Vikan


Vikan - 01.08.1974, Side 36

Vikan - 01.08.1974, Side 36
einsog gullleitarmenn, sem þvæl- ast um allt en finna svo aldrei neitt gull. Það voru einir tveir hérna uppfrá fyrir fimmtán ár- um, Þeir héldu áfram að leita þangað til þeir drukknuðu eða frusU i hel. Ég man ekki, hvort heldur var. Elgur var ekkert að hlusta og greip fram i: — Heyrið þið þetta? Læknirinn og konan litu á opinn gluggann. Það heyrðist suða i fjarlægri flugvél. — Þetta er ekki annað en flug- vél, sagði Mabel. — Ég veit. En hún er lítil. Eins hreyfils. — Það þýðir ekki neitt sérstakt. Maður er alltaf að heyra i þeim. — Þetta er hvorki her — né farþegaflugvél. Elgur stóð upp. Hann gekk að glugganum, en gat ekki séð neitt á heiðurn himnin- um. Hann heyrði i Mabel við hlið- ina á sér. — Kannski þetta sé einhver af þessum vélum skógarmannanna, sem eru að gá að eldum. Mér er sagt, að það sé orðið þurrt i skóg- unum. Elgursagði: — Þetta kemur frá Latimerskógunum, og er á leiðinni suður...heim. Hann sneri aftur að borðinu og tók til matar sins. Þegar hann hafði lokið við hann, leit hann á lækninn. — Ég er viss um það, Lew, að ekkert alvarlegt hefur komið fyrir hana Rósu. Við þurf- um engar áhyggjur að hafa. Kannski hefur mér skjátlazt um hana. Kannski er hún meiri manneskja en ég hélt. — Ég veit ekki, hvað þú ert að fara. — Það er ekkert. Ég var bara að blaðra. — Haldið þið áfram að borða piltar, sagði Mabel með ákafa. — Eins og ég var áðan að segja um stúlkur, sem byrja snemma. Ég skammast min ekkert fyrir að segja, að það gerði ég sjálf. Nánar aðgætt má maður vera' hreykinn af þvi. Við maðurinn minn vorum hamingjusömustu hjón, sem hugsazt gat, þangað til hann fékk lungnabólguna. En maður getur bara ekki hætt að vera kvenmaður þó að maður missi manninn sinn. Ég vil gera karlmenn hamingjusama. Það er ekki bara peningárnir, en ef ég geri mann hamingjusaman, er ég það sjálf. Þetta er eins og hver annar atvinnuvegur út af fyrir sig. Ef ég ætlaði að fara að stofn- setja einhvern atvinnuveg, yrði ég bara hrædd og mundi skamm- ast min. En þetta kom eins og af sjálfu sér. Ég átti einn vin frá Ashwood, sem kom um helgar, og svo komu fleiri náungar i heim- sókn. Þannig byrjaði þetta. I næstu viku kom þessi vinur með kunningja sinn á útborgunardag- inn...En svo að við snúum aftur að henni Rósu. Sú sem vill gera menn ánægða verður góð eigin- kona. Og Rósa vill engan gera ánægðan nema sjálfa sig. En það getur aldrei gengið. Hamingjan er fjandaleg við að eiga. Hún er ekki neitt, sem maður geti búið til sjálfur. Maður býr hana til fyrir aðra. Og svo er rétt eins og þeir gefi manni hana aftur. Læknirinn ýtti sér frá borðinu. — Við skulum ekki vera að ræða hana Rósu. Þakka þér fyrir mat- inn, Mabel. Mér datt ekki i hug, að ég hefði neina matarlyst, en það hafði ég nú samt. Konan sagði við Elg. — En hvað ætlastu fyrir — drekka þig fullan aftur, eða hvað? — Nei, það verður ekki meira. Ég verð með lækninum stundar- korn og svo fer ég aftur út i skóg. Þeir gengu út saman. Læknir- inn sagði um leið og hann renndi sér inn í bilinn: — Ég þyrfti að fara aftur á stofuna. Hún hefur verið lokuð dögum saman. Svo getum við farið að leita. Og ég ætla að fá mér hreina skyrtu og raka mig. Læknirinn setti bilinn á fulla ferð, rétt eins og honum lægi ein- hver ósköp á. — Hægan hægan, kall minn, sagði Elgur. — Ég er ekki i neinum sjálfsmorðsþönk- um þó að þú sért það kannski. — Mér liður bara svo illa, ef hún Rósa skyldi hafa slasazt eða strokið. Nú skiptir ekkert neinu máli annað en hún Rósa. En læknirinn ók nú samt hægar þangað til hann kom nálægt hús- inu sinu. Þá jók hann ferðina. Hann snarstanzaði við grasblett- inn og gekk siðan að húsinu. Indi- ánastúlkan var að sópa forskál- ann. Læknirinn settist og hallaði sér aftur á bak og stundi þungan. Hann virtist beinlaus og tauga- laus. — Rósa er komin heim, stundi hann. — Jennie er komin i ein- kenniskjól. Og þá lifnaði yfir svip hans og hann brosti. — Allar áhyggjur úti. Þetta er eins og nýr heimur. Nú hef ég i fyrsta sinn fulla sjón. — Kannski er hún ekki komin heim enn. — Þú þekkir ekki hana Jennie. Komdu. Elgur varð að ofbjóða stirðum fótunum á sér til þess að hafa við lækninum. Indiánastúlkan hætti öllum tökum og studdist fram á kústinn. Hún sagði: — Hún er komin. Þeir fundu Rósu i borðstofunni, þar sem hún var að ljúka við kaffibollann og vindlinginn. Hún leit upp og sagði við mann sinn: — Halló! Og við Elg sagði hún: — Ég hélt þú værir á fyllirii. — Rósa! Læknirinn rétti fram báðar hendur. — Elskan min, ég var svo hræddur. Ég hélt, að eitt- hvað hefði komið fyrir þig. Eitt- hvað hræðilegt. Hann staðnæmd- ist bak við stólinn hennar, renndi báðum höndum eftir hárinu á henni og lét þær svo hvila á öxlum hennar. Hann laut fram, en kyssti hana ekki. — Ég var bara hjá honum Elg. — En hann pabbi þinn sagði, að þú værir farin burt — með ein- hverjum höfðingja..... — Þú veizt nú hvernig hann er. Gripur hvert tækifæri til að særa þig- — Ég trúði þvi heldur ekki. Hann Viktor..... — Hvað um Viktor? — Hann hefur fengið vinnu við að vera fylgdarmaður. Mér datt i hug.... — Æ, þú ert skelfing þreytandi. Gerir þér rellu út af öllu mögulegu. Ég var bara þarna útfrá. Elgur settist við borðið: — Til hvers Rósa? Hún leit hvasst á hann. Andlitið á henni var eins og steingert. —- Bara til þess að vera ein. Reyna aö finna sjálfa mig.... Elgur hló lágt og neri hendinni yfir skeggbroddana. — Og þegar þú varst orðin ein, hefurðu sjálf- sagt öskrað upp yfir þig af hræðslu. — Þú ert ekkert fyndinn. — Vertu ekki að skattyrðast við hana, Elgur. Hún er komin heim. Nú skulum við öll vera kát. Elgur sagði: — Ekki hefurðu vist orðið vör við neina flugvél, Rósa? — Flugvél? Hvernig hefi ég átt aö geta séð nokkra flugvél þarna útfrá? Læknirinn settist við borðið. — Hvaða máli skiptir einhver flug- vél? —■ Engu. Ég var bara að slá út i aðra sálma. Rósa sagði: — Ég er dauðþreytt. Ég fór á fætur með birtunni og lagði af stað heim. Mér datt i hug, að það ætlaði að verða heitt i dag, svo að ég flýtti mér. Ég náði nú i bil, en ég er dauðþreytt samt. Ég var andvaka i nótt. Elgur strauk sér i framan og glotti undirfurðulega: — Ég vona, að þú hafir ekki látið þér leiðast meðan þú vaktir. Hún leit beint framan i hann, en það var engin hlýja i brosinu, sem hún setti upp. — Jú, það gerði ég, sagði hún. — En nú fer ég upp. Þegar hún gekk til dyranna, sagði maður hennar við hana: — Ég var næstum búinn að missa hana frú Sorren, af þvi að ég var að leita að þér. Hún svaraði þessu engu. Elgur stóð upp. — Hún er i fjandalegu skapi. Mér er vist bezt að hafa mig heim á leið. 1 svona skapi getur hún hafa sviðið kof- ann af. Læknirinn sat kyrr. — Það er einkennilegt, hvernig áhyggjurn- ar geta setzt að manni. Og svo kom ekkert fyrir hana. Nú get ég fengið ofurlitinn svefn. Svolitinn hænublund áður en ég fer aftur til Sorrens. — Ég sé þig eftir hálfan mánuð eða kannski mánuð. Ég skal ná I þessi bifurskinn handa henni Rósu. En þá ætla ég aö fara einn, eins og ég hefði reyndar alltaf átt að gera. Hann gekk til dyra og göngulagið var stirt og þreytulegt. Hann fór út og læknir- inn heyrði til hans fyrir utan hús- %. Moline læknir sat lengi og hvildi sig, og naut þess að vera laus við áhyggjurnar sinar. Þetta var rétt eins og að komast til heilsu aftur, eftir langa þrúgandi sjúkdóm. Plötuspilarar 33-45 snúninga. Vefstóla, Þrfhjól. Brúðuvagnar. Brúðukerrur. Stignir traktorar Stignir bilar. Vindsængur. Sundsængur, Gúmmibátar. VIRKI margar, gerðir. Rafmagnsbilabrautir. Knattspyrnuhúfur. Hláturspokar. Sendum i póstkröfu samdægurs. LEIKFANGAHÚSIÐ, Skólavöröustig 10/ sími 14806. 36 VIKAN 31. TBL.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.