Vikan


Vikan - 17.10.1974, Blaðsíða 12

Vikan - 17.10.1974, Blaðsíða 12
Tuttugu og sjö $r eru ekki löng llfstiö. En lengri lifstiö heföi auö- veldlega getaö breytt goösögninni um Jimi Hendrix i eitthvaö ómerkilegra og áhrifaminna en hún hefur verið frá þvi þessi snill- ingur yfirgaf þennan heim. Jimi dó, þegar frægð hans var vaxandi, og hans fyrstu framlög til þess, sem kallað hefur verið poppheimur, var enn ferskt. Hann skildi eftir þá tilfinningu i fólki, að ef hann heföi lifaö lengur heföi hann haldiö áfram frá þeim punkti, sem hann hvarf frá, til einhvers miklu bq'tra. En hann skildi einnig eftir tvfskipta goö- sögn, ef svo mætti að oröi komast. í annarri er hann meölimur hljómsveitar, sem sló á nýja strengi fyrir nýja kynslóð hlust- enda. Hann liföi fyrir þessa kyn- slóö. Eins og Buddy Holly, Eddy Cochrane, Jim Morrison og Janis Joplin, dó hann ungur, ef til vill vegna sinna háleitu hugsjóna. Það stendur skrifað: Þeir sem guöirnir elska deyja ungir. Hinn hluti goösagnarinnar um 1 Hendrix er tónlistin. Þrátt fyrir stuttan hljóöritunarferil hefur þaö, sem hann hljóðritaði, öölast sllkt gildi, aö þaö hefur verið gef- iö út á hljómplötum hvaö eftir annaö — rúmlega þrjátlu albúm á fimm árum. Það, sem hann geröi meö gítarnum, var svo ein stakt, aö tónlist sú, sem kennd hefur verið viö hann, er nú sér- stakur áfangi I sögu tónlistarinn- ar, viðmiöun, sem aðrir eru born- ir saman við og dæmdir eftir. Þessir tveir þættir goðsögunnar koma saman I sögu mannsins sjálfs, James Marshall Hendrix. Hann fæddist i Seattle 27. nóvem- ber 1942. Hann dó 18. september 1970 I London. Sagt er um Hendrix, að hann hafi haft áhuga á músik frá unga aldri. Faðir hans lék m.a. á hljóðfæri, og Jimi hlustaöi og lærði. Aö lokum var honum gefinn gltar, og hann læröi fljótt aö leika á hann, eins og hon- um einum var lagiö. Jimi Hendrix var örvhentur gitarleik- ari. Þegar hann hætti i skóla fimmtán ára aö aldri, lék hann meö nokkrum litlum og óþekktum hljómsveitum. Hann óx I áliti meöal vina og uppgötvaöi sjálfur fljótt, aö hæfileikar hans til þess aö leika á gltar, gitarsnilli hans, geröi hann aö manni númer eitt meöal kvenna. Hann þurfti aldrei aö kvlöa neinu i sambandi viö konur. Þær komu til hans. Þeir, sem nú minnast Hendrix, minn- ast hans ýmist sem tónlistar- manns eöa sem kyntákns. Aö vera tónlistarmaöur, þegar Hendrix var ungur, gaf hins veg- »r ekki mikiö af sér, og hann varö aö vinna i fritimum sinum viö garöyrkju hjá fööur slnum. Témar hins„áhyggjulausa” fé- lagslifs voru ekki komnir. Þar kom aö hann gekk i hljómsveit, sem hét Flames, og hélt hljóm- leika iSuöurrikjunum. Upp úr þvi byrjaöi hann aö leika meö B.B. King, Solomon Burke, Sam Cooke og Hank Ballard, sem allir voru meöal þeirra fremstu I Banda- rikjunum þá. Svo var þaö Little Richard, sem einnig fékk aö hjóta í MINNINGU JIMIHENDRIX 12 VIKAN 42.TBL.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.