Vikan


Vikan - 08.08.1974, Qupperneq 37

Vikan - 08.08.1974, Qupperneq 37
hann uppi eftir tuttugu ára aðskilnað. — Ætlastu til, að ég fari að klappa saman lófunum? — Fenning segir, að þetta sé bráðmyndarleg stúlka. Ekkert sérlega lagleg, en höfðingleg. — Liklega lik honum Elg, gæti ég hugsað mér. — Við verðum að bjóða þeim i mat, Rósa. — Já, gerðu það. Einhverntima þegar ég er ekki heima. Það var úti um góða skapið hjá honum. — Ég vildi að ég vissi hvað að þér gengur. Hvernig ég get gert þig hamingjusama. — Taktu eitthvert meðal. Þetta var i eina skiptið, vikum saman, sem hún hafði hlegið. Og hann hafði hlegið með henni, þó að hon- um liði illa af auðmýkt og feimni. Hún var i illu skapi og gat ekki verið öðruvisi. Latimer var far- inn. Þeirri staðreynd var ekki hægt að komast hjá. Og það var hann, sem hún hafði i fyrsta sinn gefið allt fjör sitt og tilfinningar. Eina nótt hafði henni fundizt hún vera drottning. Hann var sá eini, sem gæti fullnægt henni og svo haíði hann i þessum ástarbrima sinum verið auðmjúkur við hana, og eins og þræll i girnd sinni. Að minnsta kosti virtist þaö svo. En svo var þvi lokið. Þessi ástar- blossi hans haföi veriö lygi, bara kænskubragð til þess að fá hana til að svala girnd hans. Og svo var hann þotinn. Nóg haföi svo sem verið af loforðunum, en eftir þvi sem vikurnar liðu, urðu þau að lygum. Svo einn daginn sagði Jennie, Indiánastúlkan, upp vistinni með þeim ummælum, að ekki væru til nógir peningar i öllum bænum, til þess að borga henni fyrir að standa undir eilifum skömmum og svivirðingum. Heima hjá henni mömmu hennar, sagði Jennie, kunni fólk að hlæja og njóta ofurlitið lifsins. Rósa sagði henni að koma ekki aftur. Nú settist rykið á öll borð og hillur. öskubakkarnir fylltust af gráu dufti. Þegar Rósa varð svöng, stóð hún við kæliskápinn og nartaði i það, sem hún gat fundið þar. Hún geröi enga til- raun til að útbúa máltíð handa manni sinum, og snerti ekki á að búa um rúmið. Einn daginn sagði Lew, að hann ætlaði að ná 1 Jennie aftur. Rósa hreyfði engum andmælum. Þess- ari einangrun hennar var aö verða lokið, enda fannst henni hún vera alveg að kafna I henni... Sjálf var húp lasin og allur heim- urinn dimmur og óeðlilegur. Lew læddist hljóðlega út á morgnana, til þess að vekja hana ekki, og svo kom hann heim siðdegis og sat og horföi á hana, og beiö færis til að ná f vatnsglas handa henni eða kveikja i sigarettu, hlusta eftir hverri ósk hennar og vera þakk- látur, jafnvel þótt það væri eitt- hvert skammaryröi. Og enda þótt hpn fyrirliti hann fyrir þennan þrælsótta hans, var hann henni nauösynlegri en fæða og loft. Fyrir bænarstað Lews kom. Jennie aftur. Nú var aftur tekiö til i húsinu og maturinn kom reglu- lega á borðið. Oft langaði Rósu til að öskra upp, að hún hefði verið hjákona Neils Latimer, en stillti sig um það. Hún var hrædd um, að það gæti breytt Lew i eitthvað, sem hún vissi ekki, hvað var, að þrælsóttinn hans gæti snúizt upp i hugrekki og fengið hann til þess að yfirgefa hana. Og stolt hennar særðist æ meir, er hún skildi, að hún var háð þessum manni — bjána, sem fór i taugarnar á henni hverja stund — andardrátt- urinn hans þegar hann svaf og hitinn af honum i rúminu, sultur- inn I honum fyrir máltiðir og slyttishátturinn þegar hann sat. Og svo hafði hann ekki næga sjálfsvirðingu til aö greiða reikn- ingana sina. En það var bara ekki um annað að velja hjá henni. Þetta særða stolt hennar breiddist út eins og meinsemd, og hún hékk svona allan daginn, án þess að geta tekið sér nokkuð fyr- ir hendur. En hún átti samt til einhvern meðfæddan dugnað, sem þjáningin gat ekki haldið i skefjum til eilifðar nóns. En svo fór hún smám saman að fá ofur- litla von aftur. Latimer kynni að skrifa henni. Hann var að minnsta kosti enginn bjáni og ekki gæti hann fengið skilnaðinn ef hann ætti sér hjákonu. Vonin varð smámsaman rikari i huga hennar, og hugsanagangurinn varð djarflegri. Stoltið i henni smáhjarnaði við. Hann var heið- arlegur maður, sagði hún við sjálfa sig. Hann hafði sagzt mundu einhvernveginn hafa sam- band við hana. Og þá mundi hann gera það. Hann hafði sagt, að þau skyldu hittast einhversstaðar og kynnast betur. Hún fór að hugsa um fatnaðinn sinn. Nú skyldi hann ekki sjá hana i vaðmáls-slð- buxum og hálfgerðum karl- mannsjakka. Hann skyldi fá að sjá hana klædda sem fagra konu... En svo varð vonin að trú og henni fannst i hvert sinn sem lestin kom másandi inn i bæinn úr surði, þá væri hún að færa henni bréf frá Neil. Vitanlega kæmi bréf, sagöi hún við sjálfa sig. Latimer hafði verið alveg frá sér numinn af hrifningu á henni. I fyrsta sinn i margar vikur, fór hún út fyrir hússins dyr. Lew tók alltaf bréfin á póst- húsinu á morgnana. Nú varð hún að taka við þvi starfi. Það kynni að koma bréf. Hún var vön að koma á pósthúsiö strax og búið var að lesa sundur bréfin, og opna pósthólfiö með ákafan hjartslátt. Reikningar, timarit, bréf til Lews frá einhverjum bræðra hans, sem áttu heima vestur i landi, meðalaauglýsingar. Þetta var ó- breytt frá degi til dags. En vonin vaknaði um leiö og hún sjálf. Þá stóð hún á öndinni þegar hún gekk niður eftir Aðalstræti og sá varla fyrstu innkaupakonurnar, sem framhjá henni fóru. Og hún var ennþá lafmóöari, þegar hún snerti hnappinn á pósthólfinu. Hún flýtti sér að gá að bréfinu frá Latimer, en svo var hún ekki lengur móð — og heldur ekki lengur vongóö. Og svo gekk hún heim, sein á sér og full örvænting- ar. En trúin vaknaöi aftur og innan klukkustundar þóttist hún viss um, að morgundagurinn mundi færa henni bréf frá Latimer. Latimer hafði sagzt mundu koma aftur þegar veiðitiminn byrjaði. En það var litiö gagn i þvi. Áhugi hans yrði allur við veiðarnar en alls ekki við hana. Hann mundi koma á þeim árs- tima hvort sem hún væri I bænum eða ekki. Þetta mót þeirra, sem hún var alltaf að vonast eftir, þyrfti að stafa af þrá hans eftir henni sjálfri. En til þess að bjarga stoltinu sinu og sleppa sér ekki út I lam- andi örvæntingu, fór hún að finna sér ástæður til þess að Latimer kom ekki til hennar, þrátt fyrir alla ástarþrána. En út úr þessum hugleiðingum spratt sú sannfær- ing hjá henni, aö hún yrði að fara til hans. Þó ekki þrengja sér inn á hann, heldur láta þaö líta út eins og tilviljun, að þau hittust. En þessi hugdetta gerði hana samt hrædda, þvi að þá gæti hún átt á hættu aö hann visaði henni algjör- lega frá sér. En vonin um að hitta hann geröist nú samt býsna á- leitin. A hverjum morgni stikaöi hún á pósthúsið, hálfsannfærð um, að þar mundi bréf biöa hennar. En nú var hún orðin öruggari i sann- færingu sinni, svo að bréflaust pósthólfið olli henni ekki veruleg- um vonbrigðum. Hún fór aö taka betur eftir umhverfi sinu og gera sér ljóst, að haustið var aö nálg- ast. Fuglarnir, sem höföu sungið i trjánum, voru horfnir. Blómin I garðinum höfðu sáö sér út og HORNSÓFASETT Hentar alls staðar. Settið getur meðal annars samanstaðið af stól, tveggja sæta sófa óg þriggja sæta sófa ásamt hornborði og sófa- borði. SVEFNBEKKIR ýmsar stærðir og gerðir. SKRIFBORÐSSETT fyrir börn og unglinga. 2 stærðir. Úrvaláklæða, hagstætt verð og greiðsluskil- málar. Sendum gegn póstkröfu um allt land. HÚSGAGNAVERZLUN^ MiSÐI §f. GRENSÁSVEGl 50 SÍMI 84818 32. TBL. VIKAN 37

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.