Vikan


Vikan - 19.09.1974, Blaðsíða 42

Vikan - 19.09.1974, Blaðsíða 42
eldhús vlkunnar BRAUÐ ER HLAÐIÐ MEÐ... Landgangai Nr. 1 Reyktur lax með sítrónufjórðung- um, eggjum, sem ekki mega sjóða of lengi og örþunnum lauk- sneiðum. Nr. 2 Hangikjöt eða skinka ásamt aspastoppum. Hráir eplateningar i mayonnaise krydduðu með sitrónusafa. Skreytt með stein- elju. No. 3 Brauð, smjör, rifinn hrárlaukur, tómatsneiðar, sardinur og siðast rifinn ostur ofan á. Þetta brauð þarf að vera i ofninum i ca. 10 minútur og berast strax fram. Landgangarnir eru bornir i heilu lagi inn og skornir i sneiðar við borðið. Fátt er notalegra en að fá sér ein- hverja hressingu með vinum þeg- ar komið er heim úr kvikmynda- húsi, leikhúsi, eða á ánægjulegri stund með öllu heimilisfólkinu. Berið fram smurt brauð með öli eða tei. Sólarauga Það er búið til með einhverri teg- und af niðursoðinni síld eða reyktum makríl sem fást á dós- um. Saxaður hrárlaukur, sýrð rauðrófa og kaperskorn. Og að siðustu hrá eggjarauða, sem setja má i eggjaskurninu ofan á, sem skraut. SWHimfc Sardinur i hátiðabúningi Stórar sardinur eru settar eins og vifta ofan á brauðsneið með salatblaði undir. Skreytið með svörtum kaviar, tómötum og sitrónu. Berið gjarnan sitrónubát með svo hver sem óskar, að hafa rikulega af sitrónusafa hjá sér, geti kreist yfir. Rækjupýramidi. Mayonaisehraukur settur á miðja sneið. Sitrónusneið þar á ofan og rækjum raðað i kring og ofan á. Þeir sem ekki þurfa að spara rækjurnar geta sleppt mayonessinu og byggt pyramid- ann upp án þess. 'ii i—W' " 42 VIKAN 38. TBL

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.