Vikan


Vikan - 17.10.1974, Blaðsíða 9

Vikan - 17.10.1974, Blaðsíða 9
LEIKFÖNGIN SKIPTA MALI „Tækin til leikja — leikföngin — skipta þvi miklu máli fyrir þroska barnsins. Þau eru sizt þýöingar- minnien námsefni skólanna, þvi aö á fyrstu árum ævinnar, áöur en skólaganga hefst, er grundvöllur aö persónuþroska einstaklingsins lagöur”. Með þessum oröum er bent á grein um leikföng á bls. 16—19. Greinin er prýdd fjölda mynda, sem teknar voru I leikfangaverzlunum i Reykjavik. HEILLAÐI VIÐ FYRSTU SÝN ,,Bg haföi alltaf dáöst aö Orson, m.a. fyrir aö hafa veriökvæntur Ritu Hayworth, fegurstu konu, sem uppi hefur veriö. Mér fannst geysilega spennandi aö hitta Orson. Hann var i hvitum jakkafötum, og hann heillaöi mig viö fyrstu sýn”. Greifynjan af Girfalco hefur veriö gift Orson Welles i 19 ár. Sjá bls. 44-45. NÚ BORÐUM VIÐ SÓLSKINIÐ „Þegar ekki nýtur lengur sólskinsins til sólbaða, þá skulum viö bara reyna að snæöa þaö, þ.e.a.s. setja þaö á glös og flöskur og njóta innan dyra. Þetta má meö sanni segja um appelsinurnar, sem búa má til alls konar rétti úr”. Dröfn H-. Farest- veit kynnir nokkra rétti úr appelsinum á bls. 42-43. KÆRI LESANDI Á bls. 24 hefst grein, sem á- stæða er til að benda sérstak- lega á. Hún ber yfirskriftina: Fyrir 200 árum skrifaði Go- ethe Love Story samtiðar sinnar: Þjáningar Werthers unga. Allir kannast við þýzka skáldið Goethe, eða Johann Wolfgang von Goethe, eins og hann hét fullu nafni. Goethe fæddist árið 1749 og dó árið 1832, en verk hans eru sannar- lega enn i fullu gildi og lesin um allan heim enn i dag. Er þess skemmst að minnast, að Faust var leikinn hér i Þjóð- leikhúsinu fyrir örfáum árum við góðar undirtektir. Nú eru liðin 200 ár siðan fyrsta skáldsaga Goethes kom út. Hún hét Þjáningar Werth- ers unga og olli miklu fjaðra- foki á sinum tima. Sagan segir frá viðkvæmum ungum manni, sem skýtur kúlu gegn- um höfuð sér, þegar stúlkan hans hefur snúið við honum bakinu. Bók þessi naut slikra vinsælda, að sliks eru ekki dæmi um önnur þýzk skáld- verk, hvorki fyrr né siðar. Hún aflaði Goethe mikillar frægðar og var þýdd á fjörutiu tungu- mál. Greinin segir frá lifi Goeth- es á þessum árum og aðdrag- andanum að sögunni um Werther unga. Sagan byggir nefnilega á sönnum atburðum úr lifi skáldsins og kom ekki sem bezt við þau, sem mestan þátt áttu i að skapa hana. Við- brögð lesenda voru á ýmsa vegu, sumir glöddust, aðrir hneyksluðust, og nokkrir fóru að dæmi söguhetjunnar og sviptu sig lifi. Sjá nánar á bls. 24-30. VIKAN Útgefandi: Hilmir h.f. Ritstjóri: Kristín Halldórsdóttir. Blaða- menn: Matthildur Edwald, Trausti Ólafsson, Þórdís Árnadóttir. Útlits- teikning: Þorbergur Kristinsson. Auglýsingastjóri: Sigríður Ölafsdóttir. Ritstjórn, Auglýsingar, afgreiðsla og dreif ing í Síðumúla 12. Símar 35320 — 35323. Pósthólf 533. Verð í lausasölu kr. 150.00. Áskriftarverð kr. 1.500.00 fyrir 13 tölublöð ársf jórðungslega eða 2.925.00 kr. fyrir 26 tölublöð hálfsár- lega. Áskriftarverð greiðist fyrirfram. Gjalddagar: nóvember, febrúar, maí, ágúst. Vikan 42. tbl. 36..árg. 17. okt. 1974 BLS. GREINAR 2 Bílakönnun. Tíðni viðgerða á ár- gerðum 1970, '71, '72 og '73 16 í leit að gullum. Bent á eitt og ann- að varðandi leikföng og litið inn í nokkrar verzlanir í Reykjavík. 24 Fyrir 200 árum skrifaði Goethe Love Story samtíðar sinnar: Þján- ingar Werthers unga 44 Orson hefur gert mig að betri manneskju, segir eiginkona Orson Welles SÖGUR: 14 Frá brúðkaupi til hjónabands, smásaga eftir Ana Clark 20 Franski arfurinn, framhalds- saga, fjórði hluti 34 Handan við skóginn, framhalds- saga, sautjándi hluti yMISLEGT : 12 3m — músík með meiru í umsjá Edvards Sverrissonar 31 Yves Saint Laurent, tízkuþáttur í umsjá Evu Vilhelmsdóttur 42 Eldhús Vikunnar í umsjá Drafnar H. Farestveit FORSlÐAN Forsiðan vísar á þrjú viðamestu efnisatriði þessa blaðs: Bílakönnun, sem sagt er frá á fremstu síðunum, grein um leikföng á bls. 16-19, og grein á bls. 26-30 um f yrstu skáldsögu Goethes, sem út kom fyrir 200 árum. 42. TBL. VIKAN 9

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.