Vikan


Vikan - 19.09.1974, Blaðsíða 37

Vikan - 19.09.1974, Blaðsíða 37
rækna óbeit hennar á Indiána- stúlkunni vildu ékki láta afneita sér. Hún stóð upp, fór I slopp og stakk fótunum i inniskó. Siöan gekk hún niður. Jennie var i eldhúsinu. 1 stað þess að leggja á borð fyrir Rósu, hafði hún sett matinn á eldhús- borðuð. Stúlkan sagði: — Ef þú vilt éta, geturðu gert það hérna. Ég vil ekki fá stofuna útsvinaða. Ég er nýbúinn að vera þar með ryksuguna. Rósa þaut upp: — Þú ert rekin! Jennie hló bara og hysjaði upp um sig buxurnar. — Nei, ekki aldeilis! Þú hefur hér ekkert að segja lengur. — Ég skal ná mér niðri á þér, rauðskinnan þin. Rósa hellti 1 bollann og bar hann inn i stofuna. Þar sat hún svo og hafði ekki aug- un af stignum, og var á verði gegn öllum heimsóknum. En enginn kom,og svo leið fram yfir hádegi, án þess að neitt birti yfir. Grám- inn smaug gegn um öll hennar bein og sálina með. Hún sat þarna I hyldjúpu harmahafi. Þá hringdi siminn, en hún geröi ekki svo mikið sem snúa augun- um frá birtunni úti fyrir. Siminn hringdi aftur. Hún bölvaði og sagöi: — Lofum honum að hringja. En hann hélt áfram og argaði I öllum taugum hennar. Lofum henni Jennie að taka hann, sagði hún við sjálfa sig! Stúlkan kom inn i stofuna og Rósa leit á hana. Þetta var eins konar sigur yfir stúlkunni. Jennie horföi á hana með sýnilegum við- bjóði i augnaráðinu, og sagði: — Þú . . . . ó, guð minn. Ég ætlaði ekki að svara, en ég hugsa, að þetta sé læknirinn til að fá að vita, hvaða matvörur hann á að koma með. Hún gekk letilega að simanum og stöðvaði hringinguna. Rósa heyrði hana segja: — Já, hún er hérna. Jennie leit á Rósu. Það er til þín. — Hver er það? — Karlmaöur'. Ætlarðu að tala við hann eða ekki? Rósa fór aftur að horfa út um gluggann. — Nei, það ætla ég ekki. Hún gat sér þess til, að þetta væri enhver nágranni, sem ætlaði að fara að hugga hana i þessum lasleika hennar. — Hann segist verða að tala við þig. Stúlkan hélt á tækinu, reiðu- búin til að skella þvi á. — Ekki nema ég viti, hver það er. Stúlkan lét boðin ganga i sim- ann og sagði síðan við Rósu: — Það er Neil Latimer. Hún stóð upp og greip báðum höndum i gluggann, sér til stuðn- ings. — Leggðu ekki á! Sloppur- inn bylgjaðist um hana, þegar hún flýtti sér að gripa simann. — Neil! kallaði hún. — Neil, ert þetta þú? Hún varð glöð og vongóð þegar hún heyrði röddina hans. — Hvað er þetta, Rósa? Ertu nú orðin of góð til að tala við mig? — Nei, nei. Ég hef bara verið veik. Dálitil þögn. — Það var leiðin- legt. Atti ég nokkra sök á þvl? — Já, alla. En hvar ertu? — í Fleming. Var alveg að koma. Má ég koma og hitta þig? — Já. Og svo sagði hún honum, hvernig hann ætti að komast þangaö, en bað hann að gefa sér tém til að klæða sig. Hún lagði frá sér simann og hló jfsalega. Nú fór um hana alla ein- hver fiðringur af fjöri og dugnaði. Hún var ekki nokkurn skapaðan hlut veik. Hann var kominn, eins og hann var búinn að lofa. Og hann hlaut að vera orðinn laus, annars hefði hann ekki komið. Hún þaut upp stigann og upp i baðherbergið. Þar fleygði hún af sér sloppnum og fór undir steyp- una. Hún varð að vera ilmandi og falleg, þegar hann kæmi. Hann var kominn! Hann hafði þá alltaf elskað hana! Það var bara stolt- inu I henni að kenna, að hún hafði ekki skilið það. Hún fór i kápu og þaut í snjón- um út aö stignum. Þegar hún staðnæmdist, lafmóð af æsingi, sá hún bil beygja út af veginum. HANSA-húsgögn HANSA-gluggafjöid HANSA-kappar HANSA-veizlubakkar Vönduð íslenzk frctmleiðsla. Umboðsmenn um allt land. Bogmanns- merkið Geitar- merkið 22. des. — 20. ian. 21. jan. — 19. febr. 20. febr. - 20. mari Vogar- merkið 24. sept. — 23. okt. Þú átt vangoldin bréf, heimsóknir, simhring- ingar og margt annaö sem viöheldur kunn- ingsskap. Taktu þig nú á og komdu þessu i betra horf. Þú færð óvænta frétt á föstu- daginn. Dreka- merkið 24. okt. — 23. nóv. Þú lendir i rimmu við kunningja þinn eins og þú hafðir gert ráð fyrir. Upp úr helginni skeður ýmislegt sem þú getur fljótlega fengið botn i. Settu óskir þlnar skýrt og skýlaust fram. 23. nóv. — 21. des. Þessa viku skaltu vera á verði og leggja ekki út I neinar nýjar fram- kvæmdir. Viöræður við yfirboðara þina gætu þýtt eitthvað stórt fyrir þig, en vertu varkár, það er númer eitt. Gættu aö framkomu þinni, reyndu að vera sem alþýölegastur, án þess að vera uppá- þrengjandi. Leiðréttu strax misskilning sem komiö hefur fram vegna hreinskilni þinnar, en segðu ekki of mikið. Fyrir marga fædda milli 12.og 19. verður vikan nokkurs Eonar sæluvika. Feröalag, brúðkaup, trúlofun setur^ef til vill mestan svip á dagana. Þú þarft að koma af mikl- um bréfaskriftum. Nágranni þinn er helzt til hávaðasamur og mun hann trufla þig nokkuð. Mál sem rædd verða á fundi bráölega vekja þér mikla furðu og reiði. Þér berst óvænt hjálp I þvi sam- bandi. 38. TBL. VIKAN 37

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.