosin kartafla. Hún hellti i bollana. — Þér megið nú ekki taka illa upp þetta sem ég er að segja. Læknirinn andvarpaði: — Ég veit nú ekki, hvernig ætti að taka það illa upp þó einhver tali um kostina hennar. — Vitanlega eruð þér fróðari um allt þetta en ég er. En hvað sem þvi liður, þá held ág, að stúlka, sem byrjar snemma — fjórtán til fimmtán ára — verði góð eiginkona þegar hún svo giftir sig. Hún er ekki of æst og veit hvað er hvað. En stúlka, sem. biður þangað til hátt á þritugs aldri — ja, þær kunna aldrei néitt fyrir sér. Sumar eru kaldar. Stúlkur, sem vinna hjá mér og byrjuðu seint, eru kaldar. Bæöi við sjálfar sig og viöskiptavinina. Nú orðið tek ég ekki neina stúlku nema hún hafi byrjað snemma. Elgur glotti til hennar og sagði: — Komdu nú með þennan mat, Mabel. Við þurfum að fara að komast af stað. Hún fyllti diskana og stóð siöan yfir þeim reiðubúin til að ganga þeim um beina. — Þessar, sem eru seinar til, hafa enga ánægju af þessu. Þær halda, að þær finni hana einhvers staðar annars staðar. Þær eru VK) SKÓGINN 31. TBL. VIKAN 35

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.