Vikan


Vikan - 19.09.1974, Blaðsíða 13

Vikan - 19.09.1974, Blaðsíða 13
ÆlflNTYRI hana i vasann og dregið renni- lásinn fyrir. Þegar ég vaknaði, sá ég konu eina, sem stóð við hlið mina. ,,Það vill þó ekki svo til, að þú hafir fundið gullflautu hér?” spurði hún. ,,Er það þessi?” sagði ég og sýndi henni gull- flautuna. ,,Það er hún”, svaraði konan. „Gætirðu ekki tekið af hundinum hálsbandið?” spurði hún i sömu andrá. „Hvers vegna ætti ég að gera það?” vildi ég fá að vita. Hún hugsaði sig um litla stund, en sagði siðan kyrrlátlega: ,,Ég er ekki af mannaættum. Maðurinn minn hafði fengið gefna gullflautu frá föður minum. Dag einn, er við vorum á þessum slóðum, týndi hann henni. Faðir minn varð svo reiður, að hann breytti honum i hund. Þegar honum rann reiðin, sá hann eftir þvi, en þá var það orðið of seint. Menn höfðu þá náð tangarhaldi á hundinum.. Hann var kominn með hálsband, og þá duga engir töfrar okkar.” Þá sá ég huldukonuhalann, sem gægðist niður undán kjólnum. I undrun laut ég niður og leysti af hundinum hálsbandið. Um leið varð hann að huldumanni. Aldrei á minni lifsfæddri ævi hef ég verið svo hræddur. En þegar ég sá gleði þeirra yfir að sjá hvort annað, varð mér öllu rórra. Ég skilaði þeim einnig gullflautunni. Þau þökkuðu mér og buðu mér siðan með sér, þvi nú ætluðu þau að halda gestaboð. Ég þáði þetta boð. Huldukonan blés þá i gull- flautuná, og i sömu andrá stóðum við á hlaðinu við bónda- bæ einn. 1 stórstofunni voru borð upp sett. Við fengum mikið af góðum mat og sterkum veigum. Margt og undarlegt fólk kom þama. ölið var sterkt og ég sofnaði að siðustu. Ég vaknaði við svalann blæ i lofti. Við fætur mina lá hundurinn og hvildi hausinn á fótum sér. Sólin var að siga bakvið f jöllin i vestri. Þetta var undarlegur draumur. Ég lagði af stað heim á leið. A leiðinni gáði ég i vasann að gull- flautunni. Hún var horfin. Hjarta mitt sló hrdðar, og ég gaut augunum til hundsins. Skyndihugdetta fékk mig til að lúta niður og leysa af hundinum hálsbandið. Hann þaut af stað, og siðan hefur ekkert til hans spurst. _________ALFURINN___________ Einu sinni var álfur, sem lá sofandi Hann var ekki stærri en þumalfingur. Hann vaknaði af svefni. Það var svalur andvari i lofti. Umhverfis hann stóðu trén, grasið og blómin og voru hrygg. Fuglarnir sungu ekki. Sólin hafði falið sig á bak við ský. Hvað hefur gerst? hugsaði hann, þvi að hann hafði sofið mjög lengi. Norðanvindurinn fór hjá. Getur þú sagt mér, hvað hefur gerst? hrópaði álfurinn. Það get ég, svaraði norðanvindurinn. Það hefur geisað styrjöld. Tvær mannverur sem elskuðu hvor aðra, urðu að skiljast að. Hann kom ekki aftur. Ég veit það eitt, að hann reikar um i stórum skógi. Ógnir hafa ruglað hann og glapið og hann drepur allt, sem á vegi hans verður. Nú er hún að leita hans, og hún hefur villst. Norðanvindurinn strauk nokkur snjókorn af vanga sér. Getur ekki einhver hjálpað þeim? spurði álfurinn. Ég býst ekki við þvi, sagði norðan- vindurinn. Litli álfurinn sat og braut heilann. Ég ætla að hjálpa þeim, sagði hann, og ég ætla að spyrja Guð Almáttugan sjálfan. Viltu hjáipa mér áleiðis? Það skal ég gera, svaraði norðan- vindurinn. Hann þaut af stað með norðan- vindinum i gegnum hinn eftir Kjell Gabrielsen kaldasta kulda. Siðap fór hann með sunnanvindinum um hina hlýjustu hlýju. Með vestanvind- inum ferðaðist hann um hið myrkasta myrkur, og með austanvindinum fór hann fram- hjá sólaruppkomunni. Um leið var hann kominn til Himnarikis. Þar hitti hann Heilagan Pétur. Getur þú hjálpað mér? spurði álfurinn, og skýrði frá mála- vöxtum. Pétur hugsaði sig um, en svaraði siðan: Veistu, að mennirnir kæra sig orðið svo ósköp litið um okkur. Þeir hafa nóg með sjálfan sig. Samt vil ég reyna að hjálpa þeim. Sjáðu nú til, sagði hann, taktu þetta fræ, og svo sagði hann álfinum, hvað hann ætti að gera. Alfurinn flýtti sér þá aftur sömu leið og hann hafði komið Álfurinn leitaði hennar lengi, áður en hann fann hana. Það var nótt, og hún lá sofandi undir tré. Hann sveif niður að hlið hennar. varlega lyfti hann öðru augna- loki hennar og stakk fræinu inn i augnakrókinn. Að morgni vissi hún, hvert hún átti að fara. Það var löng leið, en loks kom hún að skóginum stóra, sem stóð þar þungbúinn og svartur. Þar sá hún hann. Hún varð svo glöð, að hún ætlaði að hlaupa til hans. En hann þekkti hana ekki aftur. Hann reiddi öxi sina ÍA höggs og ætlaði að höggva hana. Þá féll tár af hvörmum hennar. 1 tárinu var fræðið. Um leið og það nam við jörðu, spratt þar upp blóm. Það varpaði af sér fagurri og skærri birtu. Flemtraður skildi hann, hvað hann ’nærri hafði gert. öxin féll til jarðar. Hið illa hafði misst völdin. Nýtt vor freyddi um skóginn. Birtan hélt innreið sina. Trén grösin og blómin teygðu krónur sinar og bikara i átt til himins. Og himinninn sjálfur geislaði i allri sinni dýrð. 38. TBL. VIKAN 13

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.