Vikan - 19.09.1974, Blaðsíða 15
r
HVER ERT
ÞU
UTLA
STÚLKA?
an ákveðinni röddu. — Ég er búin
aö prófa mörg nöfn, en það virðist
ekkert passa við mig.
— Það hefur bara verið af þvi
að þú varst ein að reyna aö rifja
þetta upp. Eigum við aö reyna
saman?
— Allt i lagi.
— Jane? varfyrsta uppástunga
Betty.
— Nei.
— Susan? Amy? Linda?
Telpan hristi höfuðið. Það var
sama hvaða nafn Betty nefndi,
telpan hristi alltaf höfuðið. Einu
sinni eða tvisvar grunaði Betty að
hún væri „heit”, þvi telpan brosti
aðeins.
Jim reyndi að hjálpa.Hann kom
með gamaldags nöfn eins og Ara-
minta, Belinda og Cordelia.
Loks sagði Betty: — Ég gefst
upp. En eitthvað verðum við að
kalla þig svo þú verður að velja
þér nafn.
Það var eins og telpan hefði
verið að biða eftir þessu tækifæri,
þvi hún sagði ákveðin:
„Rebekka”.
— Nei, komdu sæl Rebekka. Ég
er Betty og þetta er Jim. Rebekka
laut höfði alvarleg og sagði: —
Komið þið sæl. Betty ákvað að
hamra járnið meðan það væri
heitt og sagði:
— Reyndu nú aö muna eitthvað
meira, vina min. Attu mömmu og-
pabba?
— Ég held það, sagði telpan án
þess að lita á hana.
— Bræður og systur?
— Ég er ekki viss.
— Allt i lagi, en manstu hvað
mamma þin og pabbi heita?
— Ég man ekki eftirnafn
þeirra, en ég held að mamma min
heiti Pamela.
— En pabbi þinn? Manstu
nokkuð hvað hann heitir?
— Nei.
— Það voru nú meiri vandræö-
in að þú skulir ekki muna eftir
pabba þinum.
— Ég man eftir pabba . . . ,
ságði hún hvassri röddu en þagn-
aði skyndilega, eins og hún hefði
talaö af sér.
Fjölskylduerjur? hugsaði
Betty. Hún gat hafa lent i rifrildi
viö móður sina, faöirinn dregið
taum móðurinnar og barnið
hlaupið aö heiman . . .
— Manstu hvort þú varst
ánægð heima . . .
— Ó, já. Ég held það aö
minnsta kosti.
— Kom þér og foreldrum þin-
um vel saman?
— Já, já.
Þetta virtist kollvarpa fyrri
kenningu Bettý. Þetta gat lika
verið fyrirsláttur hjá telpunni.
— Ég held, sagði Betty, að úr
þvi viö getum ekki fundið út eftir-
nafn þitt verðum við að hringja I
lögregluna i borginni og athuga,
hvort lýst hefur verið eftir litilli
stúlku, sem heitir Rebekka.
— Ó, nei. Ekki gera það.
— Geturðu munað hvort eitt-
hvað var aö heima?
— Nei, sagði hún og augu henn-
ar fylltust tárum. En hún virtist
staðráðin i að fara ekki að gráta.
— En viltu ekki fá að vita hver
þú ert og hvar þú átt heima?
sagði Betty bliðlega.
Telpan kinkaði kolli.
— Þá held ég að ég hringi.
Telpan leit út um gluggann
meðan hún reyndi að muna hvar
hún hefði lagt frá sér kápuna.
Hún vildi ekki vera vanþakklát,
en hún vissi að það gat enginn sett
sig i spor hennar.
Ef hún hlypi út og gripi kápuna
sina, myndi hún strax nást. Og
hún vildi ekki fara i felur á ný.
Henni leið nógu illa þótt henni
væri ekki kalt I ofanálag. Hún
vildi vera i öryggi og hlýju. Og
hún vildi ekki vera heima — og þó
vildi hún vera þar.
Tárin urðu henni yfirsterkari
og hún fann hvernig þau runnu
niður kinnar hennar. Hún skalf og
hún fann, hvernig konan tók utan
um hana.
— Svona, svona Rebekka min.
Ekki gráta.
— Ég er ekki Rebekka.
Mamma heitir Rebekka en ég
heiti Pamela.
— Og pabbi þinn?
— Pabbi heitir Bob.
— Geturðu munað eftirnafn
ykkar?
Hún tautaði eitthvað og Betty
endurtók það: — Andrews?
Pamela kinkaði ákaft kolli.
Jim kraup fyrir framan hana:
— Jæja Pamela Andrews, getur
þú sagtmér,hvernig stendur á þvi
að sæt litil stúlka eins og þú,
hleypur aö heiman og þykist hafa
misst minnið? Mamma þin og
pabbi hljóta að vera aö deyja úr
hræðslu. Ef þú hugsar þig um
finnst þér þetta þá hafa borgað
sig?
— Ég held það.
— Jæja þá. Segðu mér þá allt
saman. Rödd hans var blið en
uppörvandi.
Pamela þurrkaði sér um aug-
un. Hún vissi ekki hvernig hún
ætti að fara að þvi að segja þeim
allt. Þetta hljómaöi svo bjánalega
en innst inni vissi hún að þetta var
alls ekki bjánalegt.
— Pabbi er á spitala.
— Jæja, vina min, sagði Betty.
— Er hann mikið veikur?
— Nei, honum er að batna.
— Já, ég skil.
— Eiginlega var hann ekki
mjög veikur, þegar hann fór á
spitalann.
— Ég skil . . . sagði Betty undr-
andi.
— Ég á systur og bróður, sagði
Pamela til að skipta um umræöu-
efni,
— Jæja?
— Bróðir minn er fimmtán og
systir min er niu. Hún er mjög
falleg.
— Já, einmitt það.
— Við fengum að heimsækja
pabba á spitalann fyrir þremur
dögum.
— En gaman. Var hann ekki
ánægður að sjá ykkur?
Pamela fór að hágráta á ný.
Jim settist við hliðina á henni:
— Nú skulum við reyna aö komast
til botns i þessu vina min. Attu við
að pabbi þinn hafi ekki verið
ánægöur að sjá ykkur?
— Hann getur ekki séö okkur,
þvi hann er blindur, muldraði
Pamela ógreinilega.
— ó .. . sagði Jim og beiö kvið-
inn eftir þvi að heyra meira.
— Hann hefur alltaf verið
blindur. Hann hefur ekki séð neitt
okkar, ekki Alan, ekki Jenny og
ekki mig. Hann hefur meira að
segja aldrei séð mömmu.
38. TBL. VIKAN 15