Vikan - 19.09.1974, Blaðsíða 10
Ertu að byggja?
Viltu breyta?
Þarftu að bæta?
GRENSASVEG118,22,24
SÍMAR: 32266-30280-30480
Dósturinn
Lagleg, rauðhærð og öf-
undsjúk
Kæri Póstur!
Ég vona, aö þú gefir mér góö
ráö? Þannig liggur i því, aö ég er
hrifin af strák, sem heitir Ævar
(vill ekki láta kalla sig lilli-
manni). Eitt kvöldiö var ég meö
vinkonu minni og Gylfa vini hans.
Reyndu þeir báðir viö hana, og
varö ég þá svo reiö, að ég sló
Ævar utanundir og hljóp burtu.
Hvaö á ég aö gera? Ég er aö sál-
ast úr öfundsýki. Hann stríöir
mér ‘oft meö aö kalla mig
„Doppulinu”, þvl ég er rauöhærö
meö freknur, en þó mjög lagleg.
Þaö siöasta, hvaö helduröu, aö ég
sé gömul, og hvaö lestu úr skrift-
inni?
Afbrýöisama Gunna.
Mér finnst mjög eðlilegt, aö þú
skulir ekki hafa þolaö framkoinu
vina þinna kvöldið góöa. En hvort
þú hefur gert rétt I þvl aö slá pilt-
inn utanundir er svolitiö annaö
mál. Rauöhært og freknótt fólk er
bæöi viökvæmt og skapstórt og
ræöur ekki alltaf viö tilfinningar
slnar. Biddu nú bara og sjáöu til,
hvort þetta jafnar sig ekki allt
saman. Vel mætti segja mér, aö
þegar þú færö svariö frá mér
væruö þiö orönir prýöisvinir
aftur. Mér finnst „Doppullna"
ógurlega sætt gælunafn, góöa
lofaöu honum bara aö kalla þig
þaö. En þú ættir aö finna honum
faliegra gælunafn en „Lilli—
manni”.
Þú ert örugglega ekki mikiö
meira en 13 — 14 ára. Skriftin er
ennþá dáiitiö barnaleg og
ómótuö, skrifaöu mér éftir ca. 2
ár, þá skal ég athuga, hvort ég get
lesiö úr henni.
Litla feit
Agæti Póstur!
Mig langar til aö spyrja þig
nokkurra spurninga, sem liggja
mér naést hjarta mínu.
1. Er óeölilegt aö vera 1,60 á hæö
og 56 kiló?
2. Er óeölilegt aö vera á 16. ári og
vera hrein mey?
3. Fara reykingar illa meö tenn-
ur, eöa þýöir nokkuö aö bursta I
sér tennurnar áöur en maöur
fer aö sofa og reykja svo á
eftir?
4. Hvaö kostar froskmanna-
búningur meö kút og öllu?
5. Hvaö geturöu lesiö úr skrift-
inni og stafsetningunni?
Bless, Feita.
1. Nei, alls ekki óeölilegt, en þú
mættir alveg missa 2 — 3 kg.
2. Nei, hreint ekki, þaö liggur sko
ekkert á.
3. Reykingar fara iila meö allan
likamann, ef út I þaö er fariö.
Þær valda ekki tann-
skemmdum, en tóbakstjaran
festist smátt og smátt á gler-
unginn og erfitt aö bursta hana
burtu meö venjulegu tann-
kremi. 1 apótekum fæst tann-
duft sem heitir „Smokeiess”
Þaö er notaö eins og venjulegt
tannkrem, en nær burtu
tóbaksgulunni af tönnunum. Þó
má ekki nota þetta duft aö staö-
aldri, hæsta lagi einu sinni i
viku.
4. Froskmannabúningar fást hjá
Gunnari Asgeirssyni og kosta
meö öllum útbúnaöi milli 50 og
60 þúsund.
5. Stafsetningin er rétt, en oröa-
laginu er dálitiö ábótavant, t.d.
er réttara að segja „sem liggja
mér á hjarta”, en ekki eins og
þú oröar þaö I upphafi bréfsins.
Liklega ertu listræn, talsvert
ákveöin og hreinskilin.
Freknur
Kæri Póstur,
Ég ætla að biðja þig að svara
nokkrum spurningum.
1. Hvernig er hægt að ná freknum
af andlitinu? Ef það þarf að
leita á náöir snyrtisérfræðings,
hvaö heldurðu að það kosti?
3. Hvernig eigá tveir drekar
saman? En dreki st. og naut
dr.? En tveir vatnsberar?
Svo þetta vanalega, hvað lestu
úr skriftinni og hvernig er hún,
hvaö helduröu aö ég sé gömul?
Biö aö heilsa þér, hvort sem þetta
lendir i ruslinu eða ekki.
Einfreknótt.
1. Ég hef engin ráö til þess. Hins-
vegar finnst mér, að þú þurfir
engar áhyggjur aö hafa af
freknunum þinum, þaö er
reglulega fallegt aö hafa
freknur. Veiztu kannske ekki,
aö a.m.k. 2 heimsfrægar leik-
konur eru útsteyptar I frekn-
um, þær Birgitte Bardot og
Shirley McLane, og ég hef
aldrei orðiö var viö, aö þær
væru gagnrýndar fyrir þaö.
2. Ég hef enga hugmynd um,
_ hvaö sllk meöhöndlun kostar.
Væri ekki bezt, aö þú reyndir
aö afla þér upplýsinga um þaö
á einhverri snyrtistofu?
Annars held ég, aö þaö sé alls
ekki hægt aö uppræta freknur,
þær eru ekki neinir óþarfa
blettir á húöinni, heldur eru
þær litarefni, sem safnast
saman og tilheyra húöinni
sjálfri.
3. 2 drekar passa vel, saman,
dreki og naut svona sæmilega
vel, Tveir vatnsberar eru llk-
ast til of likir, sambandiö getur
oröiö hálfdaufiegt meö
tlmanum.
10 VIKAN 38.TBL.