Vikan


Vikan - 01.08.1974, Síða 38

Vikan - 01.08.1974, Síða 38
ekki, hvernig hann ætti að koma j orðum að þvi. Það eina, sem hann j gat sagt, var: — Rósa, ég var svo ■áhyggjufullur. Ég var rétt að þvi I kominn að sleppa mér. En hún svaraðijessu engu. Að vera hérna. Að finna hana við hliðina á sér, finna einskonar sameiningu þeirra, að finna hold hennar undir hendinni — það gæti læknaö þjáninguna af undanfar- inni hræðslu. Hann bylti sér á hliðina Hún sneri að honum bak- inu. Þá tók hann hendinni hægt og varlega yfir um hana. Hún hvorki hreyfði sig né neinum mótmæl- um. Flóðalda vonar og eftirvænt- ingar fór um hann allan. Þrátt fyrir skapið i sér var hún fegin að v'éra komin heim og ánægð, að hann skyldi vera hjá henni. Hann þrýsti hendinni á brjóstið á henni. Það var honum huggun að finna hlýjuna af henni, af mjúku hold- inu. Það var það sem hann þarfnaðist. Hjónabandið þeirra gæti orðið innilegt og þýðingar- mikið. Hún sagði: — Geturðu aldrei stillt þig um aö vera að káfa á mér? Hann lét höndina siga og dró hana að sér, og sneri sér frá henni, særður og auðmýktur. Hann vissi, að hún hafði þagað svona lengi, aðeins til þess að vekja hjá honum von, til þess að geta eyðilagt hana aftur. Honum leið illa og hann var fullur haturs. En hatrið beindist gegn honum sjálfum, fyrir að vera að koma sér i aðstöðu, sem gat ekki oröiö honum til annars en ama.Hannhefði þó mátt vita, eftir skapinu i henni, að hún átti ekki til annaö en illsku og illkvittni handa honum. En þörfin var sú sama eftir sem áður. Hvorki auðmýking né reiði gátu eytt henni. Þessi þögn og kuldalega einangrun olli honum engu minni sársauka en undan- genginn ótti. Hann gat beinlinis ekki legið svona og fundið þessa þörf, þörf á að snerta hana með hendinni. Það var þaö eina, sem hann þorði aö þrá, en hann þráði þaöbara svo óskaplega. Áð i-eyna aftur mundi bara gefa fyrirlitn- inguna hennar i aðra hönd, en allt var þó ‘betra en aðskilnaður. Hann verkjaði i hendurnar af löngun til að snerta hana. Hann lá svona þangað til hann hélt, að hún væri sofnuð og læddi þá hendinni yfir hana. En hún var ekki sofnuð. — Viltu láta mig i friði með þessar bómullartfnsluhendur þinar? Hann fór fram úr og tók að klæöa sig. Og til þess að reyna að bera sig mannalega, sagði hann: — Égman þaðnúna,aðég þarf að fara aftur til Sorrens. Svo gekk hann út úr herberginu, og auðmýkingin varð að sjálfsásök- un, fyrir að hafa ætlað að gerast nærgöngull við hana þega,r hún var þreytt. Þegar Rósa heyrði Lew ganga niður stigann, bylti hún sér á bak- iö. Reiðin sjatnaði heldur. Hún hugsaði til mannsins sins með kuldalegu hatri. Hugsunin um, að hann skyldi geta ruðzt hér inn og káfað á henni.... Þessi vand- ræðalega framkoma hans var móðgun við hana. Fyrst að verða vitlaus af hræðslu og siöan koma skriðandi að biðja um samúð hennar. Og hann hagaði sér eins og ekkert hafði gerzt — eins og hún væri ekki búin að slita sig frá honum. En svo spurði hún sjálfa sig, hvaö hún hefði grætt á þessum óvænta aðskilnaði. Hún var ekki búin að ná i Latimer. Nú hlaut hann að vera einhvers staðar hátt á lofti að fljuga til Chicago án hennar. Það versta, sem hana hefði getað órað fyrir, var nú komiö fram. Hún hafði fundið hann og boðið sig fram. Hann hafði þegið boðið og siðan strokið frá henni. XII. Það sást á ýmsu, að halla tók af sumri. Hádegisskuggarnir lengd- ust, og ferski liturinn á trjánum dökknaði. Og enda þótt enn væri heitt á daginn, var rétt eins og einhver frostþefur af nóttinni. Elgur hamaðist við að safna sér eldivið úti i skóginum. Bak við kofann sinn var hann að kljúfa sedrusviö til uppkveikju og harða eik til að hita upp með i vetrar- kuldanum. Þegar kuldinn kæmi fyrir alvöru yrði nauðsynlegt að kveikja upp i báðum eldstæðununu Hann hjó tré og sagaði það niður i búta, sem siðan yrði hægt að flytja heim á sleða. Hann fór sér öllu hægt, þvi að veörið gaf til kynna, að veturinn mundi ekki koma mjög snögg- lega. En hugurinn hjá honum var ekki eins hress og likaminn. Sið- asta fylliríið hjá honum hafði verið stutt, og tilgangurinn með þvi hafði ekki verið náð nema að nokkru leyti. Hugurinn reikaði til fortiðarinnar. Lily...... Hvar skyldi hún vera? Lifandi eða dauð? Og krakkarnir — þeir voru nú orðnir aðkonum. Vissu þær, að hann væri til, eða áttu þær annan föður, sem þær héldu sig eiga tilveru sina að þakka? Ef hann nú færi heim aftur....? Á þessum svala morgni meðan hann var að snyrta viðarbútana af sedrustré, sem hann hafði fellt, heyrði hann riffilskot. Tvö snögg skot. Hann hallaði sér fram á öx- ina og setti á sig áttina, sem skot- in komu úr. Siðan flýtti hann sér inn i kofann, tók riffilinn sinn og lagði af stað út i skóginn. Hann stefndi eftir þvi sem hann bezt gat munað eftir skothvellunum, hratt og hljóðlaust með óstyrku göngulagi. Fæturnir á honum gengu gegn um undirskóginn og óðu gegn um hann frekar en traðka hann undir fæti. Þannig heyrðist ekkert til hans. Það leið ekki á lönguáður en hann heyrði lágt mannamál. Hægar og hljóðlegar en áður hélt hann áfram. Loks sá hann tvo menn i einu rjóðrinu. Og þaö lá dádýr hjá þeim, sem búið var að taka innan úr. Annar maöurinn var að birkja það með hnif i hendi, skóf fitulagið undir skinn- inu og fló skinnið af. Elgur hreyfði sig ekki en stóð og horfði á þá. Latimer leyfði enga dýraveiðar á landi sinu og löglegi veiðitiminn var enn ekki kominn. En þessir menn voru ekki glæsibúnir veiðimenn að sunnan. Þetta voru sveitamenn. Ekki sportveiðimenn, heldur ná- grannar sem voru i kethraki handa heimilunum sinum. Þeir mundu taka veiðina sina og læöast burt. Þetta voru ábyrgir menn, sem mundu ekki kveikja i skóginum. Elgur sneri við þegjandi og gekk heim á leið. Hugurinn snerist að Rósu. Hann sagði við sjálfan sig, að þegar hann hefði lokið við eldiviðinn, skyldi hann taka sér nokkra daga og leita uppi bifurgrenin og veiða nógu mörg skinn i kápuna handa henni. Þó að það mundi ekki mikinn vanda leysa. En kannski gæti þaö sefað mestu ólundina i henni. Og Lew mundi verða honum þakklátur. Og sá vesalingur mundi hafa gott af að losna við versta broddinn af áhyggjunum út af henni Rósu. Hann kom við heima há sér til þess að losna við riffilinn og doka yfir einni tóbakspipu. Þegar hann sat þar og hallaði sér aftur I stóln- um, var hugurinn ekki við fagra haustdaginn eða verkið, sem hann var að vinna, heldur við löngu lið- inn tima og fólkið sem þá var.... Tóbakiö I pipunni varð að ösku. Hann sló hana úr pípunni, stóð upp og gekk til dyra. Hann hafði verk að vinna. Þegar hann kom út leit hann út yfir vatnið af gömlum vana. Það var eggslétt og speglaði bláan himininn. Augun litu yfir það fram og aftur en staðnæmdust snögglega. Þarna var bátur á vatninu, sem stefndi áleiðis til bryggjunnar hans. Það var hans bátur, sem hann hafði skilið eftir við endann á stignum. Gestir. Ekki vissi hann, hverjir þeir gætu verið. Eins og vénjulega greip hann einhver spenna, þegar gesta var von. Liklega einhver, sem langaði til að fiska. Hann leit ekki af bátn- um, sem nálgaðist. Vatnsflötur- inn var bjartur, og glitraði, svo að Hrúts merkiö 21. marz — 20. aprll Flestir þeir, sem fæddir eru i hrúts- merkinu, munu I þess- ari viku standa fyrir einhvers konar gesta- boði eöa samkvæmi. Og öll þessi boð eiga það sammerkt, aö þau iu h^pgnast mjög Nauts- merkiö 21. aprll — 21. mal pu teiur pig vera mjög illa settan efnahags- lega um þessar mund- ir, en þú lætur þaö þó ekki koma i veg fyrir að þú lyftir þér ærlega upp I vikunni. Notaðu hvert tækifæri til þess að bæta synbandið við gamlan^in þinn. 22. mai — 21 jó’il Nú finnst þér vera far- iö að syrta 1 álinn og þér finnst eins og tak- markið muni aldrei nást, en þessi svart- sýni dugir ekki lengur. Þú verður aö rffa,þig upp úr bölsýninni og læra að horfa bjartari augum fram á veginn. Krahba- merkið 22. júni — 22 jlill Ljóns merkiö 24. júli -r 21 ngiist Meyjar merkiö 24. ágúst — 22 srpt Þér vegnar óvenju vel á vinr.ustað núna I vik- unni og þaö má mikið vera, ef þú færö ekki kauphækkun, eða ein- hverja aöra ivilnun. Gættu þess að láta þetta ekki stiga þér til höfuðs, þvi að þá áttu hættu, að samstarfs- fólk þitt snúi við þér bakinu. Þú hefur slæma sam- vizku þessa dagana og það ekki að ástæðu- lausu. Reyndu nú að sýna, að I þér býr tölu- verð einurð og bættu fyrir mótgeröir þinar i garð saklausra aöila. Miðvikudagurinn er kjörinn til stuttra ferðalaga. Reyndu að vera þolin- móðari en þú hefur veriö undanfarna daga og vikur, þvi að þessi æöibunugangur hefur ekkert að segja. Þú verður líka aö læra að sýna öörum meiri tillitssemi, en þú hefur gert að undanförnu. 38 VIKAN 31.TBL.

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.