Vikan


Vikan - 17.10.1974, Blaðsíða 44

Vikan - 17.10.1974, Blaðsíða 44
Klukkan 7 aö morgni hins 8. mai 1955 hringdi siminn heima hjá aöstoöarlögmanninum i Clax- ton Hall i London. í simanum var kona, sem sagöi á bjagaðri ensku: „Gætuö þér gift eftir 90 minútur? Ég veit aö það er litill timi til stefnu, en getið þér gift okkur?” — Lögmaöurinn sagðist skyldi vera kominn á skrifstofuna eftir 90 minútur. Klukkan 8.40, tiu minútum of seint, birtust Orson Welles og brúður hans, Paoula Mori, 24 ára itölsk greifynja og leikkona. Þetta var fyrsta hjónaband greifynjunnar ungu, en þriöja hjónaband hins fræga leikara og leikstjóra. Eftir hjónavigsluna flýttu þau sér i burt, og enginn fékk aö vita, hvar þau eyddu hveitibrauðsdög- unum. Er þeir voru á enda fóru þau aö vinna að myndinni „Trún- aöarmál”, einni . af mörgum myndum, sem Orson leikstýröi og lék i. Eftir þaö lék Paoula ekki i 7 ár, en þá gat maöur hennar fengiö hana til aö leika I kvikmyndinni „Málsóknin”, sem gerö var eftir sögu Kafka. A þeim 12 árum, sem liöin eru siöan, hefur Paoula ekki komið nálægt kvikmyndum og verið mjög andvig þvi að skrifaö væri um hana. Fyrir skömmu leyföi hún þó brezkum blaöa manni aö hafa viö sig viötal, sem hún sagöi myndi verða fyrsta og siðasta viötaliö, sem hún veitti. Það, sem hér fer á eftir, er tekiö úr þvi. Frú Welles býr i viktoríönsku húsi viö Kings Road I London og þar hefur hún hjá sér 18 ára dótt- ur sina, Beatrice, tvo ketti og einn hund — og svo auövitað Orson, þegar hann er ekki að vinna er- lendis, en þar eyöir hann góbum hluta' ársins. — Fyrstu 10 árin, sem viö vor- um gift, fór ég meö honum hvert sem hann fór, segir hún. — En nú er ég búin aö koma viðast hvar og gera þaö, sem þar er að gera, og er búin aö fá nóg. Ég myndi þó fara meö honum til Rússlands, ef hann færi þangað einhvern tima, þvi þangað langar mig til aö koma. En hann fer til Madrid, Parisar, Rómaborgar...., nei takk. Ég er búin að fá nóg af þeim borgum. — Viö lifum I tveimur ólikum heimum, Orson i heimi vinnunnar en ég hér á heimilinu. Ég biö hans og mér er sama, þótt ég biði. Ég veit, aö mörg konan myndi ganga af göflunum, ef hún væri fjærri manni slnum eins lengi og ég. En ég er fuilkomlega hamingjusöm, þvi þaö, sem skiptir mig máli er, að hann kemur alltaf aftur. Faðir hennar sálugi, greifinn af Girfalco, sem var virtur lögfræö- ingur, flutti til Afriku skömmu fyrir siðari heimsstyrjöldina vegna andúðar á Mussolini og fasismanum. Þar ólst Paoula upp. Eftir striöiö stóö fjölskyldan uppi bláfátæk, þvi faðirinn hafi misst bæöi eignir sinar og mann- orö. Fasistarnir höfðu fangelsaö hann, þegar þeir voru um það bil að tapa. — Þeir sögöu hann svik- ara, segir Paoula, en til allrar hamingju var hann ekki skotinn. í ORSON HEFUR GERT MiGAÐ BETRI MANN- segir greifynjan af Girfalco, sem hefur verið gift leik- stjóranum fræga i 19 ár. staöinn var hann settur I lifstiöar- fangelsi, sem honum var reyndar sleppt úr, þegar dagar Mussolini voru á enda. Þá tók ekki betra viö, þvi aö þá fór^ Þjóöverjar aö ofsækja hann. Striðið og árin fyrst á eftir voru erfiöur timi. — Einu sinni átti ég ekki skó til aö ganga á. Eina leiöin til aö eign- ast eitthvað var auövitaö aö vinna. Faðir minn gat eihhvern veginn skrapað saman nógxaf peningum, til aö ég gæti fariö á vélritunar- og hraöritunarnám- skeiö. Ég fór i fimm tima, en þá nennti ég ekkiaðhalda áfram. Ég gat ekki hugsaö til að verða ritari einhvers og sitja við ritvél allan daginn. Kunningi minn útvegaði mér þá vinnu hjá kvikmynda- fyrirtæki, sem verib var aö stofna, og þar fékk ég 30 þúsund lirur — um 5 þús. kr. — á mánuði. Þaö var stórkostlegt, og þegar ég fékk útborgað keypti ég mér skó. Ég haföi ekki átt almennilega skó svo lengi, að skór voru orðnir ástriöa á mér. Fataskápurinn minn er fullur af skóm, þótt ég noti yfirleitt ekki nema tvenna. 1 hvert skipti, sem ég sé fallega skó, verð ég að kaupa þá.... þeir veita mér einhverja fullnægingu. Þeir minna mig á, að erfiöu árin eru liðin. Mér er alveg sama um kolaleysi og rafmagnsleysi, meö- an ég á nóg af skóm. — En hvaö-um þaö. Meðan ég vann hjá kvikmyndafyrirtækinu kynntist ég mjög frægum höfundi, sem skrifað haföi sögu, sem átti aö kvikmynda. Hann spuröi mig einu sinni, hvers vegna ég sæti þarna og vélritaði, og ég svaraði þvi til, að ég væri að vinna.fyrir skóm þá spurði hann hvers vegna ég gerðist ekki leikkona, úr þvi mig langaði til að eiga mikið af skóm. Ég sagöist ekki vera leik- kona og ekki vita, hvernig ætti að leika. Þá hló hann og sagði, að þaö skipti ekki máli, þvi nú gætu allir orðið leikarar. Ég ætti að reyna. Annað hvort yrði ég leik- kona og gæti keypt alla heimsins skó, eöa ég yrði ekki leikkona, en ætti þá skemmtilega lifsreynslu aö baki. Ég hefði engu að tapa. Paoula átti eftir aö leika i mörgum kvikmyndum, en henni er ekki um aö tala um þennan kafla lifs sins. — Það er langt siö- an ég lék, og ég var hræðileg leik- kona. Ég held, aö þaö hafi aldrei komiðfram jafn vonlaus leikkona og ég. Paoula á þaö þó leikferli sinum aö þakka, að hún kynntist Orson, og hún viðurkennir, aö þaö sé ljós punktur. Þau kynntust I boöi hjá sameiginlegum vinum. — Ég hafði alltaf dáðst aö Or son, m.a. fyrir aö hafa veriö kvæntur Ritu Hayworth, fegurstu konu, sem uppi hefur verið. Mér fannst geysilega spennandi aö hitta Orson. Hann var I hvitum jakkafötum, og hann heillaði mig viö fyrstu sýn. A þessari stundu vissi ég — þótt ég léti sem ég veitti honum enga sérstaka at- hygli — aö viö áttum saman. Mér fannst allt i fari hans aölaðandi. í fyrsta lagi var hann hávaxinn og ég dáðist að hávöxnu fólki. Orson hefur alltaf veriö stór og mikill, en samt var hann ekki feitur. Mér fannst hann sá maður, sem gæti variö mig fyrir öllu hinu vonda i heiminum. Tveimur árum siðar giftu þau sig meö mikilli leynd, eins og áö- ur hefur komiö fram. — Já, viö sögöum alltaf, aö ef viö ættum eftir aö gnaga I hjóna band myndum viö gera þaö svona, þvi gifting er einkamál þeirra tveggja, sem aö henni standa. Orson haföi veriö kvænt- ur Ritu Hayworth, og ég var þriöja konan hans. 1 þá daga voru hvers konar skilnaöir, giftingar og hneyksli frægs fólsks ekki dag- legt brauð eins og nú. Ariö 1955 hefðum við orðið að læöast út um bakdyrnar á dómshúsinu, ef það heföi spurzt að viö værum að ganga i hjónaband. Paoula lék i tveimur kvik- myndum, sem Orson stjórnabi, og hún segir, að þær verði ekki fleiri. — Orson veit, ab mér þótti ekki gaman aö leika, og hann er ekki sá kjáni að fara aö biöja mig um að leika á ný. Eitt af þvi, sem hef- ur haldið okkur saman svo lengi er, aö ég er ekki framagjörn á sama sviöi og hann. Það gengur ekki aö tveir i fjölskyldu stefni að sama marki. — A þeim 20 árum, sem ég hef þekkt Orson, hef ég aldrei óttazt hann. Hann er maðurinn minn, kemur heim og draslar allt út I kringum sig. Ég veit alveg, hvernig á aö meöhöndla hann — og Paoula kimir, þegar hún segir þetta. — Ég hef lært þaö af langri reynslu. Þessi gáfaöi og skapandi snillingur verður aö fá næði. Það má ekki nöldra I honum eöa gefa honum færi á að finnast maöur leiðinlegur. Mér gengur þetta á- gætlega. Hann hefur alltaf sagt, að ég sé óhemja, en honum hefur aldrei fundizt ég leiðinleg. Þó segirhann, að honum finnist kon- ur i heild leiðinlegar. — Ég er ákaflega snyrtileg i eðli minu. En Orson er sá mesti draslari, sem ég hef þekkt. Um leið og hann er kominn heim, er dótið hans komið út um allt. Hann finnur aldrei neitt, veit aldrei, hvar hann leggur frá sér gleraug un, vindlana, bækurnar, handrit- in og inniskóna. „Hvar er þetta, hvar er hitt?” hljómar um allt hús. Ég er ákaflega passasöm heima fyrir, en Orson þeim mun meiri nákvæmnismaöur I vinnu sinni. — Mér myndi aldrei detta i hug að gagnrýna Orson fyrir venjur hans. Hann myndi heldur ekki taka neitt mark á gagnrýni. Þaö ber engan árangur, þótt ég tali um aö hár hans sé of sitt og falska nefið ljótt. Hann er alltaf meö falskt nef, þvi hans eigiö nef gerir hann svo kjánalega barnalegan I andliti. Og ég vil, aö þaö komi fram aö mér finnst falska nefið ljótt. — En þetta eru smámunir. Hjónaband mitt hefur fært mér mikla hamingju. Ég er orðin miklu skilningsbetri. Ég var full af fordómum, en hann hefur bent mér á svo margt, sem vert er aö meta og njóta. — Ég held, aö hann hafi gert mig aö betri manneskju. Gæska hans og skynsemi hafa dregiö fram þaö góða I mér og fyrir þaö er ég þakklát. 44 VIKAN 42.TBL.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.