Vikan


Vikan - 19.09.1974, Blaðsíða 2

Vikan - 19.09.1974, Blaðsíða 2
Skólasta á að líkj< lífinu uta skólans Rætt við Kára Amórsson, skólastjóra Fossvogsskól- ans, um opinn skóla. Sú var tíð, að skólaganga var forréttindi fárra einna, og hlutskipti margra, sem fýsti til mennta, varð að horfa vonsviknir eftir þeim, sem hlutu hnossið og fóru i skóla. Timarnir breyttust, og menntunin varð allra — að minnsta kosti grundvall- armenntun. Jafnréttið varð að skyldu — skóla- skyldu. Skyldunni fylgdu ýmsir annmarkar, og brátt fór að bera á margs kyns vanköntum á skóla- starfinu. Sumir nemendur virtust til dæmis ekki kunna að meta gæðin, sem menntun og skólum fylgja, og þá skutu ófreskjur á borð við námsleiða upp kollinum og tóku að setja þrúgandi svip sinn á nemendur og kennara, stundum svo mjög, að lítill árangur varð af starfi þeirra. Einnig þótti bera á þvi, að skólarnir fjarlægðust óðum raunverulegt þjóðlif utan þeirra, einangruðust og voru þvi ekki færir um að búa nemendur sína undir framtíðina. Til ýmissa ráða hefur verið gripið i þvi skyni að brjóta skólaófreskjurnar á bak aftur, og kannski eru einiia merkastar tilraunir með opna skóla, sem undanfarin ár hafa verið gerðar viða um lönd. Fyrir tveimur árum hófst fyrsta tilraun með opinn skólá hérlendis, þegar Fossvogsskólinn i Reykjavik tók upp opið kennslukerfi. Við fengum Kára Arnórsson, skólastjóra Fossvogsskólans, til að segja okkur frá þessari athyglisverðu nýbreytni. — Um hvað er opinn skóli eink- um frábrugðinn hefðbundnum skólum? — Opni skólinn hefur fellt niður bekkinn sem einingu innan skól- ans. 1 hans stað er í opna skólan- um hópur nemenda á misjöfnum aldri, sem hafa sérstakan um- sjónarkennara. Hjá okkur i Foss- vogsskólanum hafa verið þrir aldursflokkar saman i hópi, og hvern hóp hafa skipaö milli tuttugu og þrjátiu némendur. Hópurinn starfar ekki sem eigin- legur bekkur og hefur ekki fasta stundaskrá, heldur er hver náms- grein unnin á ákveðnu starfs- svæði, sem kennararnir skiptast á um að leiðbeina á, óg nemendur hafa tiltölulega frjálsar hendur um, hvaða námsgrein og um leið starfssvæði þeir velja sér hverju sinni. — Býður þetta ekki heim þeirri hættu, að börnin vanræki náms- greinar, sem þeim þykir ekki gaman að? — Til þess að fyrirbyggja slikt eru farnar ýmsar leiðir. Fyrir. hverja viku er ákveðinn fastur Gamall sveitabær, búsmaii og bualið. Reynt er að láta föndrið tengjast öðrum námsgreinum eins og þessi mynd ber greinilega með sér. ,,Ennþá hef ég ekki fundið neitt i opna kerfinu, sem ég álit ekki mjög bætandi frá bekkjarkennsl- unni.” Svo farast Kára Arnórs- syni m.a. orð I viðtalinu. kjarni, sem nemendur bera ábyrgð á að ljúka, þó að þeir skipuleggi sjálfir timann, sem þeir hafa til þess, og nemendur þurfa að gera umsjónarkennara sinum grein fyrir þvi, hvað þeir eru að starfa. Valið er fyrst og fremst ætlað til þess að þau beri 2 VIKAN 38. TBL.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.