Vikan


Vikan - 17.10.1974, Blaðsíða 23

Vikan - 17.10.1974, Blaðsíða 23
hendur vib þau og gengu svo að borði sinu. — Helen, þú varst nú ekki bein- linis alúðleg við systkinin. Hún fékk sér meira af salatinu og sagði. — Þau eru undirförul, sástu það ekki, fölsk, já fölsk eins og unnusti minn. Hún brosti striðnislega. — En það er einhver alvara þarna á bak við, hélt hún áfram og lagði frá sér gaffalinn. — Ég er viss um að þau eru að leika. Mér þætti gaman að vita, hvað þau eru i raun og veru að gera hérna og hvers vegna þau komu til aö tala viö oktyir. David leit á klukkuna. — Nú er klukkan hálf tiu, frú Desgranges hlýtur að vera komin heim. — Við förum þá, þegar þú ert búinn meö matinn þinn, sagði Helen, — en fyrst verðum við að fara i kurteisisheimsókn i eldhús- iö. Það tók nú len'gri tima, en þau höfðu reiknaö með. Meðan Helen talaði ákaft við herra Valentin, virti David fyrir sér öll þessi ósköp af koparpottum og pönnum og var orðinn hálf sljór af hvit- laukslyktinni, þegar Helen snerti handlegg hans. Þau kvöddu á báöa bóga og svo fóru þau út úr eldhúsinu. ■ — Jæja, þá er þvi lokið, sagði Helen, þegar þau gengu út að litla bilnum. — Jæja, jæja, sagöi David. — Hvaö var það sem fór fram hjá mér? — Heyröiröu ekki það sem Valentin sagöi? Hann var einn af undirforingjum Marcels. Hann hefur þekkt hann frá barnsaldri. Og hann sagði, að frú Desgranges sé ein af æskuvinkonum Marcels. Frú Desgranges átti heima i elzta hluta bæjarins og þar voru göturnar mjög þröngar, eiginlega ekki annað en stigar'. Þau stöðv- uðu bilinn við brúna og örkuðu gegnum skuggalegar göturnar, þar sem langt var milli götuljósa. • — Ég á von á hnifi i bakið á hverri stundu, sagði David og reyndi að horfa i kringum sig. • — Ég er sammála, þetta er anzi draugalegt, sagði Helen. — En þaö er sagt að jafnvel hrein- ustu meyjar, séu alveg öruggar hér. En það er ekki um annað aö ræða, en aðganga, billinh minn er jafnvel of breiður. David nam staðar undir ljós- keri og rýndi i blaðsnepilinn, þar sem hann hafði skrifað heimilis- fang frú Desgranges. — Hérna stendur þáð. Hefurðu nokkra hug- mynd um, hvar við erum? • — Nei, ekki þá minnstú.-. — Mig minnir að Gautier hafi sagt, að það hafi verið alveg uppi á hæðarbrúninni, nálægt kirkj- unni. Sjáðu, þerna er kirkjuturn- inn. Þau fóru eftir turninum, sem bar við himin. Þegar þau nálguö- ust hann meir, urðu göturnar ennþá þrengri, en svo komu þau skyndilega aö litlu gangstéttar- kaffihúsi og þar sátu þrir við- skiptavinir. Þau gengu inn á veit- ingastofuna og spurðust fyrir um húsið. Framhald I næsta blaöi þau verða aldrei leiðá LEGO kubbarnir eiga sívaxandi vinsældum að fagna hjá börnunum, því að LEGO grunnöskjúrnar eru barmafullar af möguleikum til fjölbreyttra leikja. LEGO kubbar, til að byggja úr skip, sem jafnt má sigla á gólfteppinu og í baðkerinu. Húsgögn úr LEGO kubbum. Nú geta börnin byggt heilt brúðuhús, með húsgögnum eftir eigin hugmyndum. REYKJALUNDUR VINNUHEIMILIÐ AÐ REYKJALUNDI AÐALSKRIFSTOFA REYKJALUNDI, Mosfellssveit - Sími 91-66200 SKRIFSTOFA í REYKJAVÍK, Suðurgata 10 - Sími 22150 42. TBl. VIKAN 23 JNGASTOfANHFI &s* BBjOrnssonl

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.