Vikan


Vikan - 19.09.1974, Blaðsíða 12

Vikan - 19.09.1974, Blaðsíða 12
FJOGUR NORSK Kjell Gabrielsen, höfundur þessara ævintýra, er 33 ára gamall. Ljóð hans hafa birzt i norskum timaritum og viku- blöðum og i safnritum ungra skálda i Noregi. Þetta er það fyrsta, sem birtist á islenzku eftir Kjefl Gabrielsen, en Guðmundur Sæmundsson, námsmaður i Osló, þýddi ævin- týrin með góðfúslegu leyfi höfundar. Tartaramóðirin Ég var barn. Ókunnur maður sagði mér sögu. Hún var um móður og dóttur hennar. Bros móðurinnar voru ekki sem sólskin, tár hennar voru ekki sem perlur. Þær voru af flökkuættum og gengu betlandi milli húsa. Kvöld eitt er þær völdu sér áningarstað, veiktist dóttirin. Sótthitinn herjaði á likamann. Brátt skyldi hún deyja. Móðirin vakti yfir beði hennar. Hún vildi allt vinna til að bjarga dóttur sinni. Stjarna lýsti upp himinhvolfið. Stjörnuhrap, og móðirin óskaði dóttur sinni lifs. Stjarnan féll niður rétt við fætur hennar. Móðirin lyfti henni upp, og stjarnan hvislaði: Þú verður að vera fljótari en dauðinn. Flýttu þér af stað til garðs lifs og dauða. Þar skaltu tina blóm af tré lifsins og snæða ávöxt af tré dauðans. , Þegar hún var komin alla leið, gerði hún það.sem stjarnan hafði sagt henni. Hún tindi blóm af trék lifsins og snæddi ávöxt af tré dauðans. Um leið stóð hún við béð dóttur sinnar. Rétt áður en dauðinn ætlaði að leggja kalda hönd sina á hjarta hennar, gat móðirin stráð blómum sinum yfir hana. Nú gat dauðinn ekki náð til dótturinnar. Dóttirin tilheyrði nú lifinu, en móðirin dauðanum. En tár móðurinnar voru sem perlur og bros hennar sem sólskin. ÆVINTÝRIÐ UMNORNINA OG RÓSINA Einu sinni var rós. í rósinni var örlitil spiladós. Og þegar fyrstu geislar sólarinnar gældu við rósina, lauk hún upp blöðum sinum, og spiladósin hóf leik sinn. Allir gátu heyrt það. En enginn i öllum heiminum gat fundið rósina. Nema nornin. Hún þoldi ekkert sem var fagurt og satt. Hún var að hálfu ugla. Að hálfu köttur. Með auga sem var svartara en nóttin. Og hendur eins og köngulær. Hún spann vef sinn um rósina með höndum sinum og faldi hana siðan inni i myrkasta sorta auga sins. Þaðan komst ekkert hljóð. Þangað gat enginn séð. Það var aðeins máninn, sem hafði orðið vitni að þessu á braut sinni um jörðu. Hann gat ekkert sagt, þvi að máninn er mállaus. Hann grét af sorg, og tungltárið féll til jarðar, sem tær kristall. Einhver fann það, og i spegil- mynd þess sá hann, hvað gerst hafði. Og hann sá meir: Rósin með örlitlu spiladósina var i hjarta. Hvað get ég gert, hugsaði hann. Getur nokkur hjálpað mér? Vindurinn hvislaði i grasi, trjám og blómum. Um leið vissi hann, hvað hon- um bar að gera. Minir kæru vinir, sagði hann, gefið það fegursta, sem þið eigið. Ég skal þá lika gefa mitt. Fallegasta tréð gaf sin feg- urstu lauf. Hafið gaf sin bestu maurildi, sem lýsa um nótt. Skeljarnar gáfu sinar ljúfustu perlur. Og margir, margir aðrir færðu fram gjafir sinar. Loks gaf hann sjálfur hið allra dýrmætasta: Hjarta sitt. Hann lagði þetta allt i skrin og beið nornarinnar. Þvi að hann vissi,- að hún þoldi ekkert, sem var fagurt. Það leið ekki á löngu, uns hún kom. Skógurinn skalf, grös og blóm grétu. Jafnvel dagsbirtan óttaðist, og faldi sig i grábláum bjarma. Og nornin, — það hlökkuðu i henni formæl- ingarnar, þegar hún leit á skrinið. Hún beygði sig og opnaði skrinið, og ætlaði að spinna um það vef með köngulóarkrumlum sinum. Þegar hún snerti laufin og perlurnar, bráðnuðu fingur hennar. Hún ætlaði að galdra alla hlutina út i svörtustu myrkur með auga sinu. En þá svifu maurildin inn i auga hennar, svo að það slokknaði. Hún sem var að hálfu ugla og að hálfu köttur, var máttvana gagnvart hjartanu, sem var i skrininu. Allir töfrar leystust, og rósin gat leikið á ný. En nú var til einn maður, sem vissi, hvar hún var. GULLFLAUTAN Dag einn, þegar ég ætlaði I veiðiferð, fékk ég léðan hund nágranna mins. Hann hafði fengið þennan hund fyrir skömmu. Langt uppi i fjall- lendinu komum við að vatni, þar sem ég reyndi fiskisæld mina. Ég hafði ekki fyrr kastað linunni, en bitið var á. Feitur urriði spriklaði á önglinum. En þetta var lika sá eini, sem ég fékk. Siðar um daginn, þegar ég var orðinn hungraður, hreinsaði ég fiskinn og bjó mér máltið. Fann ég þá i maga hans gullflautu. Að lokinni máltiðinni lagðist ég niður til hvildar. Ég hafði sett 12 VIKAN 38. TBL.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.