Vikan


Vikan - 17.10.1974, Blaðsíða 21

Vikan - 17.10.1974, Blaðsíða 21
arrurinn Að lokum leiddi Marcel David Ut á veröndina, niður þrep að litl- um garði, sem virtist sá fyrsti i langri röð smágarða. David sneri sér viö og sá þá Paul horia á eftir þeim. sfður en svo ánægjulegan á svip. — Þeir eru svipaðir á hæð, sagði Nicole, sem kom aftan að bróður sinum. — En ekki eru þeir likir i göngulagi. Helen gekk til þeirra, með kaffibolla i hendinni. — Hvers vegna varstu að draga hann hingað? spurði Paul. — Ég var ekki að draga hann, Marcel óskaði eftir þvi aö hitta hann. — Ó, drottinn minn! Nicole^ sneri sér snögglega við. — Það er tilgangslaust fyrir þig, Paul, að láta svona. Hvers vegna ertu með allar þessar áhyggjur, það er bara timasóun. — Var ég ekki búinn að segja þér, að halda þér saman? hvæsti Paul. — Ó, hamingjan sanna. Góöi vertu ekki svona kjánalegur. Ég hefi sannarlega haldið mér sam- an. En það er greinilega ekki til neins, að gera það lengur. Hún skundaði inn I húsið og skellti hurðinni á eftir sér. Helen tók bollann sinn og gekk til Pauls. — Hvað er eiginlega um að vera? — Ekkert. Hann reyndi að kreista fram bros. — Þú þekkir Nicole, hún reynir alltaf að gera úlfalda úr mýflugu. Helen hallaði sér fram á grind- verkið. — Þeir eru svei mér inni- legir, David og Marvel, rétt eins og þeir hafi þekkst alía ævi. — Það getur nú allt veriö blekking, sagði Paul. Mennirnir tveir sneru sér við, þegar þeir voru komnir út i enda á garöinum og nú virtu þeir fyrir sér hiö glæsilega hús. David varð var við einhverja spennu hjá manninum, sem stóö við hliö hans og hann hafði á tilfinningunni, að bessi spehna væri að einhverju leyti hans vegna. Honum leið hálf ónotalega, en hann gat ekki fariö, fyrr en hann hafði fengið svör viö einhverju af þvi, sem hann þráöi að vita. Hann fann lika, aö Carri- er var aö þvi kominn að leysa frá skjóöunni. — Þetta er nú uppáhalds stað- urinn minn, sagði Carrier. — Héöan sér maður húsið eins og i ramma, ramma, sem hæfir þvi svo vel. — Ég óska yður til hamingju, sagði David. — Þér hafið gert úr þessu hreint listaverk. Hann sá að Helen og Paul voru að ganga um veröndina. Marcel beindi höfðinu i átt að húsinu. — Já, ég kysi að láta syni minum þetta i arf, sagði hann, — ef ég ætti son. mjög dul.' Ég get sagt yður, aö það leið langur timi, þangað til ég vissi, að hún hafði eignazt barn, ég vissi ekki um tilvist yðar, eða hvenær hún fór til Englands. — Boniface vissi hvar hún var. — Boniface? Hvað vitið þér um hann? — Aðeins það, sem arfinum við kemur. Ég er aö hugsa um að heimsækja hann. — Til hvers? — Af einskærri forvitni. — Haldið þér, að gamli maður- Það er bezt að ég segí yður,. áður en aðrir verða til þess, að faðir minn gerði saming við Þjóðverj- ana, um að láta þá hafa talsvert magn af vistum. Jæja, eitt var gott við það, það hjálpaði okkur hinum og viö gátum skýlt okkur bak viö það. Ég var einu sinni tekinn og grunaður um skemmd- arverk, en þegar þeir vissu betur á mér deili, var mér sleppt. Hera- ult var læknir fjölskyldunnar og yfirleitt allra þorpsbúa. Heimili hans varð aöalaðsetursstaður okkar. Framhaldssaga eftir Anne Stevenson — Hafið þér aldrei kvænzt? — Nei, ég hefi ekki ennþá fund- ið þá konu, sem ég hefi ekki orðið leiöur á, jafnvel eftir eina viku. David hugsaði ekki út i það sem hann sagði næst og það-lá við að hann hrykki við. — Jafnvel ekki Helen Stewart? Marcel brosti. — Svo þér hafið orðið svona hrifinn af henni strax! Haldið þér aö hún vilji lita viö mér? — Fyrirgefið framhleypnina. Mér kemur þetta ekkert við. — Svona, svona, þér þprfið ekki að vera svona enskur i yður gagnvart mér. Nei, ég lit á Helen sem dóttur. Mér þykir vænt um hana, en það þolir Nicole ekki. — Það gleður mig, sagði David. Marcel hló. — Mér geðjast vel að þvl, hve einlægur og opinskár þér eruö. Og hann klappaði David á öxlina. — Yður skortir kænsku, en samt á skemmtilegri hátt én móöur yðar. Simone var alltaf inn búi yfir einhverju leyndarm- ali, sem ekki er á vitorði ann- arra? — Þaö voru þrjár manneskjur á einhvern hátt bundnar þessu húsi, sagði David. Herault læknir, móðir min og Boniface. Það getur verið að hann viti eitt- hvað um vináttp móöur minnar og læknisdótturinnar. Gautier heldur að móðir min hafi leynt Madeleine Herault einhvers stað- ar og hjúkrað henni, eftir að hún varö fyrir skoti frá Þjóðviljum, en hann veit ekki um neitt, sem hann getur sannað. Það er sú spurning, sem mig langar til að leggja fyrir yður: Hvernig dó Madeleine Herault? Marvel sneri sér við og gekk áleiöis til hússins. Hann gekk hægt, það var engu likara en aö hann'ætti erfitt um mal. • — Ég vildi óska, að ég gæti gleymt öllu sem þá skeöi, sagði hann aö lokum. — Þaö var alltof - mörgum lifum fórnað. Það er eins og að vera sekur, aö.hafa komizt af. — Hverjir komust af? ■ — Or okkar litla hópi? Ég sjálfur, Herault læknir og Simone, — já og nokkrir aðrir. Ég vann þá viö fyrirtæki föður mins. — Hvaða hlutverki gegndi móðir min? — Simone var aöstoðarstúlka læknisins. Hún bjö í húsinu. Hún og Madeléine voru miklar vin- konur. Madeleine sá um heimilið fyrir fööur sinn, þvi að móðir hennar dó, áriö áöur en striðið brauzt út. Það varö þvi eðlilegt, að Madeleine kæmist inn i starf- semi okkar. Við gerðum nú litið til að byrja með, aðeins smávegis skemmdarstarfsemi, sem ekki heppnaðist alltof vel. Við settum allt inn á, að byggja upp félags- starfsemi. Það voru mestu mis- tök. Við höfðum ekki lært þá gullnu reglu, að vinna sem mest I einrúmi. Þér vitið hvað ég á við, er það ekki? — Jú, að hver meðlimur viti aðeins um þanu næsta, er það ekki? Það átti að útiloka svik- semi. Marcel kinkaði kolli. — Of margir þekktu of marga. En samt gekk þetta vel um tíma. Það fréttist af okkur I Englandi og við báöum um vopn og peninga. Þeir sendu okkur tvo menn, mann, sem átti að skipuleggja starfsem- ina og loftskeytamann. Loft- skeytamaöurinn var tekinn til fanga við lendinguna, en við gát- um náð tækjunum og Madeleine tók að sér starf loftskeytamanns- ins. Englendingurinn kenndi henni aö nota þau. — Hvar bjó hann? — 1 húsinu. — Var bað faðir minn? Marcelnikaði. —Nei, nei, vinur minn, faðir yðar var kominn áö- ur, áður en Ian kom. Ég skal segja yður alla söguna. Englendingurinn, sem átti að sjá um skipulagninguna hét Ian Richardson. En eftir að hann kom, fór alltab ganga á tréfótum. 42. TBL. VIKAN 21

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.