Vikan


Vikan - 17.10.1974, Blaðsíða 35

Vikan - 17.10.1974, Blaðsíða 35
Framhalds saga 17 hluti eyöilega landslaginu og bænda- býlunum og á manninn sinn. Hann var oröinn dauflegri á svip- inn siöustu vikurnar. Hann brosti sjaldan, en þegar þaö var, þá var þaö eins af nærgætni við hana. Og þegar hún sá augnatillitið hans, fór hún aö vorkenna sjálfri sér. Rósa varö þess vör, aö þörf hans fyrir hana hafði siður en svo minnkaö. Hingaö til haföi henni fundist þessi þörf hans vera ein- hver veiklun, beinlinis einhver geöbilun. En nú var hún búin að fá nýjan skilning á þessu, hve hann var henni háður. Þessi hæfi- leiki hans til aö taka við öllum höggum, háðsyrðum, skapvonsk- unni og jafnvel hatri, fannst henni nú vera styrkur hjá honum en ekki veikleiki. Hún beiö i bilnum meðan hann fór inn i húsin, meö embættis- brosiö og svörtu töskuna i hend- inni. Hún vissi, að i hverju húsi var hann talinn eins konar guð, i gæsku sinni og visdómi. Meöan hún beið eftir honum i bflnum, var hún aö hugsa um Latimér. Hún vissi, að þessa dag- ana liföi hann i þeirri föstu trú, aö hún mundi koma. ALLAR GERÐIR FORD Og hún sór þess hátiölegan eiö meö sjálfri sér, að hún skyldi fara til hans. ' Vika leið og alltaf var þoka og dumbungur. Einn morguninn vöknuöu þau við þaö, aö bariö var á dyrnar niðri. Læknirinn fór niöur á náttfötunum, en kom aftur eftir nokkrar minútur. Hann sagöi viö Rósu: — Þetta var einn frændi hennar Jennie, svo litill Indiánastrákur. Afi hennar Jannie er mjög slæmur. Ég þarf að fara og gera honum til góöa. Hann settist á rúmstokkinn og fór aö klæða sig. Rósa fór á fætur. Lew sagði: — Þetta er of mikið feröalag fyrir þig. Þaö er margar milur frá veg- inum, gegn um flókið kjarr. — Ég get ekki verið hérna kyrr. Þessir myrkvadagar eru alveg aö gera mig vitlausa. — Jæja, þá geturðu beðið i biln- um meðan við Jennie förum þangað heim. En þaö veröur löng biö. — Það er þó alltaf betra en hima hérna. Kannski lendum við lika á einhverjum hnúskum, sem geta bjargað mér. ■ — Ekki skaltu treysta þvi. Hann leit á hana, en siðan undan, þegar augu hennar leiftruöu af reiði. — En ef svona vonir létta eitthvaö undir með þér, þá veröi þér aö góöu. Jennie fór meö þeim og sat i aftursætinu . . . Snjókeðjurnar rótuöu stööugt upp forinni, þegar þau snigluðust gegn um skóglend- iö, sem lá i eilifum krókum milli trjáa og hóla. Billinn rann út á hlið og stundum spólaði hann, svo aö hvein I hjólunum, þangaö til þau komust á fastari grund. Þá slagaöi billinn fram, og þeim miðaöi áfram inn i þetta eyöiland. Þau komu loks á vegarendann. Mjór, blautur stigur lá þaöan inn i kjarriö.' Rósa steig út, ásamt Jennie og lækninum. — Ég sit hérna ekki ein. Ég kem meö ykkur. Jennie gekk á undan og þvinæst læknirinn, og Rósa siðast. Hún haföi sett stigvélin utan yfir buxnaskálmarnar. t hverju spori rann hún i leðjunni. Þeim gekk seint og hægt að koma sér áfram. Og greinarnar á trjánum kræktust'i hana. A leiðinni flaug heill hópur af krákum yfir þeim, og gargið i þeim fyllti loftiö. Eftir meira en hálftima göngu staönæmdist Jennie, og læknirinn og Rósa geröu slikt hiö sama. Þau voru komin fram á þverhniptan gil- barm, sem var að minnsta kosti tuttugu feta hár, niður aö lækn- um, sem var bólginn og straum- haröur. Svo lá einstigi niöur i gil- iö, þangaö sem trjábolur lá yfir lækinn i brúar stað. — Við erum hálfnuö sagði Jennie og lagði var- lega af staö niöur einstigiö. Lækn- irinn bauöst til aö styöja Rósu, en hún ýtti hendinni á honum frá sér. Hann hélt þá áfram og hún á .eftir. Þau fóru yfir lækinn á staurnum og lögðu siðan upp eftir bratt- anum hinumegin og aftur komu þau inn I þétt kjarr. Kofinn gamla Indiánans stóö I litlu rjóöri. Dyrnar voru lokaöar og enginn reykur kom upp úr strompinum. Húsagaröurinn var forugur og viö dyrnar lá ofurlitill' eldiviöarhlaöi. Rósa gekk hægt. Læknirinn og Jennie fóru á undan henni. Hún sá þau fara inn og skilja huröina eftir upp á gátt. Hún lallaöi þangað og var forvitin aö vita, hvort gamli Indiáninn væri lifandi eöa dauöur. Gegn um CORTINA J00„ 1/1.74-28/6.74 SVEINN EGILSSON HF Skeifunni 17 sími 85100 42. TBL. VIKAN 35

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.