Vikan


Vikan - 17.10.1974, Blaðsíða 15

Vikan - 17.10.1974, Blaðsíða 15
ínabands Hún var frelsuð kona og leit á hjóna- bandið sem samband tveggja jafningja. En þegar eiginmaður hennar lýsti þvi yfir, að það væri utan shis verkahrings að elda mat, búa um rúm og ryksuga gólf- teppi. morguninn eftir, þegar Lucy var að setja á sig fölsku augnahárin og hugsa um, hve erfiðan dag hún ætti framundan; reis Jónatan upp við dogg i rúminu og tuldraði: — Ég held, aö þetta verði til þess að ég smakki ekki vin framar. Er kaffiö tilbúið? Rauðvinið hafði einnig skilið eftir sin áhrif hjá Lucy, en enginn haföi hitað kaffi handa henni. Hún dró svarta llnu fyrir ofan augnahárin, setti dótið I hliðar- tösku, sem hún snaraði yfir öxlina um leið oghún sagði: — Það getur verið, að það sé kaffi i skápnum, og ég er alveg viss um að það er vatn i krananum. Hurðarskellurinn lægði aöeins reiðina, sem sauð i Jónatan. Eftir þetta gættu þau fyllstu kurteisi. Lucy hélt sinum helming ibúðarinnar tandurhreinum, en hjá Jónatan jókst óreiðan dag frá degi. Sigarettustubbar flutu i leif- um i niðursuðudósum og óhreinir sokkar lágu út um allt. En ibúöin var litil, og I flýtinum á morgnana varð raunin oft sú, að þau fóru samtimis út og rákust á fyrir framan spegilinn á fremri ganginum. Þessi spegill, sem húseigandinn hafði sett upp, var mikii blessua fyrir fólk eins og Jónatan og Lucy, sem enn áttu engan spegil, þar sem þau gátu horft á sig frá toppi til táar. — Þú getur speglað þig fyrst, sagði Lucy og vék til hliðar. — Nei, nei, sagði Jónatan — þú fyrst. Þetta var óviðunandi ástand og i rauninni mikil synd, þvi þau voru ástfangin. Meinið var bara, að þau voru bæði þrá og héldu fast við sínar skoðanir. — Þau láta aldrei undan sögðu vinir þeirra. — Þau verða að láta undan, sögðu foreldrar þeirra. -1' Þau verða. En hvort þeirra var reiöubúið aö láta undan ? Jónatan sagði við félaga sína á kránni: — Það er ekki mitt að gefast upp. Ef ég geri þaö — ja, hvers konar aumingja haldiö þið, aö henni finnist hún vera gift? Þetta tók mikiö á Jónatán og þaö sást á honum. — Ætti ég að fara að láta undan?, sagði Lucy við móður sina. — Nei, aldrei. Tárin komu fram i augun á henni, þegar hún hugsaði til þess að þurfa kannski að halda þessu áfram, þangaö til hún yröi orðin gamalmenni, um þritugt. Halda sig á sinum helming ibúðarinnar og tala aldrei viö Jónatan, nema l þessum kuldalega, kurteisislega tón. Dag nokkurn, þegar Lucy stóö i heitum ljósgeislanum á ljós- myndastofunni, fór hún allt i einu að skjáifa úr kulda. Dagiiin eftir fór hún með ljósmyndaranum niður á strönd til að taka forsiðu- mynd fyrir júlihefti timarits. Þetta var kaldur vetrardagur, og þegar hún lá i bikini á ströndinni og lét kaldan sjóinn leika um sig, varð henni svo undarlega heitt. Hún hlaut að vera að verða lasin, um það var hún alveg viss. En það var ekki fyrr en daginn eftir, þegar hún horföi á dós meö rauð- um kinnalit og sá i staðinn fyrir sér jarð'árber og rjóma, að hún gerði sér grein fyrir, hvað var að henni. Hún fór heim til mömmu og grét við öxlina á henni. — „Hvernig gat þetta komið fyrir mig?, kjökraði hún. — Þetta hefur liklega gerzt, vegna þess að þú ert gift kona sagöi móðir hennar. — Ég ætla aldrei aö segja Jónatan frá þessu, sagði Lucy þegar hún lagði af stað heim- leiðis. En einhver, liklega móðir hennar, sagði Jónatan frá þessu. Þegar hann kom heim, lá Lucy á rúminu, þversum, á sinum eigin helming og hans. Andlitið var grafið 1 koddann, og hún hafði grátið sig i svefn Jónatan starði á granna konuna sina — veröandi móður „þess”, sem þau höfðu svo oft talað um og þráð. Siöan leit hánn á páskalilju- búntið, sem hann hafö keypt af götusala. Allt I einu fannst honum óútsprungnu blómin miklu fleiri en hin. Þetta minnti hann á spiruðu laukana, sem höfðu komið allri vitleysunni 'af stað. Hann setti blómin i vatn I niður- suðudós og setti kóteletturnar tvær, sem hann hafði keypt, á eldavélina. Jonatan hafði ekkert á móti þvi að elda kvöldmatinn, en á elda- vélinni voru engar leiðbeiningar um, hvernig ætti að fara að þvi að steikja kótelettur. Hann hætti við þetta og horföi vandræðalegur i kringum sig. Svo teygði hann sig eftir hlut,' sem hangið hafði ónotaöur f eldhúshurðinni I margar vikur. Lucy vaknaði við eitthvert suð. Þetta hljóö sem hún gat ekki alveg komið fyrir sig. Þetta hljóð, sem hún minntist úr bernsku og bar með sér öryggi, hlýju og ást. Og eitthvaö fleira. Hún lá stund- arkorn og hugsaði. Auövitaö. Hrein gólfteppi! Hún velti sér yfir á hliðina og bjóst einhvern veginn við að sjá móður sina. En hún sá Jónatan með pifusvuntuna, sem hún hafði I reiöi sinni hengt á snaga fyrir nokkrum vikum og hafði siöan hangið þar eins og eins konar striösfáni. Hann ýtti ryksugunni fram og aftur og sam- einaði þannig hreina og óhreina hluta gólfteppisins. — Ó, Jónatan, sagði hún, og röddin var likust þvi þegar hefðarkonurnar I kvikmyndunum sjá riddara sina koma rfðandi eftir rauða dreglinum sem bráð sina i fanginu. — Ó, Jónatan, aagði hún á ný, þegar hún sá kótelétturnar. — ó Lucy, sagði hann hálftima siðar, þegar hann hafði lokið við að borða matinn, sem hún hafði eldaö. Lucy dró andann djúpt og sagöi —Ég skal elda matinn, um leiö og Jónatan sagöi: — Ég skal ryk- suga teppiö. Svo féllust þáu i faðm. Lucy hló, og þótt Jónatan hefði aldrei viðurkennt það, vissi hann, að augu hans voru full af tárum. Sálfræöingar kalla svona lagaö hystariu^ En félagsfræðingar myndu segja ,áö giftingin væri af- staðin og hjónabandiö tekið við. EFTIR ANA CLARK 42. TBL. VIKAN 15

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.