Vikan


Vikan - 17.10.1974, Blaðsíða 43

Vikan - 17.10.1974, Blaðsíða 43
BORÐUM VIÐ SKINIÐ Appelsinumarmelaði 1 kg. appelsinur skornar þunnt eða saxaðar i söxunarvél. Stein- arnir eru settir i gasklút og bund- ið fyrir. Vigtið pottinn áður en appelsinurnar eru settar i hann ásamt 1 litra af vatni og steinun- um. Látið standa á köldum stað til næsta dags. Látið sjóða, þar til hýðiö er orðið meyrt. Vigtið og bætið á vatni, sem gufað hefur upp. Setjið 2 kg. af sykri saman við. Sjóðið þar til ykkur þykir hæfijega þykkt. Bezt er að setja smáögn á undirskál og geyma nokkrar minútur i kæliskáp. Ef þykktin er hæfileg, takið þá marmélaðið af suðu. Takið upp steinana og setjið marmelaðið á hrein og heit glös. Einnig má blanda saman tegund- um i marmelaði t.d. 1 grapealdin, 2 appelsinur og 1 sitróna og búið til á sama máta og fyrr greindi. Þá má einnig taka 6 appelsinur og 1 sitrónu. Appelsinuterta Búið til mördeig og háflbakið það. tJtbúið siðan vanillukrem (fæst tilbúið i pökkum), notið minnsta skammt af vökva, sem sagt er fyrir um, og setjið á kökuna. Setj- ið þá þunnt skornar appelsinu- sneiðar ofan á og stráið sykri yfir. Setjið kökuna inn i ofninn og bak- ið áfram i ca. 5 minútur. Hitið nokkrar matskeiðar af appelsinu- marmelaði og sigtið yfir kökuna, þegar hún er orðin köld. Appelsinuhýði Appelsinuhýöið er til margra hluta nytsamlegt. t.d. er mjög finn keimur úr yzta lagi hýðisins og er gott að setja það i pönnu- kökuhræru og kökudeig. Mjög gott i allskonar pottarétti sér- staklega svinakjötsrétti. Gott er að skera það örfint og geyma I krukku i kæliskápnum, strá sykri saman við og nota i formkökur. Heilsudrykkur t>eir, sem vilja fá sér verulega hollan og næringarrikan drykk á morgnana, ættu að reyna þenn- an: 1 eggjarauða hrærð með 1 kúfaðri teskeið af sykri. Þeytið þetta ljóst og setjið siðan safa úr 1 appelsinu saman við og safa úr ca. 1/2 sitrónu. Ósoðin appelsinusaft 1 1/2 kg. appelsinur 1 sítróna 7 dl.sykur 30 gr. sitrónusýra 3/4 ltr. vatn. Flysjiö yztu himnuna af ávöxtun- um með kartöfluhnif. Fjarlægið siðan alla hvitu himnuna. Setjið hýðið siðan ásamt sykri og sitrónusýru i plast eða glerilát. Sjóöið vatnið og hellið þvi sjóð- andi yfir hýðið. Hrærið i annað veifið, meðan sykurinn leysist upp. Látið standa og „trekkja”. Þvi lengur sem það stendur, þvi bragðmeiri verður saftin. Siið, blandið saman við safann úr ávöxtunum og setjið á steriliser- aðar flöskur, og hafið þær eins fullar og unnt er. Appelsinusalat með hnetum Flysjið appelsinur og fjarlægið .alla hvitu himnuna Skerið appel- sinurnar flnt i sneiðar eða takið i báta og skerið hvern bát i 3-4. Blandið siðan með heslihnetu- kjörnum eða valhnetukjörnum og hellið yfir likjör eða sherry, (nokkrum matskeiðum). Appelsinuterta Vætið tertubotna með appelsinu- safa og rifnum berki af þrem app- elsinum. Setjið siðan ofan á kök- una skorinn is eða 2-3 d. af þeytt- um rjóma, og stráið rifnu súkku- laði yfir.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.