Vikan


Vikan - 17.10.1974, Blaðsíða 11

Vikan - 17.10.1974, Blaðsíða 11
ur eykur súrefnismagn i bióðinu og hefur þess vegna hressandi á- hrif. tþróttamenn nota þrúgu- sykurstöflur dálitið, og eins eru þær talsvert étnar af námsfólki, einkum á próftimum. Slade, er það ekki ein popphljómsveitin, sem Amundi Amundason ætlar að leyfa unga fólkinu að borga nokkra bláa fyrir að sjá? En hve- nær, einhvern -tima heyrði ég minnst á haustið. Meyja og naut vel, tviburi ætti að hugsa síg vel um, áður en stofnað er til sam- bands við steingeit, en samband tvibura og fisks getur oröiö gott. Hvorug ykkar skrifar vei, en öllu verra er þó, hvernig frágangur- inn er á bréfinu ykkar. Það er útbfaö af stafsetningarviilum, og stillinn er engin snilld. Ég lagaði hann reyndar dálitið, svo að bréf- ið gæti talizt birtingarhæft. Skrift E. bendir tii ákaflyndis, en S. viröist öllu meiri jafnvægismann- eskja af skriftlnni að dæma. Báð- ar eru þið lfklega 14 ára. Léleg sprettaá kjömmunum Kæri Póstur! Þú virðist hafa ráð undir rifi hverju og nennir að sinna ótrúleg- asta kvabbi og furðuspurningum. Það kunna margir að meta, og nú ætla ég að prófa, hvort þú getur ekki hjálpað mér. Ég er kominn á 15 ár, sæmilega þroskaður eftir aldri, held ég. Ég er méð ljóst hár, I meðallagi þykkt, og nú langar mig alveg ferlega að safna skeggi. En það er nú vandamáliö, það sprettur nefnilega heldur illa á kjömmurium. Eru til einhver ráð til þess að auka hárvöxt? Hvað á ég að gera til að geta safn- að skeggi? Er betra að raka sig oft i dálitinn tima? Fá ljóshærðir. menn seinna skegg en dökkhærð- ir? Og að lokum væri gaman að vita, hvaö þú lest úr skriftinni, þó ég sé litið trúaður á svoleiöis. Með fyrirfram þökkum. Konni Mér finnst nú óþarfi af strák á 15. aidursárinu að hafa áhyggjur af iélegri sprettu á kjömmunum, hún á áreiðanlega eftir að aukast. Ljóshærðir eiga ekki I sjálfu sér erfiðara með skeggvöxt en dökk- hærðir, en dökk skegghár sjást bara svo miklu betur I ljósu and- litinu, og þar hafa þeir forskotið. Vertu bara þolinmóður, þetta hlýtur að koma. En það sakar ekki að raka sig daglega I dálitinn tima, ég hehl ekki, að það sé ein- ber hjátrú, að rakstur örvi hár- vöxt. Skriftin ber meö sér, að þú sért nákvæmriismaöur að eölis- fari. Eíginmaðurinn ógeðfelldur Kæri Póstur! Mér heföi nú sizt dottið I hug, að ég færi aö skrifa þér, þó ég hafi alltaf lesið þig og haft gaman af að sjá þig svara krökkunum. En mitt vandamál er þannig, aö mér firinst ég ekki geta talaö um það við nokkra manneskju, sem ég þekki, og þess vegna skrifa ég þér. Ég er búin að vera gift I nokkur ár, og i vor eignuðumst við hjónin fyrsta barniö. Ég var dálitið lasin um meögöngutimann og lengi að ná mér, og taugarnar fóru úr lagi. En nú á allt að vera komið i lag. Ég er bara ekki komin i lag, þvi að ég hef hálfgert ógeð á mannin- um minum. Hann heldur, aö ég sé orðin góð aftur og vill auðvitað sítt og engar refjar, en 'þú getur ekki imyndaö þér, hvað ég þarf að plna mig til þess að sofa hjá hon- um. Ég héld hann finni, að ég sé eitthvaö skritin, en við tölum samt aldrei um það. Ég veit hreinlegá ekki, hvað ég á aí gera. Er ég ekki alveg ómöguleg? Verö ég kannski alltaf svona? Mér þykir vænt um manninn minn, en afstaða min til hans kynferðis- lega hefur breytzt. Hvað Táðlegg- ur þú mér, Póstur minn? Taugaslöpp. Margar konur lenda I þessu sama og þú, og það eru miklar iikur á þvi, að þú veröir bara búin að ná þér á þessu sviði lika, þegar þú lest þetta svar. Ef ekki, þá skaitu ræða þetta við manninn þinn, það er ekki til neins að lát- ast gagnvart honum. Réttast væri fyrir þig að tala við heimilislækn- inn þinn eða kvensjúkdómalækni. Trúlega geta þeir staðfest það, að þú sért ekki fyllilega búin að ná þér cftir erfiðan meðgöngutima og fæðinguna, og sú staðreynd ætti að nægja til þess að draga úr hugsanleguni' sárindum manns- ins þins þegar þú ræðir þetta við hann. Annars geturöu sagt hon- um, að þetta sé þó nokkuö algengt vandamál kvenna eftir barns- burð, sem oftast iagast með tim- anum. En eiginmaðurinn verður að sýna þér þolinmæöi og tillits- semi. Reynið að leysa þetta vandamál saman, eins og góðum hjónum ber að gera. Oft er þörf en nú er nauðsyn Gætið hagsmuna yðar og velferðar bílsins. Haf ið þér athugað hvað selta og raki vetrarins getur gert bílnum. Tectyl er bezta vörnin. Dragið ekki lengur að undirbúa þarfasta þjóninn fyrir veturinn. Tectyl er áhrifarikt. Því er það yðar skylda og okkar starf að ryðverja bílinn. Þér sparið að minnsta kosti 30% af verði bílsins, sem annars mundi falla vegna ryðs. Dragið ekki lengur að panta tíma. Ryðvarnarþjónustan, Súðarvogi 34/ sími 85090.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.