Vikan - 19.09.1974, Blaðsíða 5
sem stendur i fjörutiu til fimmtiu
minútur. Siöan fara börnin út i
friminútur, ef gott er veður, en sé
eitthvað að veðri koma þau öll
saman á sal, þar sem þau hvila
sig. Yfirleitt spjalla ég þá við þau
stundarkorn — þau syngja mikið
á salnum og stundum eru þar
myndasýningar. Eftir hvildina
fer hver inn i sinn heimakrók til
umsjónarkennarans og þaðan i
seinni námslotu dagsins á starfs-
svæðunum. Þegar þeirri lotu lýk-
ur, kveðja börnin kennarann i
heimakróknum, og skóladeginum
er lokið.
— Verðið þið ckki að takmarka
fjölda barnanna á starfssvæðun-
um?
— Jú, i hverri grein er tæpast
rúm fyrir fleiri en 24 börn i einu,
en takmörkunin kemur af sjálfu
sér, þvi að börnin læra frá upp-
hafi, að sé eitthvert starfssvæði
fullskipað, verða þau að velja sér
aðra grein, þangað til rúm er fyr-
ir þau á hinu svæðinu. En beinni
skipulagningu höfum við ekki
þurft að beita, nema i bakstrin-
um, sem héfur verið mjög vinsæl
grein, jafnt af drengjum og stúlk-
um, en enginn munur eftir kynj-
um er gerður i neinni námsgrein.
— Er ekki hætta á, að börn,
sem vanizt h#fa bekkjarkennslu
og hefja nám i opnum skóla, eigi
við erfiðleika að striða?
— Yfirleitt tekur það þau dálit-
inn tima að venjast fyrirkomu-
laginu, og i fyrstu halda þau, að
frjálsræðið sé svo mikið, að þau
gera litið annað en hringsnúast.
En eftir nokkra daga hafa þau
áttað sig á skipulaginu, og þá á
það ekkert siður vel við þau en
börnin, sem vanizt hafa opnum
skóla frá upphafi skólagöngunn-
ar.
— Ileldurðu, að opinn skóli eigi
eftir að ryðja sér meira til rúms i
framtiðinni?
— Ég vona það, vegna þess að
ég held að vinnubrögð af þessu
tagi séu mjög bætandi fyrir skól-
ana. Ekki þarf það þó að vera ná-
kvæmlega á sama hátt og hérna i
Fossvoginum. Það er lika rétt að
taka fram, að við höfum ekki
varpað hópkennslunni algerlega
fyrir róða. Við höfum kennslu-
króka, sem hægt er að taka nem-
endur inn i i hópum, þegar verið
er að kynna nýtt námsefni og nýj-
ar aðferðir, t.d. i stæröfræði. A
þann hátt getur hópkennslan
komið að góðu haldi i opnum
skóla og á þá fyllzta rétt á sér. En
ég held það sé mikið átriði, aö
börn fái þjálfun i sjálfsnámi og
venjist þvi að hafa frumkvæöið.
Með þvi verða þau miklu hæfari
til að takast á við verkefnin, sem
biða þeirra siðar á lifsleiðinni —
hvort sem um er að ræða frekara
nám eða störf á almennum vinnu-
markaði. Það verður að gera
skólann likari þvi lifi, sem er utan
skólaveggjanna, og á það leggur
opni skólinn áherslu.
Tról.
Unnið er af kappi, þó að ekki sé
skylda að sitja allan timann við
borðið sitt.
38. TBL. VIKAN 5