Vikan


Vikan - 19.09.1974, Blaðsíða 45

Vikan - 19.09.1974, Blaðsíða 45
Flest venjulegt fólk gerir sér þær hug- myndir um fyrirmyndarhjónaband, að það byggist á gagnkvæmum skilningi, tillitssemi, kurteisi. Fyrirmyndar hjón rifast ekld og slást — þá er eitthvað meira en litið að. Sá frægi leikari Jack Lemmon og fallega, skaprika konan hans, hún Felicia Farr, lita hins vegar ekki þannig á málið. Þeirra hjónaband getur sannarlega ekki talist friðsamleg sambúð, — og þó eru þau innilega ást- fangin, og hjónabandið virðist traust. að hann hafði unnið bug á minni- máttarkennd sinni og óöryggi. Felicia sýndi sjálfstæði sitt þegar i æsku, þegar hún ferðaðist ,,á puttanum” þvert yfir Banda- rikin aðeins 12 ára gömul. Og hún var ekki nema 14 ára, þegar hún vann fyrir sér sem ljósmynda- fyrirsæta til þess að geta greitt fyrir leiklistartlma. Hún giftist 17 ára, eignaðist dóttur og skildi við manninn sinn. áður en hún hafði náð tvitugsaldri. Felicia þykir hafa góða leikhæfileika, og Jack hvetur hana til þess að leika. En hún setur eiginmann sinn og börn ofar eigin frægð og frama og kveðst ekki geta hugsað sér að vera lengi i burtu frá þeim. Annars vill Jack ekkert fremur en að hún eignist sem flest börn. — Jack dýrkar börn, segir hún. fyrri hjónaböndum og svo eina dóttur saman. En Jack vill meira. Eg veit ekki, mér finnst það svo mikil ábyrgð að fæða börn inn i þennan heim og ala þau upp, en ég elska Jack svo mikið, að ég held nærri þvi, að ég veröi að upp- fylla þessa ósk hans. Einu siiini varð hjónaband þeirra Feliciu og Jacks að stand- ast þunga prófraun. Það var með- an Jack lék i myndinni „Save the Tiger”, þar sem hann fór með hlutverk Harry Stoner, vel stæös miðaldra viðskiptahölds, sem rambaði á barmi geðveiki. — Jack er alltaf blátt áfram fanginn af hlutverkum sinum, segir Felicia. Persónuleiki þess, sem hann á að leika, verður alltaf svolitill hluti af honum sjálfum. í þetta sinn gekk hann of langt. — Ég hlýt að hafa verið alveg hræðilegur, segir Jack. Ég var uppstökkur og viöskotaillur við alla. Þetta gekk svo nærri mér, að stundum gat ég ekki talað við nokkra manneskju timunum saman. Ég þakka guði fyrir, að Felicia gat haldið þetta út. Feljcia viðurkennir, að hún var orðin dauðhrædd um hann. Hún fórnð keyra hann til vinnu, þvi að aksturslag hans var orðið all- glannafengið. Og eftir þvi sem hann lokaðist meira og meira, skildi hún, að hann var að reyna, hversu langt hann gæti gengið, án þess þó að fara alveg yfir um. Hann hætti jafnvel að leika sér við litlu dóttur sina, sem er hans eftirlæti. — Mér væri sama, þó honum væri sagt, að hann væri betri en sjálfur Laurence Olivier, segir Felicia. Slika reynslu vildi ég ekki ganga I gegnum aftur. Raun- ar færði hún okkur enn nær hvort öðru, en mikið létti okkur öllum, þegar heimilislifið gat aftur faliið I fyrri skorður. Sem betur fer fékk Jack hvert hlutverkið á fætur öðru I léttum gamanmyndum strax og hann hafði lokið leik sinum i „Save the Tiger”, og innan skamms var hann orðinn hann sjálfur. Og hjónabandið hefur 'aldrei verið betra.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.