Vikan


Vikan - 19.09.1974, Blaðsíða 3

Vikan - 19.09.1974, Blaðsíða 3
sjálf ábyrgð á námi sinu. Einnig reynum við að láta námsgrein- arnar skara saman eins mikið og kostur er, þannig að t.d. föndur og skrift tengjast verkefnum i öðr- um greinum. Nemendur hafa sjálfir frumkvæðið að þvi, hvern- ig tengingin verður. Sé ákveðið átthagaverkefni lagt fyrir börnin, geta þau unnið þaö að eigin geð- þótta — sum föndra og móta, önn- ur skrifa og teikna. — Krefst þetta fyrirkomulag ekki mikillar vinnu af kennurun- um? — Jú, einkum þó miklu meiri samvinnu en gerist i bekkjar- kennslunni, þvi að allir kennar- arnir verða að vita nákvæmlega, hvað er að gerast i öllum náms- greinum og vera reiðubúnir til að kenna hverju einasta barni i skól- anum, hvar sem það er statt i náminu. Við höfum haft þann hátt á, aö kennararnir starfa saman fjórir I hópi og hafa með sér viku- lega fundi. Siöan eru fundir með öllum kennurum skólans hálfs- mánaöarlega. Þessi nána sam- vinna hefur óhjákvæmilega i för með sér aukna virkni kennar- anna, þvi að þeir smitast af hug- myndum hinna, og starfið verður frjótt, vegna þess að við þessi skilyrði er ekki hægt að beita rútinu vinnubrögöum. — Hvað telurðu opna skólann hafa upp á að bjóða fram yfir bekkjarkennsluna? — Kennslan fer að mestu leyti fram sem einstaklingskennsla, og i raun eru miklu meiri samskipti við hvern einstakan nemanda en verður I bekkjarkennslu. Með þvi að hafa frumkvæði og svolitinn Skólastarfið I Fossvogsskólanum er margbreytilegt. A einni mynd- anna má sjá nemcndurna rifja upp sjálfstæðisbaráttuna. 38. TBL. VIKAN 3

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.