Vikan


Vikan - 17.10.1974, Blaðsíða 38

Vikan - 17.10.1974, Blaðsíða 38
I lagi. Og svo hélt hún áfram eftir forugum stígnum. Þegar þau loks komu að biln- um, var næstum liðið yfir hana. Hann hjálpaði henni i sætið og hún hneig niður á sætisbakið. Hann sneri bilnum og tök að brj- otast gegn um forina. Þá var það að hún fann fyrsta krampakipp- inn. En vegna þreytunnar og verkjarins I sárinu, veitti hún þvi ekki sérlega athygli. En svo greip það hana aftur og nú helmingi — Ég er með krampa... Hann hélt svo fast um stýrið, að hnúarnir hvitnuðu. — Rósa,. þú ætlar að missa fóstrið. Og þú gerðir það sjálf. Það var engin til- viljun. Hún fór að gráta. — Mér er svo illt i sárinu. Ég þoli ekki einu- sinni að draga andann. Hann langaði mest til að fara heim á einhvern bóndabæinn og koma henni i rúnið. En hún and- æfði þvi og sagði: — Það er ekki svo langt heim og ég vil ekki hafa ókunnuga i kring um mig. Sárið var eins og glóandi járn inni i henni og kippirnir uröu æ þéttari. Hún nefndi þetta ekkert, vegna þess, hve hrædd hún var við sárið. Og nú ver hún orðin eitthvað undarlega hrædd við manninn sinn. Hæðir og hólar voru rennvotir og loftið þykkt og grátt. Loksins komu þau á siðustu hæðina, þaðan sem sást til Flemming. En nú sást bærinn bara ekki, vegna þokunnar, sem yfir honum lá. Þegar læknirinn var kominn með bilinn inn i Aðalstræti sneri hann ekki heim á leið. Hann sagði: — Það er betra að gera þetta á stofunni. Þegar þangaðkom, sagði hann: — Lyfjafræðingurinn hjálpar mér til að bera þig inn. En hún vildi ekki hafa neinn viðstaddan, sem fengi að vita,hvað gerzt hafði og búa til úr þvi kjaftasögu, sem svo færi um allan bæinn. Hún studdi sig upp við hann og komst þannig inn. Þegar þangað kom, læsti læknir- inn dyrunum. — Ég má ekki fá neina sjúklinga hingað inn eins og á stendur. Þau fóru gegn um bið- stofuna og hann lyfti henni upp á rannsóknarborðið og afklæddi hana að neðan. Verkirnir fóru um hana alla og sárið var aumt. Hann þuklaði á henni með fingrunum. — Ég get ekkert gert strax. Ekki fyrr en fósturlátiö er afstaðið. Hann hafði ekki horft i augun á henni og hún vissi ekki, hvað hann var að hugsa. Það var þjáningarsvipur á andlitinu og hún hafði það á tilfinningunni, aö nú væru þau eitthvað eins og fjar- lægð hvort frá öðru — ekki eigin- maður og eiginkona lengur, heldur læknir'og sjúklingur. Hann var eins og einhver ókunnugur maður, sem væri bara að hugsa um sjúkdóminn en alls ekki um sjúklinginn. Fósturlátið kom fljótt og þaö voru eingar sérlegar kvalir þvi sam- fara en það tók i sárið, svo að hún æpti upp. Læknirinn vafði eitt- hvaö inn dagblað og fleygði þvi i ruslafötuna. — Jæja, þá hefurðu fengið . óskina þina uppfyllta, Rósa. Hann gekk að henni og leit niður á andlitið á henni. Hún lokaði augunum, þvi aö hún varö hrædd viö augun i honum. Þau voru svo full þjáningar og von- leysis. — Ég ætla að svæfa þig. Ég verð að vikka sárið til þess áð ná þessum anga út. Hann er svo djúpt — alveg inni á legveggnum. Röddin I honum var meöaumkun- arlaust, andlitiö var afmyndað af þreytu. Og það virtist kalt, án nokkurrar ástarhlýju — rétt éins og dautt. Hún varö hrldd við hann. Hún æpti upp: — Ég vil ekki láta svæfa mig. Ég get vel þolað kvalirnar. Ef. hún sofnaöi gæti eins vel farið að hún vaknaði aldrei aftur. Hún var að gefa sig á vald manni, sem hún þekkti ekkert, en kynni að vera fullur haturs. — Þetta er nákvæmnisverk. Og hættulegt. Ef þú kippist til eða hreifir þig ... Nei, ég verð að svæfa þig. Hann opnaði töskuna sína og tók til verkfærin sin. Hún horfði á hann fylla sprautu og síðan gekk hann að henni, og faldi nálina i hendinni. Hann bar spritt á lærið á henni. — Þetta verkar fljótt, tekur ekki nema nokkrar sekúndur, en áhrifin standa ekki nema stutta stund. Hún sagði, loðmælt og hvisl- andi: — Láttu ekki neitt koma fyrir Lew. Gerðu ekkert viö mig. Þetta, var slys. Þú sást það sjálfur — Já, og nú held ég að fráfallið hans Elgs hafi verið samskonar slys. . Hún fann sáran verk undan nál- inni. Siðan þvoði hann kviðinn með spritti og sneri sér að verk- færunum. Hún fann fyrir meðalinu og hvernig öll tilfinning hvarf smámsaman, einhver dofi færðist yfir heilann i henni og hræðslan hvarf. Auglokin urðu þung, en rétt um leiö og þau lok- uðust, sá hun hann líta á verk- færin sin. Þau voru þau sömu sem hann hafði notað við handlegginn á Indiánanum. Og hann hafði ekki sótthreinsað þau. Hún reyndi að tala og vara hann við. En hún kom ekki upp nema einhverju kokhljóði og þá færðist dofinn yfir augun i henni og hún visái ekki lengur neitt af sér. Framhald i næsta blaöi niTRvccmc bœtlr nánast allti Ef einhver slasar þig og þú n*rA ekki bótum frá honum, batir ALTRYGGINGIN þér slysiö meö allt að 1 mllljón.' VaifiÓ ALTRYGGINCU fyrir heímilió og ffötshyí dunai Abyrgdp Try^gingarfélag fyrir Itindindismenn Skúlagölu 63 - Rrvkjavik Sfml 2hl22 38 VIKAN 42. TBL.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.