Vikan


Vikan - 17.10.1974, Blaðsíða 33

Vikan - 17.10.1974, Blaðsíða 33
sælir. Saint Laurent er þó ekki upphafsmaður midi-tizkunnar. Gamla tízkudrottningin Chanel lét dragtirnar sinar frægu ná að- eins niður fyrir hné. Hún hafði nefniiega þá skoðun, að hnén væru ljótasti hluti likamans og ættu þess vegna að vera falin undir pilsfaldi eða i buxum. Hvað sem mini eða maxi leið, hélt hún ávallt tryggð við sömu siddina ár eftir ár. Ýmsir dutt- lungar, sem einkennt hafa tizk- una siðustu árin, hafa átt rætur sinar að rekja til heilabús Saint Laurents. Ástæðan er sénnilega sú, að hann hugsar um konuna sem manneskju, en ekki ein- hvern stássgrip, sem svo margir af hans starfsbræðrum gera. Jakkarnir með teygjunni i mittið, sem stelpurnar dýrkuðu siðastliðið sumar, eru hans hug- mynd. Einnig þykkbotna skórn- ir, sem allir eiga i dag. Reyndar er frumhugmyndin 25 ára. Árið 1971 klæddi Saint Laurent dömur sinar eftir fyrirmyndum frá árunum eftir seinni heims- styrjöld. Vinsældirnar létu ekki standa á sér. Englendíngar fóru að framleiða skó með sifellt þykkari sólum, þó að Laurent snéri blaðinu við og tæki upp pena skó með þynnri sólum. Refaskinnin, sem þessar frökku vefja um hálsinn, og húfurnar með breiða uppábrotinu, sem prýddu flest höfuð i fyrravetur, eru frá Laurent. Frá honum er einnig viðu buxurnar og tweed- vinsældirnar, þó tweed sé reyndar gamalt efni. Siðustu tvö árin hefur Laurent haldið sig við mjög hefðbundinn stil. Dömurn- ar hans og viðskiptavinir, t.d. leikkonan Catherina Deneuve og Palome, dóttir Picassos, hafa klæðst penum skyrtublússukjól- um, penum jökkum eða viðum buxum með föllum að framan og 32 VIKAN 42.TBL. r UMSJON: EVA VILHELMSDÓTTIR mjóu belti. Sennilega hafa þær orðið þreyttar á öllu þessu hefð- bundna, þvi á haustsýningu Saint Laurents mátti sjá margt nýstárlegt. Hann virðist hafa heillast af rússneskum og mið- evrópskum þjóðbúningum. T.d. sýnir hann midi-siðar kápur með greinilegu rússnesku yfirbragði. Þær hefur hann úr velur eða rú- skinni og sýningastúlkurnar eru með kósakkahúfur og i stigvél- um, viðum um öklana. Einnig eru margir kjólanna með sterk- um þjóðlegum svip. Þeir eru midisiðir með háu mitti og úr rósóttum efnum. Svo alþýðuleg- ur er Laurent orðinn, að hann bindur skýluklúta um höfuð stúlknanna eins og f jósakonurn- ar gerðu i gamla daga. Varla er hægt að segja, að nokkrar buxur hafi sézt á sýningunni, og svo virðist sem buxur séu fallnar i algera ónáð hjá flestum tizku- hönnuðum. Húfur og treflar voru mjög áberandi og alls konar prjónafatnaður. Dömurnar eru krullhærðar og mikið málaðar, og Laurent notar mikið af velúr- efnum, satini og vetrarbómull. Litir hans eru þeir sömu og i fyrra, dökkir, og mattir nema i rósóttu efnunum: Flöskugrænt og dumbrautt, svart. grátt, brúnt, beige og hvitt. Hér á þess- um siðum er smá sýnishorn af nýja Saint Laurent-fatnaðinum. 42. TBL. VIKAN 33

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.