Vikan


Vikan - 17.10.1974, Blaðsíða 13

Vikan - 17.10.1974, Blaðsíða 13
hæfileika Hendrix. A þeim timum voru aöstoðarhljóðfæraleikarar agaðir bæði i framkomu á sviði jafnt sem utan þess. Eftir að hann hafði leikiö með Little Richard gekk hann i liö með Isley Brothers, en hann var ekki ánægður þar. Hann þakkaði pent fyrir sig og hélt til New York. 1 New York byrjaði hann að leika með Curtis Knight m.a., og á timabili klæddust þeir leópardaskinni, sem virtist ein- hver áhrif hafa, þvi Hendrix fékk fljótlega plötusamning. Hann var þá næstum fullmótaður persónu- leiki. Hann haföi ákveðna næstum kuldalega framkomu. Þar kom að þvi, að hlutirnir byrjuðu aö snú- ast. Chas Chandler, bassaleikari hljómsveitarinnar Animals, tók hann upp á arma sina og hélt með hann til London. Það var imynd hans, sem sló Englendinginn fyrst. Hann'virtist villtur, og sumum stóð beygur af honum. En það, sem hann gerði á sviðinu i London dró fólk að langar leiðir. Hann spilaði m.a. á gitarinn með tönnunum, sem þótti nokkuð nýstárlegt i þá daga, svo ekki sé meira sagt. Flestir meiriháttar tónlistarmenn i London mættu, þar sem Hendrix spilaði. Það var áriö 1966, og Dylan og Bitlarnir áttu senuna. Þá kom platan, sem átti eftir að vekja athygli almennings á Jimi Hendrix. Hey Joe kom á litilli plötu, og framtiöin var tryggð. Hann stofnaði nýja hljómsveit The Experience, þar sem N.oel Redding lék á bassa og Mitch Mitchell á trommur. Hann kom sér vel á strik og undirbjó Ame- rikuferð. 1 þetta skipti sem skemmtikraftur. Hann kom fyrst fram á hljómleikum i Monterey i júli 1967. Hann hafði snúið aftur til Bandarikjanna sveipaður frægðarljóma, en landar hans vissu ekki alveg, hvernig þeir áttu að, taka honum. En eftir hljómleikana i Monterey vissu þeir það. Hann framkvæmdi þar einhverja eftirminnilegustu hljómleika fyrr og siðar. Þvi, sem hann gerði þar, hefur hins vegar litið verið flikað, og fáir vita um það. Eftir að hafa leikið og sungið sig inn í hjörtu landa sinna, brenndi hann gitarinn á sviðinu. Þessi atburður var festur á filmu og varðveittur. Næstu þrjú árin vann hann sig upp á toppinn sem gitarleikari, hljóðritaði tónlist sina og ávann sér oröspor innan poppheimsins svokallaöa og var jafnframt áhrifavaldur óteljandi gitarleikara um allan heim. Þeirra áhrifa gætir ennþá mikið. 1 tónlist sinni blandaði hann næmi og ársásarhvot hinnar svo- kölluðu svörtu tónlistar saman viö menntaða og háþróaða tónlist, sem fram að þessu hafði aöeins verið tengd jass og hinum allra- bestu hvitu gltarleikurum. Hugarflug hans i textagerð og frumleiki hans i söng var ein- stakt, en jafnvel það féll i skugga gitarleikarans Jimi Hendrix. Þegar hann tók.sóló var sem hinir raunverulegu töfrar kæmu fram. Það var sem hann gæti látið hljóðfærið tala — lýsa tilfinningu nákvæmlega meö samfelldum nótum. Þróun tónlistar hans var sem heild mjög sannfærandi, en slikt hið sama er ekki hægt að segja um einkalif hans. Hann átti I úti- stöðum við umboösmann sinn, sem varð til þess að Chandler yfirgaf hann. Chandler hafði fram að þessu verið hans stoö og stytta i einu og öllu. Uppfrá þvi fóstraði Hendrix með sjálfum sér eigin leyndardóm eða mystik og þá tilfinningu, að hann væri kjör- inn af æðri máttarvöldum til þess koma tónlist sinni á framfæri viö umheiminn. Hann lagði sjálfur sitt af mörkum til þess magna goðsögnina um sjálfan sig, sem um leið hóf hann upp yfir fólkiö og úr sambandi við það. Um leið jókst tala þeirra, sem vildu ná til hans og taka þátt í lifi hans og tónlist. Jafnvel nú eftir dauða hanls er til fólk, sem heldur fram vinfengi sinu við Hendrix og segir, að það hafi skilið hann, þegar enginn annar gerði það o.s.frv. En hin sanna saga um hið flókna lif hans og þau vandamál, sem hann átti viö aðglima, er óljós. Aðeins tón- listin er eftir sem vitnisburður um það, sem hann afrekaði. Alice Cooper Bowie - Peter Gabriel 42.TBL. VIKAN 13

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.