Vikan


Vikan - 17.10.1974, Blaðsíða 22

Vikan - 17.10.1974, Blaðsíða 22
Viö héldum aö loftskeytamaöur- inn hafi sagt frá. Þeir hljóta aö hafa kannast við kallmerkin okk- ar. Viö fengum vopnin meö skil- um. En svo var okkur sagt, aö peningarnir yrðu sendir meö fall- hlíf. En þá fengum við aldrei. Þjóöverjarnir biðu eftir þeim og næsta morgun geröu þeir húsleit hjá öllum, sem höfðu veriö viö þetta riönir. Læknirinn var ekki heima og þaö var hægt aö vara hann viö i tima, en Madeleine særöist hættulega. Ian Richard- son var skotinn á flótta, en móöir yðar komst i burtu með Made- leine. Þaö er að minnsta kosti þaö sem Herault sagöi mér. — Ég sá nafn Ians Richardson á minningartöflunni I garðinum, sagöi David. — En þar var ekki getið um Madeleine Herault. • — Ég veit ekki hvers vegna, sagöi Marcel. — Það er kannski vegna þess, aö hún lézt á sóttar- sæng, jafnvel þótt það hafi verið af völdum skotsára. Þaö voru svo margir skotnir þessar vikur. — Svo þessi saga um enska gulliö, sem á aö vera falið I húsi læknisins, er þá kannski sönn, sagði David. — Hver sagði yöur það? spurði Marcel. • • — Nicole. • — ó, er þaö svo? En ég get full- vissaö yður um, aö þaö er ekkert gull faliö i húsinu yðar, sagöi Marcel. Þaö var enginn á veröndinni. Ekki Helen. Það var reyndar allt mjög tómlegt, án hennar. David hugsaöi, aö allt væri tilgangslaust án hennar. Hann var þá orðinn svona langt leiddur, eftir að hafa kynnst henni þennan stutta tlma. ■ — En faöir minn, hvar kemur hann inn I myndina? ■ — Hús Heraults var öruggur felustaöur og við vorum á leið til Pyrenefjallanna á flótta. Faðir yöar var flugmaður á flótta. Hann haföi særzt á fæti og þegar hann kom hingaö, var hlaupin bólga I sáriö. Móöir yöar hjúkraöi hon- um. Þetta var reyndar einkenni- legur áhittingur fyrir móður yö- ar, vegna þess, að þau höfðu veriö kunnug áöur, fyrir striö. En þaö vitiö þér liklega. • — Já, ég vissi það. • — Við fréttum, að hann hefði komizt aftur til Englands. Ég sá hana aldrei, eftir að Þjóðverjarn- ir geröu húsleit. Eftir striö, frétti ég, aö Simone hafði eignazt barn og aö hún byggi i Englandi. Ég sá hana aldrei eftir það. • — Hvert fór hún meö Madeleine. — Ég veit þaö ekki, hún hefur einhversstaðar fundið felustað og svo hafa þær komizt undan. Svo hann hafði þá oröiö til I þessu húsi. Og móðir hans haföi alltaf veriö dul og búiö yfir þessu i öll þessi ár. En samt var móöir hans einhver raunsæjasta kona, sem hann haföi þekkt. Helen ók honum aftur til bæjar- ins i gula bilnum sinum. David varö undrandi meö sjálfum sér, hvilikur léttir þaö var honum, aö komast I burtu frá þessu húsi. • — Þú ert uppáhaldið hans, sagöi David viö Helen. — Hann sagöi mér, aö hann elskaöi þig sem dóttur. Hann hló. — Hann kýs aö hafa þaö þannig, vill ekki viðurkenna, aö honum varð ekki aö vilja sinum. Sú var tiöin, aö ég haföi ekki stundlegan frið fyrir honum. Að lokum tók ég þaö ráö, að segja honum aö ég liti á hann sem föö- ur. Reyndar ber ég hlýjan hug til þeirra allra, þótt þau séu öll meira og minna skritin. ■ — Þaö er skritiö aö þú skulir segja þetta. • — Er það? Paul, vesalingurinn hangir hér og biöur eftir betri tlmum, I von um mikil auðæfi, og Moniqué er fjúkandi vond út i Marcel vegna þess, aö hann vill ekki gera erfðaskfá og arfleiða Paul aö öllum slitum eignum. ■ — En Nicole vesalingurinn, veit alls ekki hvaö hún vill. Ég hefi verið að segja henni að fara til Paris eöa Londo'n, þar sem hún hefði kannski möguleika á að koma sér áfram, en hún er hrædd um, aö ég sé meö það I huga, að koma mér I mjúkinn hjá Marcel og reyna að ná I eitthvað af kök- unni. ■ — Þetta er hreinræktuð orma- gryfja, en mér finnst nú Marcel vera mjög örlátur viö þau öll. Ég er ekki sérlega góöur mannþekkj- ari, en mér finnst hann ákaflega eðlilegur i fa.si, af milljónamær- ing aö vera. Hann hefur sennilega lika veriö mjög hugrákkur mað- ur. • — Þetta er hreinræktuð orma- gryfja, en mér finnst nú Marcel vera mjög örlátur við þau öll. Ég er ekki sérlega góður mannþekkj- ari, en mér finnst hann ákaflega eölilegur i fasi, af milljónamær- ing aö vera. Hann hefur sennilega llka verið mjög hugrakkur maö- ur. — Þú átt við andspyrnuhreyf- inguna? Liklega getur enginn tekið það frá honum, eða finnst þér þaö? Þau voru þögul um stund og þögnin var mjög notaleg. David sagði: — Viltu borða meö mér I kvöld, Helen? — Já, sagði Helen. Þegar þau nálguðust borgina, sagði David: — Ég ætlaöi að hitta frú Desgranges I kvöld. • — Það er allt I lagi, ég kem með þér. • — Viltu það, Helen? Þakka þér fyrir. Þegar þau höfðu gengiö frá bílnum á torginu, gengu þau David og Helen til hótelsins. 1 þröngu anddyrinu, uröu þau að bíöa, til að komast fram hjá miðaldra ensku pari, sem fyllti alveg út I innganginn meö far- angri sinum, meöan þau skrifuöu I gestabókina. Þegar David hóst- aöi hæversklega fyrir aftan þau, litu þau við. • — Afsakið, sögðu þau, — okkur þykir þetta mjög leiöinlegt. Maöurinn var um fimmtugt, stórskorinn meö gráleitan hör- undslit. Konan llktist einna helzt gömlum kvenskáta, meö stutt og hrokkiö hár og svo opinmynnt, að þaö skein i tannholdiö, þegar hún brosti. Hún hló vandræðalega, þegar þau færöu farangurinn til hliöar, svo þau Helen og David gætu komizt fram hjá. Þrátt fyrir að David var ekkert hissa á þvl, að Helen vekti at- hygli,hvar sem hún kom, þá varð hann alveg undrandi á móttökun- um, sem þau fengu I veitingasaln- um. Það var ekki nóg meö það, að þjónarnir væru nærri oltnir um hvern annan þveran, heldur kom herra Valentin, sjálfur yfirkokk- urinn, I fullum skrúða, til að bjóða þau velkomin og kreista hönd hennar. — Hvernig liður herra Carrier, þér verðið að bera honum beztu kveðju mina. — Hann er mikill maður, reglulegt stórmenni, sagöi hann og sneri sér að David. fimski arfurinn Svo greip hann matseðilinn og David skildi ekki i fyrstu, hvað það átti að þýða. — Hafiö engar áhyggjur, ég sé um að þiö verðið ánægð með mat- inn. — Þér eruð ákaflega elskuleg- ur, sagði David. Yfirkokkurinn hneigði sig, þjónarnir hneigðu sig alveg i keng. Þegar þeir voru farnir, hallaði Helen sér fram, hvildi hökuna i lófa sér og virti David alvarlega fyrir sér. — 0, herra Hurst, þér eruð mjög skemmti- legur maður. Þér segiö allt svo hátiölega, rétt eins og þetta væri átjánda öldin. — Ó, Helen.... ■ — Já, hvað er nú? • — Ég ætlaði rétt i þessu, að biðja þig aö gera mig ódauðlegan með kossi, en ég vil ekki vera of hátlðlegur. • — Það eru liklega ekki margir Frakkar, sem vitna i Marlowe, svo það ætti ekki að vera svo há- tiðlegt. Þetta var stór veitingastofa og mjög glæsilega búin. Menn voru yfirleitt hátiðlegir við matborð sin, en samt komu þó nokkrir, heilsuðu Helen og spurðu um llð- an herra Marcels. • — Hann virðist vinsæll hérna, sagði David. — Ég held að allir, eða þar um bil, sem vinna hér, séu gamlir félagar hans. Ég veit að eigand- inn er það og svo herra Valentin. Eins og þú sérð, eru þetta allt miðaldra menn, — mér finnst all- ir hérna yfirleitt miðaldra. Það getur stundum verið dálitið óþægilegt, að vera ein af fjöl- skyldunni. Enska parið kom inn I matsal- inn og settust rétt hjá þeim. Þau báðu aðeing um eggjaköku og sódavatn. — Þau kunna ekki gott að meta, sagði Helen og smjattaði á góðgætinu, sem búið var að bera fyrir þau. David, sem sat andspænis þeim, sussaði á hana. — Þau eru að koma hingað. — Gott kvöld, sagði maðurinn. — Gott kvöld, sagði konan og sýndi tennurnar. David stóð upp og bauð þeim sæti við borðið. — Þakka yður fyrir, við ætlum ekki að setjast, við ætluðum að- eins að heilsa upp á samlanda. — Ég er nú hrædd um að herra Hurst, sé aðeins Englendingur að hálfu, sagði Helen, — og það sama er að segja um mig. — Ó, þau settust ósjálfrátt við þessi tiðindi. — Við erum bæði með þvi marki brennd, að eiga franskar mæður, sagði David. Hann sagði þetta glettnislega, en þau virtust taka þvi mjög alvarlega. Þau ensku brostu samt. — Þið getið að sjálfsögðu ekki gert neitt að þvl. Það getur jafnvel verið mjög þægilegt, er það ekki? Vegna málsins, á ég við. — Mér finnst þér tala ágæta frönsku og konan y.ðar eiginlega alveg lýtalausa. — Þetta er systir min, sagði Englendingurinn. — Gleður mig að kynnast yður, sagði David. — Ég heiti David Hurst. Þetta er unnusta min, Helen Stewart. Hann brosti, þeg- ar hann sá angistarsvipinn á Helen. Þau brezku hölluðu sér áfram og heilsuðu Helen. — Ég bið yður að afsaka þessa hegðun mina, sagði maðurinn. — Ég heiti Miles Lazenby og þetta er Anya systir min. — Jæja, sagði Helen, — það er ánægjulegt að kynnast yður. Hvert er ferð ykkar heitið? Til Spánar? Það eru margir Spánar- farar, sem stanza hér? — Nei, ungfrú Stewart, sagði Lazenby, — við ætlum bara að eyða fridögunum hér. — En hvað ætlið þið að gera hérna? spyr David, — hér er ekki mikið að sjá. — Þér þekkið þá varla þetta hérað, tók Anya fram I með mikl- um ákafa. — Hér eru margir kastalar og hallir frá rómanska tlmabilinu, sögulegar kirkjur. Það er margt áhugavert hér i grenndinni. — Ég held að eggjakökurnar ykkar séu farnar að kólna, sagði Helen. Það var búið gð setja mat syst- kinanna á borðið og þau stóðu upp- — Það er nú reyndar synd, að þið skuluð ekki prófa þá ljuffengu rétti, sem þeir framleiða hérna. En þið hafið kannski ekki neirin áhuga á mat. Ensku systkinin tókust aftur i 22 VIKAN 42.TBL.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.